Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 44

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 44
HÖFUNDUR: JÓNA RÚNA KVARAN Glaöværö er mikilvæg og afar nærandi afl sem styrkir tilfinn- ingalega og sálræna þætti innra lífsins. Gleðinni fylgir kraftur og þor. Sköpunarhæfni og starfsvilji magnast við kátínu. Oft er þannig ástatt ( aðstæðum okkar og einkalífi að okkur rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við þá tilhugsun eina að láta léttieika gleðinnar fylla hjarta okkar og huga. Sannleikurinn er þó sá aö einmitt á augnablikum mótdrægra atvika í lifi okkar og tilveru er mikilvægt að vinna takt- fast að því að mynda þá vörn gegn andstreymi sem í gleðinni getur falist. Það er enginn vandi að vera hress og kátur ef flest sem við erum að kljást við snýst okkur í hag. Ef aftur á móti ílla árar getur verið ansi þrautafullt að eygja gleðina í sjálfum okkur, lífinu og öðrum. Hulin skýjabökkum örð- ugleika erum við leið og fráhverf flestu sem minnir á mögulegan hressileika okkar sjálfra. ( þannig ástandi getur okkur jafnvel dottiö í hug að óviðeigandi sé að vera glaður og upplífg- andi. Ef við íhugum aftur á móti neikvæð og já- kvæð innri öfl okkar sjálfra finnum við fljótt að kátína eykur bjartsýni og baráttuvilja. Hún er flæði tilfinninga sem eru ekki einungis uppörv- andi fyrir okkur sjálf heldur ekki síður flesta þá sem mæta okkur. Margur kann ekki að gleðj- ast af litlu tilefni og finnst endilega að eitthvaö mikið og stórt verði að kveikja loga gleðinnar í hjartanu. Gleði, sem er tilkomin vegna alls kyns óþarfa, er óraunhæf. Aftur á móti er gleði, sem er nokkurs konar þakklætisóður til lífsins fyrir það eitt kannski að fá að vera til, verðugt keppikefli fyrir okkur sem viljum ná sem best- um tökum á innri þáttum okkar sjálfra. Ytri velgengni er gleðileg svo fremi að hún sé tilkomin á heiðarlegan og einlægan máta. Sú gleði sem getur gripið um sig af óverulegu tilefni gefur vísbendingu um stöðugleika og friðsemd í manngerð viðkomandi. Eins er alls kyns framgangur okkar og þeirra sem við elsk- um líklegur til að kveikja og örva kátínu. Það minnir okkur til dæmis á að það er ekkert sjálf- sagt að hafa ofan í sig og á, auk þess að hafa góða heilsu. Höfum við það hugfast ættum við að eiga auðveldara með það að gleðjast af litlu tilefni. Ef við erum réttsýn er eðlilegt að við efl- um og ræktum upp í eigin fari alla þá hvata sem líklegir eru til að efla og styrkja jákvætt og gleðiríkt samband manna á milli og hana nú! Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt aö fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík. HAFT EFTIR HEIMSPEKINGUNUM: VOLTAIR Frangois Marie de Voltaire fæddist í París árið 1694 og þótt hann sé einn af þekkt- ustu heimspekingum sem Frakkland hefur alið voru frönsk yfirvöld ekki mjög hrifin af honum meðan hann lifði enda var hann hvað eftir annað rekinn úr landi fyrir vægast sagt hreinskilnislegar skoðanir sínar. Hann var sonur efnamanns og var sendur í laganám en hann hafði meiri áhuga á bókmenntum, skemmtanalífi og fjörugum stelp- um en lögfræði. Hann fór því snemma að skrifa og fékk fyrsta leikrit sitt frumflutt í franska Þjóð- leikhúsinu þegar hann var aðeins 24 ára gamall. Það var harmleikur um Ödípus konung og fína fólkið var yfir sig hrifið. En nokkru seinna varð hann að gjalda fyrir ótæpilegan talsmáta sinn og lenti í útistööum við sómakæran greifa. Það end- aði með því að honum var kastað í svartholið, Bastilluna í París, en var látinn laus þaðan tveim vikum seinna gegn því að yfirgefa Frakkland. Hann fór þá til Englands þar sem hann eyddi þrem næstu árum, þeim þýðingarmestu í lífi hans. Þarfór hann að kynna sér heimspeki Lock- es og eðlisfræðikenningar Newtons en það sem honum fannst tilkomumest af öllu í Bretlandi var ensk þjóðfélagsgerð og hugarfar fólksins. Þegar Voltaire fékk aftur að snúa til Frakklands skrifaði