Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 29
VIKAN, nr. 51, 1940
27
eilítið aftur á bak. Rauða hárið bylgjast
og liðast umhverfis það. Lissa snýr ekki
höfðinu á móti P. Hún rennir aðeins aug-
unum til hans og hann fær reykjargusu
beint í andlitið.
— Þú kemur snemma.
— Þetta hefir verið slæmur dagur,
Lissa.
P. er kominn inn í ljóshringinn. Lissa
réttir honum hendina. P. réttir vinstri
hendina á móti. Særðu hendina geymir
hann í vasanum.
— Hvað er nú að?
P. sýnir Lissu hendina. Hún er alblóðug
og dökkir dropar falla á borðið.
— Ertu fullur ?
— Já, lýgur P.
— Hefirðu verið í slagsmálum?
— Já.
— Ertu nú orðinn fulltíða maður, fyrst
þú biður ekki fyrirgefningar.
— Lissa, ég sé ekki annað en þú verð-
ir nú að fara héðan í burtu.
Ljósið varpar daufum bjarma á andlitið
á P. Lissa sér að hann horfir undan.
— Ertu með eitthvað í kollinum, dreng-
urinn minn?
Háðsyrði hennar koma honum til þess
að líta á hana.
— Lissa, ég vil ekki gera þér illt, en
skilurðu ekki að þetta getur ekki gengið
svona lengur?
— Ne-hei, það skil ég ekki. Lissa stend-
ur á fætur. — Segðu mér, er það mikið,
sem þú meiddir þig á hendinni?
— Þú skalt ekki hugsa um það, Lissa.
Þú skalt yfir höfuð ekki hugsa neitt um
mig.
Lissa færir sig nær P. svo að hnén
snertast. — Ósköp áttu bágt. Hún leggur
hendurnar um votan háls hans og þrýstir
brjóstinu að honum, en P. er óbifanlegur.
Hann hefir aftur snúið augunum frá henni.
Ætlarðu þá að fara Lissa?
— Já. Hún starir á hvítuna í augum
hans. Hún lætur handleggina síga niður
af öxlunum á honum, niður eftir handleggj-
unum, niður að blæðandi hendinni. Ein-
hvern tíma hlýtur hann að gugna. Að lok-
um hlýtur hann að renna augunum til
hennar.
En P. lítur ekki við henni.
— Jæja, vertu þá sælll
— Vertu sæl, Lissa.
Lissa gengur yfir að rúminu og fer í
kápuna sína. P. lætur fallast niður á kass-
ann og leggur báða handleggina langt upp
á borðið. Hann lítur ekki í þá átt, sem
Lissa er. Hann skal sigra.
Lissa setzt aftur við borðið framundan
ljósinu og farðar sig. P. finnur hina sér-
stöku lykt og snýr til höfðinu. Lissa er
með tár í augunum. Er Lissa þá svona
góð þrátt fyrir allt.
Hún stendur á fætur. Nú fylgir P. henni
með augunum. Hún fer ekki til dyranna.
Lissa fer yfir í hornið og sækir vatn í
brotið fat.
— Eg ætla að binda um hendina á þér,
áður en ég fer. Hún lætur fatið á borðið.
P. er farinn að hrista höfuðið hægt og
vandræðalega. Nú opnar hann augun og
réttir Lissu særðu hendina.
— Þú ert alveg gegndrepa, viltu ekki
koma þér í rúmið? Rödd hennar var mild.
P. svarar: — Jú, þegar þú ert farin.
Hann situr kyrr og lætur Lissu þvo blóðið
af hendinni.
Lissa lítur ekki á hendina. Hún horfir
á andlitið á honum, vonast eftir, að hann
fari nú að renna til hennar augunum.
Hún er búin að þvo burt blóðstorkuna.
IJr djúpum skurðinum kemur nýtt blóð.
Hún strýkur mjúkt og elskulega um hina
særðu hönd. Nú sér hún, að augnalokin
bærast. — Hefir þú einhverja dulu, P., eða
hreinan vasaklút?
— Þú veizt það eins vel og ég, að ég
hefi það ekki, Lissa. Nú opnar hann aug-
un alveg. Lissa stendur og heldur um
hönd hans, stríkur hana svo einstaklega
flírulega og horfir inn í augu hans. Hvað
Lissa vesalingurinn er raunaleg, aumingja
Lissa, hugsar P.
Lissa lítur í kringum sig, eins og hún
sé að gæta að einhverju, — en einkum
horfir hún þó á P. Nú er farið að bráðna
úr honum, bráðum sigrar hún einu sinni
enn. Þegar augu hans eru orðin lítil og
dreymandi veit hún að hættan er liðin hjá.
En P. segir enn þá einu sinni: — Farðu
nú, Lissa.
