Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 20

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 20
HALLGRÍMUR „HVAÐ ER TÍMI?“ Meöal stílbrigða Tvíbura rísandi er „pælarinn" eöa aö vilja gefa þá ímynd að maður búi yfir þekkingu og sé víösýnn og fróöur. Þaö vara- sama viö þetfa er að áhugi á fjölhæfni og létt- leika getur leitt til yfirborösmennsku í fram- komu. „Já, þú átt viö mann sem segir: „Hvaö er tími?“ viö annan heimspeking í partíi," segir Halli og skellihlær. „Við Sigurður höfum hlegiö mikiö að þessu; þetta er ákveöin manngerö." Hinn alvörugefni og yfirvegaöi Meyjarbragur viröist á undanhaldi hjá Hallgrími; þaö er eins og áherslan sé á að hafa þaö nú svolítið gaman. Hann heldur áfram og segist yfirleitt grípa sig í yfirborösframkomu. „Ég get þá hlegið að henni líka og séö aö ég er kominn yfir strikiö. Það er gaman aö leika sér meö form en til þess aö gera þaö þarf mað- ur að vita af þeim. Þá er hægt að sauma út fyrir þau og hoppa til hliðar viö þau.“ ALLTAF EINHVER NÝSKÖPUN Korttextinn heldur áfram og segir: Þegar þú hefur mótaö persónulegan stíl öölast þú hæfi- leika á sviöi tjáskipta og upplýsingamiðlunar. „Þaö er svolítiö gaman aö þessu því þegar ég loks ákvaö aö fara í útvarp var þaö til þess að ná góöum tökum á persónulegri tjáningu. Ástæöan var þó ekki sú aö þetta væri stór veikleiki hjá mér eins og stundum er þegarfólk hellir sér út í viss störf. En þetta stendur heima viö þaö sem ég var að segja; til þess aö skapa þessum þáttum farveg þurfti ég einmitt aö skapa þeim persónulegan stíl. Tilgangurinn er líka að víkka þaö sviö og fjölga þeim farveg- um. Þetta er persónulegi stíllinn á þeim núna, hann var annars konar í fyrra og vonandi verð- ur alltaf einhver nýsköpun." Merkúr er táknrænn fyrir hugsun og Halli hugsar eins og Vog. Hann er einmitt þekktur fyrir að „klára málið" og kortiö segir aö hugsun hans sé almennt rökvís en aö þaö varasama viö hugsun í Vog sé hik og tilhneiging til aö forðast aö segja óþægilega hluti. „Þetta er oft túlkað sem óhreinskilni og svona fólk lendir í því að verja sjálft sig sem óhreinskilið. Svona framkoma kemur út eins og verið sé að bugta sig og beygja fyrir vilja og skoðunum annarra og lúta því sem maður heldur aö aörir vilji. Þetta er einmitt eitt af því óþægilegasta í mínu fari.“ Ánu Ánu? Ef hann ræktar hugsun sína öölast hann þó hæfileika til aö samræma ólík sjónarmiö og vinna með öörum á hugmyndasviði. Einnig hefur hann gott auga fyrir formi og fegurð tungumálsins. Vegna hlutleysis og yfirvegaðr- ar hugsunar ætti hann aö eiga auðvelt með aö beita námshæfileikum sínum. „Hvaö samvinnu á hugmyndasviöi varöar er þaö mitt helsta starf í augnablikinu. Ég hef til dæmis sérlega gaman áf því aö semja þessa Topp tíu-lista í þættinum. Ég held að við endursemjum hverja setningu aö minnsta kosti fimm sinnum þar til rétta orðalagið finnst. Einn af kostum þess að búa hér er aö íslenskan er vitanlega það mál sem maður hefur best vald á. Málið er bæöi fallegt og ofsalega fyndiö - og nútímamálið og hvernig viö notum þaö segir svo mikið um okkur. Viö eigum orðasambönd sem eru samhangandi en ekki alveg orðin aö frösum og þau gefa málinu ákveðinn blæ. Þessi blæbrigði er hægt aö spila svo skemmti- lega á. „Áttu áttu?“ Þetta hafa allir sagt, í Veiöimanni. Einn frasi sem viö notum stundum er: „Ég þori ekki aö fara meö það“ - og svo er látið vaöa!“ ÁGÆTUR SÁLFRÆÐINGUR Satúrnus er í Sporödreka en hann er tákn- rænn fyrir þaö sem heftir okkur og hamlar. Sporödrekinn er meö tortryggnari merkjum og Hallgrimur þart því aö gæta sín á eigin tor- tryggni, svo og ómeðvitaðri stífni í samskipt- um. (Viö þessi skilaboð setur Haili upp tor- tryggnissvip eins og vera ber.) Djúp tengsl geta vakið meö honum hræöslu og jánkar Thorsteinsson þvi að bragöi. Hann er enda meðvitaður maöur á sinn innri mann og hefur töluvert gruflað í tilfinningum. í þessu lífi þarf hann aö takast á við hreins- un tilfinninga og uppgjör viö fortíðina, auk þess að takast á viö ýmislegt sem varöar vald. í fyrri lífum lenti hann í erfiðri reynslu sem olli sárs- auka og niðurbroti á tilfinningum. Hann gæti því búið yfir ómeðvitaðri hræðslu viö vald eöa haft andstyggð á því og þolir fyrir vikið ekki aö aðrir ráöi yfir honum. Til aö vinna á þessu er ágætt