Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 37

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 37
VIKAN, nr. 51, 1940 35 GJÖF SORGARINNAR. Framhald af bls. 8. ist hann þá mannfundi og fór mjög ein- förum. Það mun ekki hafa verið létt að lifa á bónbjörgum með styrki, og hefir því alltaf beðið um minna en hann þurfti. Þegar svo veikindi og önnur óhöpp báru að höndum, stóð hann berskjaldaður, því fylgdu líkamlegri vanheilsu hans ávallt þungar áhyggjur og andvökur, og ein- stæðingsskapurinn svarf þá fast að hon- um. Því að þrátt fyrir það, þó að Jónas bæri gæfu til að eignast marga góða vini, þá mun honum þó hafa fundist hann ganga einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum. Sorgir lífsins voru margar og yfir þær fyrndist aldrei, þær flykktust að honum á erfiðum stundum, þegar þrekið brast og örvæntingin ríkti einvöld í húmi sóllausra daga og langra nátta. Það var sérkennandi fyrir ást Jónasar til ættjarðarinnar, hve ástvinamissir hans varð honum margfaldur sársauki vegna tjónsins, sem ættjörðin beið. I þessu sam- bandi vil ég vitna í þrjú af erfiljóðum hans. Við fráfall systursonar síns, sem var honum svo hjartakær, yrkir hann: „Gott hugði eg til af guði senda ylinn að ala, ást að festa — ættjörðu skyldi ungur renna kvistur af stofni fyrir krepptan reir.“ Með dauða Tómasar Sæmundssonar var höggvið stórt skarð í vinahóp Jónasar, þar missti hann einlægan, óeigingjarnan og ástríkan vin og mikilsverðan starfsfélaga. Sorgin hitti hann óviðbúinn og var mjög sár, þá varð honum það eitt til harmalétt- is að hann trúði því ,,að látinn lifir“, því „Hvað væri ella guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða?“ Jónas trúði á æðra líf, að loknu hinu jarðneska, en hann trúði ekki að því lífi væri eytt, ef svo mætti að orði komast, við sálmasöng og pálmaburð. Hann trúði á framhaldandi starfslíf, samanber síðustu ljóðlínurnar í erfiljóðinu eftir Tómas Sæ- mundsson: „Flýt þér vinur, í fegri heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu að vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim.“ í sorg sinni eftir vininn látna verður honum missir f jallkonunnar ef til vill sár- astur, hann varpar fram þessari spurn- ingu í undrun sinni og kvöl: „Hví vill drottinn dýrðarríkur duftinu varpi jafnskjótt slíkur andi hennar mesta manns? Hví vill drottinn þola það, landið svifta svo og reyna, svifta það einmitt þessum eina, er svo margra stóð í stað?“ En lífið deyr ekki, lífið lifir, og því mun andi Tómasar Sæmundssonar halda áfram eftir burtför hans að vera þjóð hans til blessunar. Hið þriðja erfiljóð, er ég vil vitna til, var ort við hið sviplega og átakanlega frá- fall séra Þorsteins Helgasonar í Reyk- holti. Þar líður skáldið dauðann með vini sín- um og skilur allt — bæði á landamærum lífs og dauða. Hann skilur að hin sterka, eldheita ættjarðarást veldur óbærilegri kvöl, því að: „góður sonur getur ei séna göfga móðir með köldu blóði viðjum reirða og meiðslum marða, marglega þjáða og fá ei bjargað.“ Vökin í hinum bláa ís verður hið síð- asta athvarf, þar finnur sært hjarta frið- inn í faðmi dauðans. En vinirnir standa hryggir eftir innan landamæra lífsins, stara út í bláar og hvítar vegleysur him- ins og hauðurs og skilja ei vilja drottins. En einn var sá er skildi, og enn gekk hann fram fyrir þjóðina með ljóð, sem ritað var hans eigin hjartablóði, enn hvatti hann þjóð sína til framfara og frægðar- verka, um leið og hann skýrði sorgarat- burðinn um vininn, sem „fríður og ungur hneig í stríði.“ ,,. . . að vonum því hann var góður sonur.