hann bókina Heimspekileg bréf. Þar ræðst hann á ýmislegt í frönsku þjóðfélagi um leið og hann hælir Bretum á hvert reipi. Yfirvöld hneyksluðust og létu ekki aðeins brenna bókina heldur sögðu þeir Voltaire að hypja sig burt. Hann fékk þá húsaskjól hjá ástkonu sinni, mark- greifafrúnni af Chátelet í Leirudal. Þegar hún dó, fimmtán árum síðar, skaut Friðrik II Prússakeísari skjólshúsi yfir hann í Berlín og Potsdam. Þar skrifaði hann Dictionaire Philosophique, eins konar alfræðirit um heimspeki, og aftur urðu menntamenn hneykslaðir, ekki minnst í Frakk- landi, og sökuðu hann um að fótumtroða bestu eiginleika mannkynsins og setja mennina á bás með dýrum. Eftir þriggja ára dvöl í Prússlandi sinnaðist þessum orðhvata Frakka við keisarann og hann flutti til Sviss þar sem hann lenti í útistöðum við kirkjunnar menn. Þótt hann væri ekki lengi í Sviss í það skiptið þurfti hann ekki að kvíða næsta næt- urstað. Hann hafði komið ár sinni vel fyrir borð fjárhagslega með skrifum sínum og viðskiptaviti. Meðal annars hafði hann keypt sér stórkostlega höll í Ferney í Frakklandi, skammt frá landa- mærum Sviss, og þar lifði hann í vellystingum til æviloka. Voltaire var kannski ekki frumlegasti heim- spekingur samtíðar sinnar en hann var örugg- lega sá orðhvatasti. Hann var líka trúaður, þótt ýmsir efuðust um það, en hann gerði sér grein fyrir því að almættið hefur komið þekkingu um sig á framfæri meðal mannkynsins í gegnum fólkið sjálft á ýmsum tímum og stöðum. Voltaire skrifaði margs konar verk um ævina og beittasta vopn hans á ritvellinum var háðið. Ein frægasta bók hans, Candide (Birtingur), ber þess greinileg merki. Þessi sérkennilegi spekingur lést fjörgam- all árið 1778 en eftirfarandi setningar, sem hafðar eru eftir honum, lifa hann: • Ef Guð væri ekki til væri nauðsynlegt að finna hann upp. Leyndarmál listarinnar er að leiðrétta náttúruna. Allar stíltegundlr eru góðar nema þær sem eru þreytandl. Það sem er ofauklð þjónar einn- ig sínum tilgangi. Vinnan hrekur burt bölin þrjú; leiðindi, leti og fátækt. • Menn nota hugsanir sínar til þess að réttlæta illar gjörðir og orð til þess að breiða yfir þessar hugsanir. • Sá besti er óvinur þess góða. • Mannkynssagan er ekki annað en útskýringar á glæpum og óförum. • Sjáðu sáðkornið, sem ég kasta út á akurinn, og segðu mér hvernig stendur á þvi að það vex og verður að strái sem ber þung öx. Ég gæti gefið þér þykkar bækur, fullar af álíka spursmálum en þú gætir aðeins svarað þeim með sömu fjögurra orða setningunni: Ég veit það ekki. • Þegar allt um þrýtur ættirðu að snúa þér að því að rækta garðinn þinn. • Þar sem honum hafði aldrei tekist að koma sér vel áfram í heiminum hefndi hann sín með því að tala illa um heiminn. • Þegar fólk fer að beita skynseminni - þá er allt glatað. • Ég er ósammála þvi sem þú segir en ég skal berjast til dauðans fyrir rétti þínum til að segja það. (Svona hefur setningin orðið kunn en það sem Voltaire sagði í rauninni var: „Hugsaðu fyrir sjálfan þig og leyfðu öðrum að njóta þeirra forrétt- inda að gera það líka. ‘j □ LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + G + + + + + K + + + + + + + + + ÁHUGAMAÐUlv+F + + + + + + káðagó’ð + maur + + + + + + ÓLAFAR + 5LUM A + AFSTAÐA + FRILLAN + IJ ELRI.+MURTA++ÖA+AGG + L E K T 0 R + A L T + 5' T E Í'í R A + TJ L + R + GULA + UFr+Ó + + + SIF-+ + EM+F + GALAÐI BlTNEISTI + SS + RITUN + + AGINNR+SAMA + + ARA + BRUGG + AA + KÁ5KX + H + + L + RAUSUÐUT + BAI2DÖS TÖM+ + NÁND+ + KETBAST SMALINN + ÁS + ÁSTINAR + AKA + + IDUNH + TANDSI + + EXINN + NAUT + + + A Æ T + HLÁLEGA + UR + SKÁLKA + J + + MI + ROTTA + FUAT + + Á + VANSI + LAFLAU5 + S + + HONUM + DENGIR + TIN + SÆL + MÁLUG + AÐAL + NA + K L Æ R + R Ó G U R N A F A R + T GRIÐ + EI.NGRUGGAÐ + ET VOD1NH+SU + TS + T A R F A A F D R Á T T A R L A U s[ + R Ó A R 44 VIKAN 17. TBL. 1991 TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.