Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 25
VIKAN, nr. 51, 1940
23
Ov:. ‘M/f/v "
Myndirnar gerðar af
Guðm. Thorsteinsson.
S/i//t/t(/r (/unnarBson:
Löngu fyrir dögun skreiddist Stóri-Jón
út úr görmunum í hjónafletinu. Hann
þreifaði í myrkrinu eftir fötum sín-
um og klæddi sig, án þess að kveikja. Það
marraði í gólfinu undan þunga hans. En
þegar hann hreyfði sig ekki, heyrði
hann andardrátt sofandi barn-
anna. Og þögulleik konunnar. En
hann lét sem hann vissi það ekki,
að hún lá vakandi. Og þegar er
hann var alklæddur, læddist hann
fram, án þess að tala til hennar.
Hann laumaðist fram göngin,
kunnugur hverjum krók og kyma.
Beygði sig af vana, er hann fór
um lágu dyrnar inn í hlöðuna.
Leysti ofurlítið hey úr stabbanum,
vinsaði það og hristi — alltaf í
myrkrinu. Tók síðan fullt fangið
og hristi af sér lausu stráin, bar
heyið út um hlöðudyrnar, spöl-
korn eftir göngunum og þar inn
um aðrar dyr. Kýrin hafði þegar
verið vöknuð, er hann fór fram hjá
dyrunum hennar á leið inn í hlöð-
una. Nú fagnaði hún honum með
þegjandalegu bö-ö! Hann ýtti sér
upp í básinn, meðfram kúnni, og
lét heyið upp að veggnum fyrir framan
hana. Þá tók hann eldspýtu og kveikti á
lýsislampanum, sem hékk í stoð undir
mæniásnum. Síðan mokaði hann flórinn.
Og að því búnu fór hann út, að gá til
veðurs.
Það hafði kyngt niður fönn um nóttina.
Títihurðin laukst út, en með miklum erfið-
ismunum varð hann að taka hana af hjör-
unum og inn í bæjardyrnar. Gráleitur
gaddurinn byrgði fyrir dyrnar. Hann fékk
brotið sér göng upp með dyrakampinum
annars vegar; smaug þar út og kom upp í
frostheiða næturkyrrðina. Það var hætt að
snjóa. Hann tók til að grafa göng niður
í skaflinn til dyranna. Hann hamaðist
eins og berserkur með rekunni, meðfram
til að dreifa hugsunum sínum. Göngin
gerði hann hálfu breiðari en vera þurfti.
Og er því var lokið, tók
hann til að leita af
kappi að holu þeirri, er
hann fyrir nokkru hafði
höggvið í svellið á bæj-
arlæknum, til að ná í
vatn. Það hafði kaf-
íennt yfir hana. En
seint og um síðir fann
nann hana þó.
Þá var komin dögun.
Og nú gat hann ekki
fundið uppáneinufleira,
að taka sér fyrir
hendur. Það var
ekki um annað að
gera, en að fara
inn.
Illllll B Hann leitumleið
ii\ h ^ beljunnar.
| J | iHÍ Það var dimmt í
fjósinu, svoaðkon-
an hlaut að hafa
sótt lampann, meðan hann var úti. Hann
læddist eins og óbótamaður inn göngin,
en nam staðar fyrir framan baðstofu-
hurðina.
Og þar heyrði hann það, sem hann hafði
óttast — gráthljóð beggja barnanna.
Drengurinn litli og telpan grátbændu
mömmu sína um mat — mat — mat.
Og þarna stóð karlmennið mikla og skalf,
ráðalaus. Inn á við grét hann sjálfur, eins
og barn, — úrræðalaus og örvílnaður. Og
hann fann ekki sinn eigin sult. Eða hann
sameinaðist sorginni.
Hann heyrði hughreystingarorð konu
sinnar:
— Þegar kýrin er búin að éta og drekka,
fer ég að mjólka hana. Verið þið nú ró-
leg á meðan.
En það var örvæntingarhreimur í rödd-
inni.
Þá þyrmdi yfir hann vonleysið. Hann
skjögraði fram í dyrakofann. Seildist eftir
einhverju, sem stungið var þar í bita-
kverk. Og rakti utan af skurðarhnífnum
strigareim, er átti að verja hann ryði.
Um annað var ekki að velja — hann
varð að slátra kúnni. Mjólkurlöggin úr
henni gerði ekki nándar-nærri að hrökkva
handa honum, konunni og börnunum.
Fengju þau ekki annað, mundi ekki líða á
löngu að þau færust úr hungri. En hve
lengi mundi þá kýrin endast þeim?
Kaldur sviti angistar og örvæntingar
stóð í dropum á enninu á honum. Og hvað
eftir annað mælti hann fyrir munni sér:
— Guð hjálpi mér, — Guð hjálpi mér,
— Guð hjálpi mér.
Hann stakk hnífnum aftur í bitakverk-
ina og fór inn. Börnin þögnuðu um leið
og hann opnaði baðstofuhurðina. Konan
leit á hann. Hún var stóreygð og brún-
eygð, fölleit og mögur. Augu þeirra mætt-
ust. Hann leit undan og settist hljóður.
Þau sátu lengi þegjandi. Morgunskímuna
lagði inn um hélaðar rúðurnar. Konan var
að prjóna. Ekkert heyrðist, annað en klökt
málmhljóðið í prjónunum, er þeir mættust
í lykkjunni. Og við og við andvörp barn-
anna. Þá lagði konan prjónana skyndilega
frá sér, tók lampann og ætlaði að fara.
— Ég er ekki búinn að brynna kúnni
enn þá, mælti hann og reis á fætur.
Hún dokaði við, eins og hún
ætlaði að segja eitthvað, úr því að
þögnin var rofin. En svo rétti
hún honum lampann þegjandi og
hann fór.
— Verið nú góð börn, þá skal
ég koma fljótt með mjólkina, sagði
hún og fór á eftir manni sínum.
Börnin lágu þegjandi stundar-
korn. Þá sagði telpan, sem var
yngri:
— Við fáum víst engin kerti á
jólunum.
Hún ætlaði að láta sem sér stæði
á sama, en þó var röddin klökk.
— Nei, kjökraði drengurinn,
— og engan jólagraut heldur.
— Og ekkert laufabrauð, eins
og við erum vön að fá.
— Og enga jólaköku.
Drengurinn grét í hljóði.
— Mamma er svo oft að gráta,
mælti stúlkan, sem enn hélt niðri
í sér grátinum, þó röddin væri bæði veik
og snöktandi.
— Bara að við værum ekki svona svöng,
svaraði drengurinn og hrein nú hástöfum.
Og svo emjuðu þau hvort með öðru
látlaust sama viðkvæðið: Ég er svo svang-
ur .... Ég er svo svöng ....
-----Stóri-Jón var búinn að setja föt-
una upp í básinn til beljunnar. Þá kom
konan allt í einu í dyrnar. Hún leit ekki
á hann. En hún sagði ofur-hæglátlega,
eins og í afsökunar-róm:
— I dag höfum við þá ekki annað en
mjólkur-sopann — þessa tvo potta.
Það varð bið á svari. Hann virtist hafa
allan hugann á því, hve ört vatnið lækkaði
í fötunni.
— Og á morgun eru jólin, sagði hún,
enn hæglátari en áður.