“ Lund Jónasar var viðkvæm og dul, sárs- aukann sjáum við leiftra í ljóðum hans, vér rennum grun í dýpt harma hans, án þess að megna að kanna hana. Ef til vill átti hann ekki sjálfur orð til að tjá þá. Það veldur honum stundum undrunar að hjarta hans skuli ekki bresta, og þá getur hann komizt svo ankannalega að orði: „Einatt það mér yndi jók, eg er gerður úr steini og tré.“ Sorgin fylgdi honum að leiðarlokum, heitar og kaldar voru hendur hennar, en sársaukinn er hún veitti honum átti í sér helgi fólgna. Hefir hann ekki einmitt skil- ið fegurð hennar og göfgun og fró örvænt- ingarinnar er hann yrkir: „Harmaðu þreyttan þig á nótt og degi í þögn og kyrrð svo hrygðin ríkja megi.“ Vér vitum fátt um ástir Jónasar, nöfn nokkurra kvenna hafa að vísu verið nefnd í sambandi við hann, og þar ber nafn Þóru Gunnarsdóttur skærastan ljóma; því hefir hún af mörgum unnendum Jón- asar verið til þess kjörin að vera ástin í lífi hans, konan, sem hann þráði og harm- aði til dánardægurs, konan, sem hann sá í allri fegurð himna og heima. En hversu mörgum konum, sem Jónas hefir unnað þá þekkjum vér þó þá stað- reynd að engin þeirra varð eiginkona hans — og er það þá fjarri að hugsa sér það, að í raun og veru hafi hann aðeins unnað einni konu, þeirri konu, er hann skóp í draumum sínum og gæddi öllu því fegursta, er hann þekkti og þráði? Sú kona bar ef til vill svip þeirra kvenna, er Jónas mætti á leið sinni, hún átti þá rödd, er hann hafði fegursta heyrt, þá sál er hann vissi hréinasta. En þrátt fyrir það, þá var hún þó fyrst og fremst draumur hans um konuna — draumur, sem aldrei rættist — og draumarnir eru alltaf fegurstir. Með þessu er ekki verið að reyna að varpa rómantískum ljóma yfir manninn Jónas Hallgrímsson, því fer fjarri, orðs- týr hans þolir það vel, að þess sé einnig minnst, sem hann átti af mannlegum breyskleika. Ástir hans hafa eflaust ekki ætíð verið bundnar hinum æðstu hugtök- um um ást. Jafnvel Jónasi Hallgrímssyni hlýtur að líðast það að hafa haft frum- stæðar tilfinningar, hafa stigið á bálið. „Kærðu þig ekki neitt um neitt, þó nú sé farið að verða heitt; brenndu mig upp til agna . . .“ En hann brann ekki upp til agna, hann átti eitthvað í eðli sínu, sem var ósnortið, barnslegt og hreint, hann átti sinn fagra draum um konuna, sem fylgdi honum í dauðann. „Styð eg mig að steini, stirðnar tunga, blaktir önd í brjósti, hnigið er heimsljós, himinstjörnur tindra — eina þreyi eg þig.“ Að minnast æfiloka Jónasar Hallgríms- sonar er sem að hreyfa við opinni und, svo hörmulegur varð viðskilnaður hans að enn tekur þjóðina í það mein. Vorið áður en hann lézt sendi hann kveðju heim að Fróni, yndislega sonnettu, sem ber í sér allar hans hjartans óskir, hann biður þar að heilsa öllu, sem honum þykir vænst um heima, en þó einkum ís- lenzkustu ungmeynni ■— því að það er stúlkan hans. Vetrarlangt sóttu hann harmar heim, hann var sjúkur og þreyttur og þráði dauða. Skammdegismyrkrið grúfði yfir sál hans, óheillavænlegt og örlagaríkt. Hann hraktist einn í dimmum harma bár- um, og fann hvernig „hjartað brjóstið ber, er blóðið logar þar í djúpum sárum.“ Andvakan rændi hann miskunn svefns- ins. „Fátt verður þeim til bjarga, sem nóttin níðist á.“ Hvernig gátu blóm hjarta hans lifað í því heljarmyrkri og kulda, sem umlukti hann? Og þó — lífslöngunin er langæ, enn þráði hann lífið, þráði heita geisla sólar- innar, þráði nýtt líf, því að þrátt fyrir allt þá átti hann þó enn huga síns sjálfs „í hjarta þoli vörðu“. Þegar vorið kom var það um seinan, hann .var dauðadæmdur. Jónas Hallgrímsson dó vorið 1845. Og þó lifir hann enn á meðal vor samur og nýr í nærfellt hundrað ár. íslenzkastur allra íslandssona, ástvinur Huldu. Vér

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.