Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 12
10 VIKAN, nr. 51, 1940 Arið 1901 var prentuð suður í Flórens á kostnað próf. Willards Fiskes, skákvinarins og íslandsvinarins, nýstárleg bók: „Nokkur skákdæmi og tafl- lok eftir Samúel Loyd og fleiri“. Bókin er prýðilega úr garði ger, og eru í henni meira en 300 skákdæmi; af þeim er þriðj- ungurinn eftir Samúel Loyd. Þetta nafn mun hafa verið ókunnugt að mestu hér á landi, áður en þessi bók kom út, en Samúel Loyd var þá fyrir löngu orðinn frægur um allan heim fyrir skákþrautir sínar, en í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, var hann auk þess hverju mannsbarni kunnur fyrir reikningsþrautir, heilabrot og hvers konar gestaþrautir, sem hann bjó til og gaf út. Samúel Loyd fæddist í Philadelphiu 30. jan. 1841 (1. janúar segir í Nokkur skák- dæmi og tafllok, en hin dagsetningin er í bók Loyds, Chess Strategy). Hann tók Nr. 1 (1857). SVART snemma að iðka skák og var mjög bráð- þroska í þeirri grein. 14 ára gamall samdi hann fyrsta skákdæmi sitt, og var það þá þegar birt á prenti. Fyrstu skákdæmi hans voru viðvaningsleg, en hann tók undra- skjótum þroska, og þegar hann var 16 ára, var hann kominn í fremstu röð skákdæma- höfunda í Ameríku, og af mörgum talinn snjallastur allra. Á þessum árum samdi hann ógrynnin öll af skákdæmum. Til marks um það, hvers álits hann naut þá þegar, er hér þýdd orðsending, sem prent- uð var í skákdæmadálki einum, þegar Loyd var 15 ára: „Eugene B. Cook, Hoboken (frægur skákdæmahöfundur): Þér hafið svo mikið orð á yður, að þér getið vel sýnt veglyndi; vér gerum ráð fyrir, að þér munuð ekki styggjast, þó að vér birtum dæmi yðar í lesmáli, en eftirlátum skák- borðsmyndina hinum unga vini vorum, Samúel Loyd. Nr. 2 (1858). SVART Nr. 3 (1859). SVART HVlTT. Hvítt mátar í 3. leik. Nr. 4 (1892). SVART HVlTT Hvítt mátar i 3. leik. Nr. 5 (1869). SVART HVlTT Hvítt mátar í 2. ieik. Nr. 6 (1878). SVART HVlTT Hvítt mátar í 2. leik. HVlTT Hvítt mátar í 3. leik. HVlTT Hvítt mátar í 2. leik. Loyd, sem er einn efnilegasti skákþrauta- höfundur, er vér þekkjum til. Hann er ekki nema unglingur, en það fer ekki hjá því, að hann nái hinni mestu fullkomnun í þessu efni, ef hann heldur svo fram stefn- unni. Hann semur skákþrautir á hverjum degi, sumar góðar, sumar í meðallagi og sumar auðvitað lélegar. Ef hann léti sér nægja eina á mánuði, mundi hróður hans vaxa enn meir.“ Frá þessum árum eru nr. 1—3. Loyd batt snemma vin- áttu við Willard Fiske,sem þá gaf út skáktímarit (Chess Monthly). — Þar birti Loyd margar þrautir sínar. W. Fiske samdi skemmtilegar smásögur, þar sem fyrir koma hinar ótrúlegustu skákþrautir, en þær lagði Loyd til. Sumt af þessu var síðar prentað í „I uppnámi“ og er íslenzkum skákmönnum kunnugt þaðan. Það er ekki tilætlunin að segja hér æfisögu Loyds. Hann náði háum aldri (d. 21. apríl 1911) og var sístarfandi alla æfi. Áhugi hans á skákþraut- um dvínaði þó brátt og hann fór að sinna öðrum störfum, öðrum þrautum: gestaþrautum, heilabrot- um, reikningsþrautum, og hafði hann geysimiklar tekjur af þeirri starfsemi. Þó tók hann við og við skorpur og samdi þá skák- þrautir af sama kappi sem í næsta mánuði eru hundrað ár liðin frá því að skákþrauta- snillingurinn Samúel Loyd fæddist. I því tilefni hefir Vikan beðið Pétur Sigurðsson háskólaritara að segja nokkuð frá Loyd og þrautum hans. Samúel Loyd.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.