Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 34
32
VIKAN, nr. 51, 1940
JÓLAGJÖFIN HENNAK.
Framhald af bls. 9.
— Auðvitað. Þá var ég ekki búin að átta
mig .. . Gréta mín, mig hefði langað til
að stelast í burtu héðan, og koma mér fyrir
á einhverju rómantísku gistihúsi, uppi í
sveit, — og halda þar jólin einsömul, í
rólegheitum.
— Þú ættir rétt að reyna það! Þú ert
nú líklega ekki komin alla leið frá Ame-
ríku, eftir átta ára útivist, til þess að skap-
rauna okkur á þann hátt. Drengirnir mínir
myndu verða ákaflega vonsviknir, ef að þú
færir frá okkur.
— Ætli það. En það minnir mig á . ..
Elsa hugsaði sig um. Undanfarin ár
hafði hún sent margar gjafir heim, bæði
til móður sinnar, og Möggu og hennar
fólks. Og auðvitað hafði hún nú líka jóla-
gjafir meðferðis, frá Ameríku. En hún
hafði alveg gleymt drengjunum. Nú varð
hún að fara út í bæ, og reyna að finna
eitthvað í búðunum, til þess að gefa þeim.
Nú heyrðist glaðleg barnsrödd í næsta
herbergi. Þetta myndi tákna það, að nú
væri Þorbjörn litli vaknaður, og vildi nú
láta taka sig. Margrét stóð upp.
— Komdu með mér. Það er svo gaman
að honum, þegar hann er nývaknaður.
Amma var á leiðinni upp brattan stig-
ann, til þess að sækja drenginn. Þorbjörn
sat uppi í rúminu, rjóður í kinnum og glað-
legur á svipinn, og var að reyna að syngja
„Stóð ég úti í tunglsljósi." Hann var tæpra
tveggja ára.
Það var von á Óla, manni Margrétar,
með járnbrautarlest, síðdegis. Elsa fór með
systur sinni til þess að taka á móti honum
á járnbrautarstöðinni. Hún hafði aðeins
séð mág sinn rétt sem snöggvast á hafn-
argarðinum, daginn sem hún kom. Hann
var hár og grannur, — snotúr maður, en
heldur atkvæðalítill, fannst henni.
Óli vildi fara heim í bifreið, svo að Elsa
skildi við hjónin, til þess að svipast eftir
jólagjöfum.
Hún gekk í hægðum sínum. Það var hætt
að snjóa, en dimmt í lofti, svo að búast
mátti við meiri snjókomu. Hún bjóst við
því, ósjálfrátt, að rekast á einhverja kunn-
ingja, og hún var hálf gröm yfir því, hve
fátt var af fólki á götunni. Frú Sneidinger
gamla gekk fram hjá, án þess að heilsa,
— hún var sjóndöpur. Og hún var eina
manneskjan, sem Elsa kannaðist við, af
fólkinu, sem hún mætti.
Hún fór nú að hugsa um það, að hún
hafði ætlað að kaupa leikföng handa tveim
drengjum. Hún mintist þess, að einu sinni
hafði verið leikfangabúð á götuhorni,
skammt frá, þar sem hún var nú stödd.
En þegar þangað kom, sá hún að það hús
hafði verið rifið, en búið var að byggja
gistihús í þess stað.
Elsa hélt áfram göngunni. Henni varð
nú starsýnt á götuauglýsingu, sem varð
til þess að ryf ja upp ótal margt, sem hún
hélt að væri gleymt. Þarna var mikil um-
ferð, en hún gleymdi alveg að svipast um
eftir kunningjum. Auðvitað voru leikföng
líka til í bókaverzlun.
Raunar hefði hún nú helzt viljað ganga
fram hjá Thuesens bókaverzluninni, vegna
endurminninganna, sem auglýsingaspjald-
ið hafði ryfjað upp. En hún fór nú samt
rakleitt inn í búðina. Hún sá strax, að í
búðarglugganum var mikið af leikföngum.
Þarna gat hún þá fengið það, sem hana
vantaði.
— Ég er að leita að leikföngum handa
fjögra ára dreng, — og öðrum snáða
tveggja ára, sagði hún rólega, þegar hún
kcm að búðarborðinu.
Bóksalinn var að afgreiða konu, sem var
að kaupa jólakort. Hann leit upp og kink-
aði kolli.
— Leikföngin eru þarna, hinu megin, ef
þér viljið afsaka mig andartak, frú . . .
Þegar hann var búinn að afgreiða kon-
una, kom hann til Elsu.
— Það er nýstárlegt, að sjá þig hérna,
Elsa, sagði hann undur blátt áfram. Auð-
vitað vissi ég, að þú varst komin heim.
En ég var ekki alveg viss um, hvort þú
myndir líta hér inn.
— Ég ætlaði ekki heldur, að koma hér
við. Annars hélt ég, að þú værir annað
hvort í París eða suður á Nýja-Sjálandi.
Vakti það ekki fyrir þér, daginn, sem við
hittumst í Lundúnum?
