Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 19

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 19
ÞJONN MANNKYNS fer á safn og sér stórkostlegt listaverk en hefur ekki annaö um það aö segja en aö hornið á rammanum sé rispaö. Meyjan er kölluð þjónustumerkiö vegna þess aö Meyjarfólkið gerir sér vel grein fyrir því aö enginn getur staðiö einn í lífinu og tekur þvi aö sér aö hjálpa þeim sem ekki eru eins úr- ræöagóöir. Önnur ástæða fyrir því að Meyjarn- ar eru oft í þjónustu- eða undirmannastöðu er sú að Meyjan er nýbúin að ganga í gegnum drekkhlaðið tilfinningalíf Ljónsins og þráir að standa álengdar og velta mannlegu eðli fyrir sér. „Látum einhvern annan um að skipa fyrir í þetta sinn," segir Meyjan því hún vill lifa ein- földu Iffi og hefur meiri áhuga á nauðsynjum en allsnægtum. MAGASÁRSMERKIÐ Meyjan gerir sér þó ekki grein fyrir heildargerð mannlegra samskipta. Ljónið tjáir sig með skipanaöfgum, Meyjan fer í hina áttina og þjónar. Það er ekki fyrr en í Voginni að jafn- vægi kemst á að gefa og þiggja en Meyjan ger- ir tilraunir með fólk án þess að vera viss um hvar hún sjálf passi inn í heildarmyndina. Meyjar eru afar smámunasamar þegar að mataræði og almennu heilsufari kemur. Meyj- an er líka gjarnan kölluð magasársmerkið vegna þess að þegar hún er áhyggjufull eða í uppnámi, sem er algengt, birtist hugarangistin í maga hennar. Til að vinna bót á þessu ætti Meyjan að sýna sjálfri sér meira umburðarlyndi og ekki að taka það alvarlega þó hún sé ekki fullkomin. Að vísu hefur Meyja í góðu jafnvægi sterka tilfinningu fyrir því hvers hún má neyta og gætir sín á því aö láta aldrei um of eftir sér í mat eða drykk. Þess vegna eru Meyjar oftar í hlutverki hjúkrunarkonu eða læknis heldur en sjúklings. Meyjar reyna ávallt að vera hjálplegar í öll- um persónulegum samböndum sínum. Þær ganga líka oft út í öfgar i því sambandi og láta sér allt of annt um vini og fjölskyldu. Meyjan gerir tilraun til að gera allt fyrir hinn aðilann og rænir þannig oft móttakandann hans eigin frumkvæði og sjálfstæði. Oft reynir Meyjan að stjórna eða ráðskast með aðra einmitt með því að þjóna. Almennt leita háþróaðar Meyjar aldr- ei eftir hrósi fyrir aðstoð sína við aðra en á hinn bóginn munu minna þróaðar Meyjar aldrei hrósa neinum, jafnvel ekki þeim sem helst eiga það skilið. Meyjan kýs heldur einveru en að vera með fólki sem henni mislíkar við. Meyjar álíta að aðrir eigi að koma fram við þær á sérstakan hátt og hver Meyja fyrir sig setur upp hegðun- arreglur. Detti einhver um þessar ósýnilegu línur kemst sá hinn sami von bráðar að því aö hann er brottrekinn úr vinahópi Meyjunnar. Tvær mikilvægustu lexíur Meyjunnar eru þol- inmæði með öörum og umburðarlyndi við sjálfa sig. Meyjarsviðið er undirbúningur mannssálarinnar undir að geta lifað f þjóð- félaginu. Meyjar vilja þess vegna ávallt vera ( sínum bestu fötum (klæðis eða persónuleika) svo að þær megi kalla á hrós, í það minnsta losna við gagnrýni. Meyjunni er mikilvægt að leyfa meira þurf- andi aðilum að njóta styrks síns. Hún verður þó að gæta þess að láta ekki nota sig en hafi Meyjan ekki uppbyggjandi tilgang með lífi sínu finnur hún til ófullnægju og getur orðið bitur með árunum. Sjötta merkið er merki hins óeigingjarna þjóns mannkynsins. Með þjónustuvilja finnur Meyjan sfna hillu í mannlegum samskiptum, auk þess sem hún leggur sér til auðmýkt, um- burðarlyndi og skilning. n Þori ekki aifara meí það Fulltrúi Meyjarmerkisins í þessum lokapistli undirritaðrar um stjörnu- merkin er Hallgrímur Thorsteinsson, Meyja ara mucho, útvarpsmaður og fjölmiðlafræðingur. Hann er kominn heim eina ferðina enn og sestur inn á Bylgju þar sem hann og Sigurður Valgeirsson skemmta og koma Bylgjuhlustendum á óvart daglega, í þættinum Reykjavík síðdegis. Halli hefur sól, tungl, Venus og Mars í Meyju og athyglisvert er að allar plánetur raðast