Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 10
8 VTKAN, nr. 51, 1940 arensen fagnar hann því að svanurinn flaug til sóllanda áður en hann ellisár sæi: „hrafnaþing kolsvart í holti, fyrir haukþing á bergi.“ Ef til vill hefir Jónas Hallgrímsson aldrei verið harðorðari en þegar hann stakk niður penna til þess að kveða niður þann þjóðarósóma, er hann taldi rímurnar vera. Til þeirra rakti hann fordild og fá- ránleik íslenzkrar ljóðagerðar, hið saman- skrúfaða form. Hann þoldi ekki flekkina á skrúða þess máls, er guðir höfðu mælt. Knúinn af heift og harmi, en þó mest af ást til þjóðar sinnar vann hann þann glæsilega sigur, að endurvekja málsmekk manna og gefa þeim svo fagurt fordæmi, að allir vilja eftir breyta. Allar árásir Jónasar Hallgrímssonar voru árásir á stefnur eða stefnuleysi, mál- efni en ekki menn, og allar voru þær frá sömu rót runnar, frá ást hans til ættjarð- ar og þjóðar, sem honum var í blóðið borin, og hinni djörfu löngun hans til að endur- vekja íslenzkt þor. Hann spyr alla þjóðina: „Veit þá engi, að eyjan hvíta, á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða?“ Hann skorar á landslýðinn að „létta svefnhettu“, því að enn sé nóg að vinna. Fjallkonan er hin raunverulega brúður Jónasar. Hulda, þjóðarsálin, sem býr í sjálfri náttúrunni, hin sólfagra mey, er hann gengur til fundar við sumarnóttina yndislegu. Hann sezt við fossinn og syng- ur. Það er óbrotinn söngur, er berst yfir dali og hlíðar, fegurstur fyrir látleysi sitt og kærleika, og fyrir sorgina, sem alltaf leikur á einn strenginn. Þessa nótt sér hann sýnir. Eggert Ólafs- son birtist honum í sædrifnum klæðum. Svo heit er þrá hans eftir að líta land sitt á ný, að hann hverfur frá dánarheimum, til þess að sækja fund Huldu og dveljast með henni stutta stund í faðmi sumamæt- urinnar. Þetta er eins og Jónsmessudraum- ur. Blómin eru sálu gædd, þau bregða blundi til þess að gleðja skáldið góða. Eggert ávarpar þau, honum finnst svo margs að minnast og veit, að einnig þau hafa engu gleymt. Hann biður þau að prýða lengi landið það, sem lifandi guð hefir fundið stað. Það gleður hann að hitta þau öll aftur, og þó vekur ef til vill sóleyjan honum mestan fögnuð. Hann sér, hve syfjuð hún er, hve örðugt hún á með að halda sér vakandi, og því spyr hann: „Vesalings sóley, sérðu mig?“ Eftirlátur eins og ljúfur faðir segir hann sóleyunni að sofa vært og byrgja sig, því að: „hægur er dúr á daggamótt; dreymi þig ljósið, sofðu rótt.“ Nýr flugmarskálkur. Sir Charles Frederick Algernon Portal hinn nýi flugmarskálkur Englands, sem tók við of Sir Cyril Newall. Hann hafði áður á hendi stjóm sprengjuflugsveitanna, sem farið hafa í nætur- leiðangra til meginlandsins og þótti takast það svo vel, að nú hefir honum verið falin yfirstjóm orustuflugsveitanna líka. „Of fögur.“ Stúlkan á myndinni heitir Virginia Martin. 