Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 24

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 24
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON HÚN BJÓ MEIRA AD SEGJA TIL BLÓMVÖNDINN SJÁLF - segir Sólveig Þórðardóttir, sigurvegari júlímónaðar, um fyrirsœtu sína, Huldu Einarsdóttur Þrjár myndir sem komu til greina í þessum mánuði: Stóru litmyndina tók Jóhannes Long, Ljósmyndaranum, af Alidu Jakobsdóttur. Minni litmyndina tók Guðmundur Kr. Jóhannes- son, Nærmynd, af Unu Maríu Óskarsdóttur og svart-hvítu myndina tók Sigriður Bachmann af Þóru Kemp, en Sigriður átti fyrstu verðlaunamyndina. Sigurvegari júlímánaðar í brúðarmyndakeppni Kodak-umboðsins og Vikunnar er Sólveig Þórðar- dóttir. Hún hefur rekið Ijós- myndastofuna Nýmynd í Keflavík síðan 1982 en lærði hjá Heimi Stígssyni á Ljós- myndastofu Suðurnesja. „Ég þurfti að ákveða hvað ég ætlaði að gera í framtíðinni og varð þá Ijósmyndunin fyrir valinu," sagði Sólveig þegar hún var spurð að þvf hvers vegna hún hefði farið í þetta nám. „Ég hafði aldrei haft Ijósmyndadellu eða neitt í lík- ingu við hana. Heima hjá mér var til lítil myndavél sem ég tók á einstaka sinnum ef eitthvað sérstakt var á seyði. Ég vissi ekki til þess að ég hefði hæfileika á þessu sviði og Ijósmyndanám hafði aldrei hvarflað að mér. Ég hefði al- veg eins getað farið í ein- hverja aðra grein í Iðnskólan- um. Þegar ég fór að líta í kringum mig vildi svo til aö ég fór á fund Heimis og var svo heppin að fá vinnu hjá honum á stofunni.“ Aðspurð sagði Sólveig að henni fyndist Ijósmyndanámið vera orðið úrelt og væri það f litlu samræmi við veruleikann í greininni. Ennþá væri um að ræða fjögurra ára hefðbundið iðnnám, annars vegar í tengsl- um við samning á Ijósmynda- stofu og hins vegar bóklegt nám í skólanum. „Ég var svo heppin að Heimir var fenginn til þess að annast hvers konar Ijósmynd- un hér á Suðurnesjum. Þess vegna öðlaðist ég fjölþætta reynslu á meðan ég var hjá honum. Stúdíótökurnar eiga best við mig og ég hef til dæm- is sáralítinn áhuga á fréttaljós- myndun, þó auðvitað þurfi ég að sinna margs konar verkefn- um.“ - Og hvaða myndatökur þykja þér skemmtilegastar? „Brúðarmyndatökur, býst ég við, og reyndar allar mynda- tökur af fólki, hvort sem er af börnum eða fjölskyldum svo dæmi séu nefnd. Starfið er ekki síst áhugavert fyrir þær sakir hvað Ijósmyndarinn um- gengst og kynnist mörgu fólki." BRÚÐURIN ER ALVEG SÉRSTAKT MYNDEFNI Hver skyldi vera galdurinn að baki góðrar brúðarmynda- töku? Sólveig sagði að hún reyndi að fá brúðhjónin til að vera sem frjálslegust og hún legði áherslu á að hafa mynd- irnar fjölbreyttar. „Það eru allir löngu orðnir leiðir á þessum gömlu uppstill- ingum þar sem hjónin standa stíf hlið við hlið og reyna að brosa. Ég hef alltaf reynt að hafa þetta óþvingað og hef leitast við að ná myndum af parinu sem sýna gleði þess og hamingju - eins og í fallegu augnatilliti, faðmlögum og þar fram eftir götunum. Ég tek fjöl- margar myndir og hætti ekki fyrr en ég þykist vera þess full- viss að hafa náð að minnsta kosti fjörutíu sem ég get valið úr handa þeim. Þar af eru llka nokkrar myndir af brúðinni einni.“ - Hvers vegna af henni einni? „Það er bara svo skemmti- legt en auðvitað fær brúðgum- inn líka nokkrar myndir af sér þó þær séu aldrei jafnmargar. Brúðurin er alveg sérstakt myndefni. Hún er svo falleg þennan dag - í þessum fína kjól, með blómvöndinn í hendi og þarfram eftirgötunum. Það er líka auðveldara að taka myndir af einni manneskju í senn og einbeita sér að henni.“ Brúðurin, sem I hlut á að þessu sinni, heitir Hulda Ein- arsdóttir. Sólveig sagði að myndirnar af henni hefðu orðið fyrir valinu, þegar hún ákvað að taka þátt í keppninni, af því hún hefði verið svo skemmti- leg. „Hún var mjög góð fyrirsæta og það var sérstaklega gaman að taka myndir af henni. Hún bjó meira að segja til blóm- vöndinn sjálf. Brúðguminn, Ómar Ingvason, stóð sig líka eins og hetja. Þeim leið auö- sjáanlega mjög vel þennan 24 VIKAN 17. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.