aö opna tilfinningar og hreinsa fortíðina í burtu; þessi reynsla er að baki og því engin ástæða til tortryggni. Vert er að reyna að forð- ast neikvætt umhverfi og gæta þess aö sýna nærgætni þegar tilfinningar þeirra sem ekki hafa sömu reynslu eru annars vegar. Af- leiöingar þessa eru aö Hallgrímur er varkár í tjáningu tilfinninga og töluverður einfari. Engu aö síöur eru tilfinningar hans djúpar og sterkar og vinni hann með reynslu sína öölast hann skýra meðvitund og innsæi í dekkri hliðar mannlegs eðlis. Hann getur öðlast hæfileika til aö kryfja líðan sína og annarra og gæti orðið ágætur sálfræðingur. „Það er svolítið erfið blanda að hafa bæði þörf fyrir aö láta aöra ekki ráöa yfir sér og aö hafa sterka tilhneigingu til aö láta hjálpsemi nálgast eitthvaö sem gæti túlkast sem undir- gefni. En svariö er aö þaö er verið að vinna í þessu.“ Hvaö kynlíf og samskipti varöar er það jarö- bundin og pottþétt kona sem hentar Hallgrími best. Hann hrífst af líkamlegri fegurö og þaö skiptir hann máli að kona hans sé falleg og vel klædd. Hann er töluverður nautnamaður þegar búið er aö brjótast í gegnum varnarmúrana. „Þetta er fín lýsing á Helgu,“ segir Halli. „Hún er nefnilega bæöi pottþétt og líklega jarðbundin, enda Meyja. Annars er hún rísandi Ljón og á sem slík til sína Ljónstakta sem minna stundum mest á Mick Jagger. Varnar- múrana, já, sérstaklega þegar ég brýst sjálfur inn.“ GAGNVIRK FJÖLMIÐLUN Halli fer aftur utan í haust, ekki til aö setjast á skólabekk í þetta sinn því mastersnáminu lauk hann í vor heldur til aö taka viö starfi á sviði multi-media eöa gagnvirkrar fjölmiðlunar. ( þessu samhengi er tölvan í hlutverki virks fjöl- miðils eöa hljóömiðils, myndmiöils og texta- miöils. Hún miölar þó ekki til fjöldans heldur á fjölmargan hátt. „í Ijósi þessarar þróunar væri rétta þýöingin á mass media, fjöldamiðlun en svona tölvur væru fjölmiölar. Ég var aö hefja störf hjá fyrir- tæki sem starfar fyrir Philips að því aö búa til forrit aö skemmti- og fræösluefni á geisladisk- um. Þeir eru tvenns konar, CD-ROM og CD-I en l-útgáfan eru interactive eöa gagnvirk prógrömm. Þetta CD-I kerfi er heimilisspilari sem geisladiski er stungið inn í og meö fjar- stýringu er síðan „talaö" viö efnið. í tölvuleikjunum er efnið þannig forritaö að hægt er að breyta atburðarásinni. Af fræðslu- efni má nefna disk sem kennir fólki að sigla skútu og heimaskjárinn er í því tilviki oröinn eins konar hermir. Ég vinn við að búa til prótó- týpur af því hvernig best sé aö haga samskipt- um neytandans viö efnið. Þetta er alveg nýr miðill og þessi samskipti koma inn sem nýr þáttur hugbúnaðarins. Það þarf því að huga vandlega að hönnun sam- skiptanna. Einnig þarf að gera efnið þannig úr garöi aö samskiptin séu nánast alveg gagnsæ. Aðallega er ég í viðmótshönnun eða því aö gera efnið eins neytendavænt og hægt er. Spilarinn kostar 1200 dali og diskar síðan frá 20 upp í 50 dali. Philips er aö koma þessum CD-I spilurum á markað í Evrópu og Bandaríkjunum í sumar. Svo dæmi sé tekið um notkunarmöguleika er hægt aö fá alfræðiorðabækur á geisladiski og sé flett upp á tígrisdýri fær maöur jafnvel aö sjá mynd af tígrisdýrahópi. Hver diskur rúmar eitthvað um hundraö Biblíur en þá kæmist aö vísu ekki mikið af hreyfimyndum fyrir með text- anum.“ AÐ VERA ÍSLENDINGUR Þýöir þetta að hann sé einn þeirra sem endan- lega hafi tekið Keflavíkurveginn úr landi? „Ég kann mjög vel við mig hérna í fyrsta skipti í langan tíma. Ég hef alltaf veriö fljótur út aftur undanfarin ár en núna kom ég heim meö því hugarfari að athuga hvort ég myndi vilja eiga heima hérna. Ég hef annan valkost og þá lítur maöur aöeins öðruvísi á málið. Kostirnir eru þá skoðaðir samhliða göllunum. í því sam- hengi fannst mér sérstaklega gaman að sjá mynd Friðriks Þórs, Börn náttúrunnar, því hún fjallar einmitt um landiö í fólkinu og fólkið [ landinu. Landið og landslagið eiga gífurlega sterk tök í okkur og myndin var afar sönn aö því leyti, burtséö frá aö vera ævintýralega falleg. Þetta erfallegasta íslenska myndin sem ég hef séö og jafnframt sú íslenskasta. Það ættu allir aö sjá þessa mynd sem vilja velta þvi fyrir sér hvaö þaö er aö vera íslendingur og þvi þurfa allir aö pæla í á þessum tímum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.