Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 7

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 7
Kominn í elskulegt sam- band viö einn vænan úr Æðarfossum og í notaleg- heitum heima í sófa. Á hópmyndinni, sem tekin var viö Æöarfossa, eru talið frá vinstri: Hildur Hilmarsdóttir og eiginmað- ur hennar, Páll Magnússon á Stöö 2, Bjarni Hafþór, Þórarinn Ágústsson í Samveri Mannúfi fianti Hann er miklu stærri, mikilfenglegri, augliti til auglitis en á sjónvarps- skjánum. En aö öðru leyti eins .. nema þessi strákslega glaöbeitni, sem mætir sjónvarpsáhorfendum, er ekki eins áberandi. Þaö þarf enga sálfræöi- menntun til að greina aö á bak við glaðlegt yfir- boröiö er tiltölulega alvarlega hugsandi maöur og aö sennilega kemst fólk nákvæmlega eins langt meö hann og hann kærir sig um. Og ekki feti framar. En hann er viðræðugóður og þægi- legur á besta máta og býöur meira aö segja lakkrís meö kaffinu. „Annars er eiginlega skömm aö því aö vera aö bjóða þér lakkrís. Lakkrís er nefnilega óæðra sælgæti. Sko súkkulaði, þaö er hin eðla ættkvísl allra sætinda. Við tengdamamma erum sérfræöingar á því sviöi og þó Silla, kon- an mín, hún Laufey Sigurlaug, hafi málfrelsi, já og raunar tengdapabbi líka, þá hafa þau ekki tillögurétt þegar súkkulaöinautnin er annars vegar.“ Bjarni Hafþór Helgason, sjónvarps- stjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins og frétta- maður Stöövar 2, skenkir kaffi og leggst viö svo búiö endilangur í annan enda leðursófans. „Sirrý mágkona er líka málsmetandi mann- eskja á þessu sviöi því þegar hún kemur frá út- löndum eru haldnar þær ærlegustu sukkveislur í sætindum sem ég hef nokkurn tíma komist í. Þá er nú komandi til hennar Sirrýjar minnar! Ég er annars kominn í Marabou núna. Þó verður að segjast aö um æöar Toblerone rennur hiö albláasta súkkulaðiblóö. En þaö verður aö boröa þaö eftir kúnstarinnar reglum." Hann færist í aukana og reisir sig upp á olnbogann, stoppar pípuna meö ákefö. „Fyrst brýtur maö- ur tvo molla, stingur upp í sig og hakkar í sig alveg óskaplega hratt. Því næst aðra tvo mola en þá veröur aö japla afar hægt og renna þeim af nákvæmri tilfinningu og innlifun um munninn. Allt sem lýtur aö þessum málum er þó auðvitað spurning um greindarvísitölu bragökirtlanna!“ Viö þessu eru náttúrlega eng- in svör eða athugasemdir á takteinum enda greinilegt að þarna eru sérstök trúarbrögð á ferö og því ekki annað að gera en skipta um umræðuefni hiö snarasta. - Hvaðan ertu og hvað geturðu sagt um uppvöxt þinn? „Ég er Húsvíkingur, fæddur og uppalinn á Húsavík. Foreldrar mínir eru Helgi Bjarnason og Jóhanna Aöalsteinsdóttir frá Vaðbrekku. Ég átti bæöi afa og ömmu á Húsavík og svo á þessum næstinnsta bæ á íslandi, Vaðbrekku. Afi og amma á Húsavík voru alla tíö harðduglegt fólk sem lagöi metnaö í aö standa sig vel í sínu daglega lífi og brauðstrit- inu sem því fylgdi en alltaf var gott aö koma til þeirra." - Nú heyrist manni oft að flestir sögu- frægir íslendingar hafi átt ömmu sem var hin mesta mannvitsbrekka. Hvað um þig? „Ja, þaö var haft á orði aö á Vaðbrekku væri hiö mesta menningarheimili og amma mín þar var hreint ótrúlega víölesin þó veraldlegur auö- ur væri nú af skornum skammti. Svo kannski að amma á Vaðbrekku sé sú brekka sem þú ert aö slægjast eftir. Og án þess aö ég vilji varpa rýrö á aðra þá þykja mér móðursystkini mín fádæma athyglisvert og skemmtilegt fólk og margir snillingar þar í hópnum.“ - En þitt eigið uppeldi. „Viö systkinin áttum því láni aö fagna að al- ast upp á heimili sem var afskaplega öruggt skjól og athvarf og stóö alltaf opiö vinum okkar og kunningjum. Þar var oft margt um manninn og gestagangur á vegum allra heimilismanna mikill." - Má skilja þetta svo að þið hafið getað haft ykkar hentisemi að mestu? „Já og nei. Foreldrar mínir voru mjög upp- teknir í vinnu, mamma á sjúkrahúsinu og sem bæjarfulltrúi Alþýöubandalagsins i ein fjórtán ár, pabbi viö sjómennsku og útgerð og á bóla- kafi í verkalýösmálum og alls konar félags- störfum. Þau treystu okkur en höföu fáar og skýrar reglur sem þau kröföust aö viö virtum. Það er óhætt aö segja að þau hafi sýnt okkur talsverða ákveðni hvort á sinn hátt en aldrei með hávaöa eöa óþægindum.“ - Varstu nokkuð baldinn krakki? Hvað áttu foreldrar þínir erfiðast með að umbera í fari þínu? „Ja, mér er sagt aö ég hafi snemma veriö kraftmikill og stjórnsamur. Þaö birtist meðal annars í því aö þegar viö félagarnir vorum aö leika okkur vildi ég helst ráöa hvaö var gert og hvernig; það er alla vega útgáfa æskuvina minna. En gagnvart foreldrum mínum - ja, ég held aö þau hafi satt best aö segja ekki haft TEXTI: HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR / LJÓSM.: RÚNAR PÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.