Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 34

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 34
▲ Trérista sem á aö sýna norna- sveim. Nornirnar hafa safn- ast aö kölska og kyssa undirgefnar bakhluta hans. Tréskuröar- mynd af konum á báli. ▼ ig valdið fólki veikindum. í öðru tilviki var galdramanni gert að sök að hafa með göldr- um grennslast fyrir um það hvort meyjar væru óspilltar en hann hafði líka kallað veikindi yfir fólk. Það er ef til vill ekkert skrýtið við þetta því trúlega hafa landsmenn ekki verið sérlega heilsugóðir á sautj- ándu öld og orsakir heilsu- leysisins ekki alltaf legið í aug- um uppi. Húsakostur var ekki upp á marga fiska og fæðan heldur ekki en breytileiki veðr- áttunnar hefur sennilega ekki komið mönnum á óvart þá fremur en nú. Hins vegar hefur veðráttan kannski skipt menn meiru máli suður í Steyermark í Austurríki og annars staðar í Evrópu þar sem haglél og þrumuveður á sumardegi gat haft alvarleg áhrif á upp- skeruna og var ekki daglegur viðburður. KREM ÚR FITU AF LÁTNU UNGBARNI ( hallargarði í Riegersburg getur að líta jurtir sem galdra- nornir notuðu gjarnan. Menn trúðu því á þessum slóðum að nornirnar gætu búið til sérstakt krem úr fitu dáinna smábarna og plöntum eins og óðjurt og völvuauga en báðar eru þess- ar plöntur eitraðar. Sagt var að bæru konurnar á sig kremið gætu þær flogið en eins og all- ir vita hefur því lengi verið haldið fram að nornir fari um loftin fljúgandi eða ríðandi á kústskafti. Sitthvað gat fólk gert til þess að verjast göldrum þarna suð- ur í Steyermark. Á nornasafn- inu getur að líta fimmhyrndar stjörnur sem áttu að geta verndað menn fyrir illum send- ingum. Fólk gat líka skrifað bænir á langa strimla sem það lagði hér og þar og áttu að hrekja illa anda á brott. Einnig var gott og einfalt ráð að taka blautar bleiur ungbarna og leggja þær við útidyr. Bleiurnar áttu að geta hrakið hvern með- alpúka í burtu, reyndi hann að komast óboðinn inn. Alls kon- ar töfraformúlur voru líka til sem stuggað gátu við illþýðinu og bænalestur og signingar voru líka til góðs. SPÁNN, FRAKKLAND OG ÞÝSKALAND EFST Á BLAÐI í Riegersburg má að lokum sjá kort yfir Evrópu sett gulum og rauðum deplum. Rauðu deplarnir tákna svæöin þar sem mest var um galdra- brennur. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi eru flestir depl- arnir enda voru galdrabrennur þar ófáar og grimmdin mikil. Kannski við íslendingar gæt- um komist á blað ef höfðatölu- reglan góða væri notuð því hér voru brenndir á báli yfir tuttugu galdramenn. Sjö þeirra létu lífið vegna „heilsuleysis" eiginkonu og barna séra Páls Björnssonar í Selárdal. Vílaði séra Páll ekki fyrir sér að leita að nýjum sökudólgi þegar konu hans skánaði ekki þótt sá fyrsti hefði verið brenndur og síðan koll af kolli þar til sjö voru látnir. Séra Páll var af þessum sökum nefndur hrellir galdramanna á Vestfjörðum. Hann var prestur í Selárdal í 61 ár og lést hálfníræður árið 1706. Eftir 1690 var ekki lengur heimilt á íslandi „að brenna sannprófaða galdramenn nema að fengnum úrskurði konungs", að því er segir í Öldinni sautjándu. Erlendis hafa galdraofsóknir haldist allt fram á okkar daga. ( Sviss börðu ofsatrúarmenn stúlku til bana árið 1966 en þeir töldu að illir andar hefðu náð tökum á henni og sagt er að bæði í Bandaríkjunum og Englandi sé enn til fólk sem telur sig göldrótt. Teikning sem sýnir galdramenn á báli en böðullinn skarar í eldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.