1 nýafstaðinni fegurðarsamkeppni í Akron, Ohio, i Bandarikjunum, felldi dómnefndin þann úrskurð, er hún veitti fyrstu verðlaun, að Virginia væri ,,of fögur“ og kæmi því ekki til greina, hvað verðlaun snerti. Hún hafði unnið svo oft fyrstu verðlaun á fegurðarsamkeppni á ýmsum stöðum, að þáttakendurnir mótmæltu því, að hún kæmi nú til greina. Óneitanlega er þetta fögur og spengileg stúlka, en að hún sé ,,of fögur“ finnst oss nokkuð mikið í lagt. Svo vel þekkir enginn sóleyna og getur henni nærri. Þetta er fegursti ástaróður Jónasar til íslenzks gróðurs. Og þennan óð leggur hann á tungu Eggerts Ólafsson- ar, þess manns, sem hann telur beztan og glæstastan allra landsins sona. Hann læt- ur smalann lýsa honum, fráleik hans og vizku, og þjóðarsorginni yfir hinu sviplega fráfalli hans, en einnig þjóðarvissunni um það, „að nú er hann kominn í lífsins láð, og Iifir þar sæll fyrír drottins náð“. Þarna er ódauðleikatrú alþýðunnar framsett á svo óbrotinn hátt, að það er eins og hugs- nnin búi enn í huga skáldsins, en hafi aldrei verið felld í formsins bönd. Það dagar. Morguninn seilist upp úr svölum austurstraumum, léttur og hreinn líður blærinn yfir döggvaða jörðina. Og þannig er skáldinu návist Huldu „sem ljós- ið jörð á votri óttu“. Hann kveður hana, þegar „dagur fyllir dalinn“. Og Hulda hverfur til bústaða sinna „djúpt und bergi bláu“. En skáldið geymir minningu hennar alla daga. I ljóðum Jónasar Hallgrímssonar um ís- lenzka náttúru birtist ef til vill hans mesti fögnuður. Þar lítur hann þá dýrð, sem er söm um aldir, og þó lífi gædd, og þess lögmáli undirorpin. Hver hefir gefið oss glæstari lýsingu af landi voru en hann? Meiri hásumar heiðríkju og hlýrri fegurð, og þó — hvílík tign og veldi. Öllu því, sem hann yrkir um, ann hann og biður fyrir því. Hann biður sólina að hella geislum sínum yfir dalinn, en hnjúkafjöllin helgu og háu að vernda hann, þegar vindar geysa. Hann biður um eilífa drottins blessun fyrir foldina, sem skín svo fagurt með jöklum sínum og fossum, jafnvel særinn verður bjartur. Um íslenzka náttúru yrkir Jónas hvert ljóðið öðru yndislegra. „Þið þekkið fold“, „ísland", „Gunnarshólma“, „Þú stóðst á tindi Heklu hám“, „Fjallið Skjaldbreiður“ og „Dalvísur“. En hefði hann nokkurn tíma ort þessi ljóð, ef hann hefði ekki dvalið í fjarlægð við þá staði, er augu hans þráðu að líta? Og þegar þeirri þrá varð fullnægt, varð sýnin honum svo dýrmæt, að hún máðist aldrei. Hann lýsir sinni eigin þrá, er hann kveð- ur um Eggert Ólafsson: „0, hve hann hefir eftir þráð að líta ástarland sitt með tignarfaldinn hvíta.<<; Honum auðnaðist flestum öðrum frem- ur að sjá ættjörð sína, og þó var það oft ýmsum raunum blandið. En þrátt fyrir margvíslega örðugleika á ferðum hans og lamað þrek hans, var þó þrá hans eftir að sjá landið og rannsaka það söm, og þegar hann beið milli vonar og ótta eftir ferðastyrk vorið 1842, fól hann allar sínar óskir í þessari einu bæn: „Leyfðu nú drottinn enn að una eitt sumar mér við náttúruna.“ Og í auðmýkt bætir hann við: „Kallirðu þá, ég glaður get, gengið til þín hið dimma fet.“ Jónas Hallgrímsson átti alloftast við mjög erfiðan hag að búa. Það lætur illa í eyrum að segja að hann hafi soltið, og mun þó oft hafa látið nærri. Hann var að upp- lagi hið mesta snyrtimenni og tók sér því afar nærri að vera lélega til fara. Forðað- Framhald á bls. 35.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.