— Já, — en nú veit ég það. — Lissa
stígur öðrum fæti upp á kassann og lyft-
ir upp kjólnum. P. sér það, hnéð, bleikar,
glansandi silkibuxurnar. Ofur hægt og
gætiiega þreyfar hún niður í sokkinn. Hún
ber sig til eins og þetta sé svo afar erfitt
og þar sé ekki neitt að finna af því, sem
hún leitar að. P. sér hvernig kjóllinn þok-
ast hærra og hærra. Nú sér hann ekki
augun í Lissu. Það grænmatar í þau. Hann
sér ekki lymskubrosið á andliti hennar.
Lissa hefir fundið það, sem hún leitar að,
vasaklútinn sinn. Hérna er hann, P.
Meðan Lissa bindur um sárið, þrífur P.
um hendur henni. — Lissa.
Og ástríðan brennur í augum hans.
— Lissa, Lissa mín, vertu hjá mér.
Lissa sezt á hné hans. Hann lætur blítt
að líkama hennar, gætilega, með varúð. P.
er hissa á því, að hann skyldi geta hugsað
ljótt um hana Lissu.
— Nú gerir þú það fyrir mig að fara
aðeins svolitla stund út. Það er maður,
sem bíður eftir mér.
— Lissa, á það að vera í síðasta sinn,
sem þú ert með ókunnugum mönnum í
rúminu mínu?
— Heyrðu, góði minn, ættum við ekki
heldur að segja, að það skuli vera í síð-
asta sinn, sem þú drekkur þig fullan og
lendir í slagsmálum og gleymir að koma
heim með peningana.
— P. fer. Þegar hann hefir gengið
nokkur skref frá skúrnum snýr hann sér
við. Skuggi af manni færist fram með hús-
hliðinni. Eftir litla stund heyrir hann
hlátur. Lissa hlær svo fallega.
P. ráfar um í myrkrinu og rigningunni
langa stund. Hann hittir nokkra kunn-
ingja, sem gefa honum öl.
Að morgni selur P. blöð á ný. Annað
kvöld afhendir hann Lissu peningana og
fer svo út í myrkrið. Og svo mun það
'verða hinn daginn. Og á hverjum degi og
hverri nóttu mun það ganga á þennan
hátt, þangað til að P. verður orðinn gam-
all. Eða kannske að Lissa verði gömul,
eða ef til vill fer hún sína leið.
Kvikmyndirnar lokka.
Inga Blomquist frá Boston varð til þess að
koma upp um tvo stórsvindlara, sem höfðu gert
það að atvinnu sinni að bjóða ungum, auðtrúa
stúlkum að koma þeim á framfæri í kvikmynda-
borginni Hollywood fyrir þóknun frá 100—2000
krónur. Á annað hundrað stúlkur höfðu látið
ginnast af þessu. Lögreglan er að leita að tví-
menningunum.
Hver var dauðaorsökin?
Ríkur Englendingur keypti fyrir nokkru
rúm í Florens, sem álitið var að Cesare
Borgia hefði átt. Hann lét setja það upp í
gestaherberginu sínu, og fyrsti gesturinn,
sem hlaut þann heiður að sofa í því, var
amerískur vinur hans. Morguninn eftir
fannst hann dauður í rúminu. Læknirinn
taldi dauðaorsökina hjartaslag. Þetta var
ákaflega leiðinlegt atvik fyrir Englending-
inn, en út yfir tók þó, þegar næsti gestur,
sem svaf í því, fannst einnig dauður um
morguninn og af hjartaslagi, eins og sá
fyrri. Englendingurinn réði til sín leyni-
lögreglumann, sem ótrauður lagðist til
svefns í þessu dularfulla rúmi. Morguninn
eftir var hann líka dauður. Nú lét eigand-
inn opinberlega í ljósi grun um það, að
hann grunaði þjóninn um þessa glæpi, og
til þess að hreinsa sig af öllum grun, varð
þjónninn að bjóðast til að sofa eina nótt
í rúminu. Hann vaknaði aldrei framar.
Lögreglan vissi ekki, hvað hún átti til
bragðs að taka, og ef ekki liefði af til-
viljun komið efnafræðingur í heimsókn til
Englendingsins, er ekki gott að vita,
hvernig farið hefði.
Efnafræðingurinn stakk upp á því, að
rúmið og saga þess yrði rannsakað ná-
kvæmlega. Við þessa rannsókn kom í ljós,
að Cesare Borgia, sem uppi var á miðöld-
um, hefði látið væta dýnuna og rúmteppið
í eiturvökva, sem fyrir áhrif líkamshitans
breyttist í eiturgufur. Og svo endingar-
gott var eitrið, að gegnum allar þessar
aldir hafði það varðveitt eiginleika sína.