Á tali þeirra var ekki annað að heyra,
en að það hefði verið tilviljun ein, er þau
hittust í Lundúnum fyrir átta árum: Elsa
á leið til Southampton og heillandi tæki-
færanna í Ameríku, Kai Thuesen á leið til
annarra, enn þá fjarlægari byggða, en í
bili um kyrrt í Lundúnum, að læra bók-
hald á Pitmans-skólanum.
Elsa hafði skrifað honum að heiman,
að hún myndi koma, og hann hafði tekið
sér frídag. Það var sumar, og þau óku
eftir Themsárbökkum, upp í skrúðgrænar
sveitirnar. Um kvöldið höfðu þau farið á
gildaskála, í leikhús, og síðan aftur í gilda-
skála. Hann hafði eytt margra mánaða
vasapeningum í þetta.
Kai yppti öxlum.
— Líttu á, hérna er brunabifreið og
stigar, sem hægt er að hækka og lækka.
Væri þetta ekki hentugt handa eldri
drengnum ?
Hún tók við leikfanginu og virti það fyr-
ir sér.
— Mér var skipað að koma heim, dag-
inn eftir. Jón, „stóri“ bróðir, sem staðið
hafði fyrir verzluninni, frá því að faðir
okkar féll frá, — hafði dáið af slysförum.
Síðan hefi ég ekki haft tækifæri til að
hugsa um utanför.
— Við lofuðum að skrifast á, sagði Elsa
brosandi. — En ég fékk aldrei línu frá
þér.
— Það var auðvitað tilgangslaust að
vera að skrifa, eins og ástatt var. Ég vissi,
að þú myndir ekki taka í mál, að koma
heim í þessa „bannsetta holu“, — eins og
þú kallaðir bæinn okkar í þá daga.
— Maður gleymist fljótlega. Einhvern
veginn frétti ég það, að móðir þín er líka
dáin. Og nú ert þú auðvitað hamingjusam-
ur heimilisfaðir og allt þess háttar?
Kai hristi höfuðið.
— Það hvarflaði að vísu einu sinni að
mér, að selja verzlunina, og svala útþrá
æskuáranna. En þá fann ég það, að ég var
orðinn fullorðinn og eldmóðinn vantaði . . .
Mikið var hann annars skemmtilegur, hann
Tom Walls í „The Cat And The Canary“.
Elsa hló við.
— Æ-ja. Svo hét víst leikurinn, sem við
sáum þetta kvöld. Við fórum út á Themsá
í róðrarbáti, og ég missti annan skóinn
minn í ána. Og þú varst rétt búinn að
hvolfa bátnum og drekkja sjálfum þér,
þegar þú varst að ná honum.
Kai horfði á hana andartak. Elsa roðn-
aði við.
— Ég varð að þurrka sokkinn og skóinn
í sólskininu. Og áður en björgunarmaður-
inn lét aftur á mig skóinn, kyssti hann
fótinn á mér með lotningu. Þú varst ákaf-
lega rómantískur, þegar þú varst ungling-
ur. Slíkt hefir aldrei komið fyrir mig síðan.
Aftur hló hún. En af augnaráði hennar
var auðráðið, að þetta var eins konar
játning.
— Þú varst ákaflega yndisleg stúlka.
En hugmyndir þínar um rétt konunnar og
skyldu til þess að ryðja sér braut, þær voru
ósköp afkáralegar. Mér datt þess vegna
í hug, að ef ég settist að í Ástralíu eða
Nýja-Sjálandi, og mér tækist að fá þig
þangað til mín, þá myndi mér takast að
tína þessar hugmyndir úr kollinum á þér.
— En daginn eftir vaknaðir þú af þess-
um draumum við það, að þér var skipað að
koma heim og gegna skyldu þinni. Elsa
varp öndinni. Ég skal fúslega kannast við
það, að hún var f jarskalega hnuggin, unga
stúlkan, sem komin var út í Ameríkuskip-
ið í Southamton, daginn eftir. Það lá jafn-
vel við, að ég gugnaði, og færi aftur til
Lundúna. En mig langaði til að komast
áfram. Og það jók mér þrek. Og enn brosti
hún. — Ég er viss um, að Finni þykir gam-
an að bifreiðinni. En hvað á ég að velja
handa yngri drengnum?
Hún litaðist um.
—'Annars var mér að detta í hug að
gerast ósýnileg á morgun, sagði hún svo.
Taugarnar í mér þola ekki f jölskyldu- jóla-
glaðning. Veizt þú ekki um einhverja nota-
lega krá, einhvers staðar nærliggjandi ?
Nú kom nýr viðskiptamaður inn í búð-
ina, og Elsa var að skoða leikföngin á
borðinu á meðan Kai afgreiddi hann. Þegar
hann kom aftur, var hann raunalegur á
svipinn.
— Það væri alveg ófyrirgefanlegt, gagn-
vart fólkinu þínu, að laumast í burtu, sagði
hann. Þau hafa hlakkað svo mikið til þess,
að hafa þig hjá sér og vera með þér þetta
aðfangadagskvöld.
Hún stundi við.
— Þú ert þá svo göfuglyndur, að fóma
sjálfum þér?
— Ef satt skal segja, þá er ég það ekki.
Ég á systur, sem er gift kona í höfuðborg-
Framhald á bls. 36.