Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 35

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 35
VIKAN, nr. 51, 1940 33 Véfréttin. Mörjí ung og upprcnnandi stúlka þráir að i'á að vita það er hér segir: Hver muni verða maðurinn hennar; hvernig hann muni biðja hennar; hvemig hann muni verða útlítandi; hvort hann mmii verða auðugur eða snauður; góður eða vondur; hvort hann muni clska hana mikið eða lítið; hvernig brúðkaupið muni verða, og hvar hún muni búa. Sem betur fer, höfum vér fengið áreiðanlega véfrétt i þessum efnum. Hana höfum vér fengið sem arf frá forfeðrum vorum, eða formæðrum öllu heldur, er höfðu sjálfar gengið úr skugga um, hve skýrt og skorinort hún tjáði slík tíðindi, — ef hún þá aftók ekki með öliu, að um nokkra giftingu væri að ræða. — Þessi ómissandi véfrétt er spilaspálistin. Vilji einhver stúlka vita alla þessa hluti, er nú vom nefndir, verður hún að leggja spilin sjö sinnum. Hver verður maðurinn þinn? f>ú skalt taka aila gosana fjóra úr spilunum, og laufaásinn. Spil þessi leggur þú svo upp í loft á borðið. Gosarnir tákna þá menn, er stúlkan sú, sem spáð er fyrir, getur valið í milli. Einn þeirra, það er að segja sá, er stúlkan hefir mestar mætur á, þarf ekki að vera nafngreindur. En hina skal nefna sínum réttu heitum. Ef stúlkan á einhverjar vinkonur, sem viðstaddar eru, ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því að skira gos- ana. En laufaásinn táknar piparmey. Þessu næst er stúlkan látin draga eitthvert spil úr stokknum. Skulum við þá gera ráð fyrir, að hún dragi hjartaþristinn. Þá er og „sort“ henn- ar hjartasortin og táknar hjarta- drottningin hana sjálfa. Spádómslist- in byrjar nú með því, að tekið er hvert spilið á eftir öðru, og þeim rennt undir þessi spil, er liggja á borðinu; er byrjað að leggja undir það spil, er liggur til vinstri handar og svo í röð undir hin fjögur. Og þegar búið er að leggja alla röðina, er byrjað að nýju, unz hjartadrottn- ingin kemur. Ber að taka eftir því, undir hvaða stokk hún kemur, því hér getur að lesa hið fyrsta svar vé- fréttarinnar. Fyrsta hjartaspilið, er liggur næst fyrir ofan hjartadrottninguna, tákn- ar það, að mannsefnið heilsar stúlk- unni, og verður maður að snúa því þannig (sjá 1.). Þegar svo þetta sama hjartasjpil kemur næst, þegar spilin eru lögð fyrir ofan hjartadrottning- una, þá merkir það, að mannsefnið talar við hana, og er þá spilinu snú- ið þannig (sjá 2.). Og þegar það kemur þriðja sinn, þá merkir það, að maðurinn sækist eftir hcnni. Og er því þá snúið þannig (sjá 3). Og þegar það svo kemur í fjórða skipti, þá merkir það bónorðið. Þegar hjartadrottningin er komin í ljós, eru öll spilin tekin og stokkuð, að undanskildum þessum fimm, sem lögð voru fyrst á borðið, þ. e. gos- unum og laufásnum. Og það getur vel atvikast svo, að allir þessir fjórir menn geri bæði að heilsa stúlkunni, tala við hana, sækjast eftir henni og biðja hennar, því slíkt ber stundum við í lífinu. En þegar fyrsta bónorð- ið er komið, verðum við að leggja það sérstaklega á minnið og athuga hverju hún svarar. En svar hennar kemur í næsta þætti. Ef hjartadrottningin fellur undir laufaásstokkinn, þá merkir það, að stúlkan verður ólofuð, þegar hún er orðin tvítug. Komi hún undir sama stokk annað sinn, merkir það, að hún verður ólofuð, þegar hún hefir fimm um tvítugt. Og fari eins þriðja skipt- ið, þá merkir það, að ástarguðinn hefir ekki enn komið fram á sjónar- sviðið, þótt undarlegt megi heita. Og fari þannig hið f jórða sinn, — því svo örg geta forlögin orðið, — þá er auð- sætt, að stúlkan á fyrir sér að enda aldur sinn sem piparmey. Og þegar búið er að leggja spilin þannig fjór- um sinnum, er ekki til neins að spá frekar fyrir vesalings