í fjórða og fimmta hús. Fjórða hús er táknrænt fyrir innri mann, heimili og uppruna og fimmta fyrir skapandi tjáningu og hvernig viö elskum. Gunnlaugur í Stjörnuspekistöðinni gerir Fyrri lífa kort fyrir Hallgrím og þar kemur fram að lykilorð grunneðlis hans er þjónn. Það er kannski ný túlkun á hugtakinu að allt fjölmiðla- fólk séu þjónar fólksins en auk þess hefur Hall- grímur verið kennari, fræðimaður og heim- spekingur í fyrri lífum, starfað við sölu- mennsku og tekið er fram að miðlun hafi legið vel fyrir honum. Það kemur í Ijós í spjalli okkar að Hallgrímur hefur töluverðan áhuga á stjörnuspeki og leitar oft til vinar síns í New York með ráðgjöf þar að lútandi. Sá leggur reyndar stund á indverska stjörnuspeki og hefur meðal annars fundið mikla gæfuafstöðu í korti Hallgríms. MARGT SMÁTT GERIR Ein STÓRT Fjórföld Meyja hlýtur að búa yfir mörgum ein- kennum merkisins og meðal þeirra sem upp eru talin eru alvörugefni og hógværð, athygli og smámunasemi. Meyjan Hallgrímur Thor- steinsson er einnig sagður iðinn og sam- viskusamur, greiðvikinn en geti átt til að vera gagnrýninn og afskiptasamur. Sjálfsmynd hans er raunsæ en honum hættir við að gera lítið úr sér. „Já, að vísu meira áður en núna,“ segir hinn afslappaði útvarpsmaður. „Það eru allir að segja að ég hafi breyst svo mikið undanfarið ár og það er kannski rétt, ég hef verið að fara í gegnum breytingaskeið. Mér líður í raun og veru mjög vel en ég þarf líklega að viðurkenna fyrir sjálfum mér að einhver reynsla, sem kannski var sár, sé að baki. Hvað smáatriðin varðar hlýtur Meyjan ávallt að pæla í þeim og einnig því hvenær þau eru til gagns. Margt smátt gerir eitt stórt og Meyjan er nýtin. Það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá smáatriðum endalaust og til marks um það felst starfið, sem ég er kominn í úti í New York, í eintómum smáatriðumj Ég er að skrifa forrit og það væri sennilega hentugt að ráða tómar Meyjar í það starf, sem og aðra nosturs- og nákvæmn- isvinnu." LÍFSSTEFNAN ER FULLKOMNUN Lífsorka Hallgríms er jarðbundin og hagnýt og töluvert er fjallað um fullkomnunarþörf hans. „Fullkomnunarþörf er Meyjareinkenni og vissulega er lífsstefnan fullkomnun," svarar Halli hiklaust. „Eftir því sem ég eldist læt ég það þó ráðast meira hversu nálægt ég kemst „ídealinu". Þó er ógurlega gaman að hafa það alltaf til að stefna að. Ég tek það þó hæfilega alvarlega núna, maður er hreinlega raun- særri." En hvers vegna er svona jarðbundinn maöur ekki bankamaður eða bóndi? Jú, þar kemur til það sem Hallgrímur kallar glottandi „bótina í máli sínu“, sem er Tvíburi rísandi. Tvíburinn er fljótur að breyta til og stíll hans er misjafn eftir dögum eða mánuðum. (Þeir sem þekkja Halla eöa fylgst hafa með honum, kinka sam- þykkjandi kolli við þessar upplýsingar.) „Já, ég fer inn í tímabil þar sem ég hugsa öðruvísi og trúlega er það svipað ferli og lista- menn ganga í gegnum. Ég finn til dæmis fyrir þessu núna hvað útvarpið varðar. Ég er að koma hérna og stinga mér inn f fag sem ég kann og þá er ég allt í einu farinn að breyta til. Við Sigurður höfum fengið afar góð viðbrögð viö þættinum. Við vissum lengi hvor af öðrum og síðast, þegar ég hitti hann, kom hann með Kurt Vonnegut í viðtal til mín vegna bók- menntahátíðarinnar sem haldin var hér um árið. Ég tel okkur vinna vel saman og finnst það alger hundaheppni að fá hann til sam- starfs við þennan þátt.“ Þess má geta að Sigurður er Tvíburi svo þar má segja að hugtakið „í loftinu" taki á sig al- gerlega nýja vídd. Það verður hlé á samtalinu meðan Hallgrím- ur leitar dyrum og dyngjum að Camel-sígarett- unum. „Stendur hvergi í þessu að ég sé utan við mig?“ tautar hann meðan hann leitar. Stendur heima, Hallgrími er einmitt bent á í kortinu að hann geti virst fumkenndur (fram- komu. Frh. á næstu opnu 17. TBL.1991 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.