stúlkunni. Þá er útséð um, að hún muni ekki gift- ast. Eins og gefur að skilja, getur vé- fréttin alveg eins sagt fyrir um gift- ingu karlmanna. Og þær breytingar, sem verður að gera á spádómsaðferð- inni, getur hver meðalgreindur mað- ur gert sjálfur. Það er og ef til vill rétt að geta þess hér, að margur ungur karlmaður hefir mikinn hug á því að vita, hver muni verða konan hans og hvemig bónorðið muni tak- ast o. s. frv. Fær hann „já“ eða „nei“? Nú hefir maðurinn komið og beðið hennar. En þá er eftir að vita, hvemig hún tekur honum. Spilin eru stokkuð vel og vandlega. Síðan er þeim flett upp hverju á eftir öðm, og segir maður þá við hvert spil ,,já“ eða ,,nei“ á víxl, þannig ,,já“ við fyrsta spil og ,,nei“ við annað og ,,já“ við þriðja o. s. frv. Og þegar svo hjartadrottn- ingin kemur, fer svarið, er biðillinn fær alveg eftir því, hvort ,,já“ eða ,,nei“ fellur á hana. Ef það er ,,já“, er þegar byrjað á þriðja þætti. En sé það „nei“, þá er sá biðillinn, er hefir fengið hryggbrotið, tekinn burt af borðinu. Er þá byrjað aftur að nýju á fyrsta þætti, unz biðill er kom- inn, ef piparmærin hefir þá ekki hramsað stúlkuna. Hvernig mun hann verða útlítandi? Til þess að fá að vita þetta, er ekki annar vandinn en að leggja spilin sem hér er sýnt. Verður að gæta þess, að hafa þau öll á grúfu. Til þess nú að vita, hvað þessi spá- dómur leiðir í ljós, snýr maður spil- □ h.-> I---------------------------- /V.f unum við. Byrjar á efsta spilinu. Ef það er svart, þá merkir það, að mað- urinn sé svarthærður, en ef það er rautt, þýðir það, að hann sé ijóshærð- ur. En ef ennis spilið er svart, þá er nokkum veginn víst, að maðurinn er fremur skyni skroppinn, en sé það rautt, er hann gáfaður. Ef bæði augna spilin eru svört, þá þýðir það, að hann er dökkeygður, en ef þau eru bæði rauð, er hann bláeygður. En sé annað þeirra svart en hitt rautt, þá er ekki því að leyna, að maðurinn er rangeygður. Ef munn spilið er rautt, er hann maður fríður sýnum, en sé það svart, er hann ekki fríður og fremur leiðinlegur. Ef handleggja spilin eru bæði rauð, em handleggir hans fagrir, en ljótir og luralegir, ef spilin eru bæði svört. En sé annað svart og hitt rautt, eru handleggir hans skakkir eða snúnir og hið sama er að segja um fætur hans. Ef hjarta spilið er rautt, er hann valmenni, en sé það svart, er hann líklegur til að verða harðstjóri. Ef peninga spilið er rautt, er maðurinn auðugur, en sé það svart, er hann blásnauður. Allt þetta er að vísu gott að vita, en þó vil ég minna ungfrúna á það, að hún hefir nú sagt „já“, og hér verður þvi vart um þokað. Mun hann unna henni mikið? Til þess að ganga úr skugga um þetta, þarf ekki annað en taka spil unnustans (gosann sem táknar hann) og stinga því inn í stokkinn. Þar næst á að stokka spilin. Að því búnu er spilunum flett upp hverju á eftir öðm og þulin þessi góðkunna spá- þula, hvað eftir annað: „Elskar hann mig af öllu hjarta, yfir máta, ofur heitt, harla lítið og ekki neitt." — Það svar, er fellur á gosann, sýnir til- finningar mannsins. Hvar mun hann biðja hennar? Hvar mun hann biðja hennar? Ger- ir hann það á dansleik, eða á skemmtigöngu, eða innan fjögra veggja heimilisins eða ef til vill skrif- ar hann henni reglulegt bónorðsbréf ? Fyrir þetta má komast með því, að hafa sömu aðferð og í síðasta þætti, nema hvað maður hefir aðra þulu, og er hún á þessa leið: Dansleik, bréfi, úti, inni. Og er hann þá látinn sjálfur gefa hið rétta svar. Því komi gosinn þegar sagt er t. d. „bréfi“, er auðsætt að hann muni skrifa henni bónorðsbréf. Hvernig fer brúðlsaupið fram? Þá má geta nærri, að ungfrúin vill fegin fá að vita, hvernig hún ferðast Framhald á bls. 36.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.