Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 41

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 41
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON 21. KAFLI * 1 * „Nei,“ svaraði lögreglustjórinn í Trimbull spurn- ingu Johnnys, „þér er ekki gefið neitt að sök. Þú ert ekki í varðhaldi. Og þú þarft ekki að svara neinum spurningum. Við yrðum þér bara þakklátir ef þú gerðir það.“ „Mjög þakklátir," bergmálaði maðurinn í hefð- bundnu jakkafötunum. Hann hét Edgar Lancte. Hann starfaði hjá Alríkislögreglunni í Boston. Honum fannst Johnny Smith líta afar veiklulega út. Fyrir ofan vinstri augabrún hans var kúla sem þegar var orðin dökkfjólubiá. Þegar leið yfir hann hafði Johnny lent illa - hugsanlega á þvera stíg- vélatá. Og hugsanlega hafði táin verið á hreyfingu þegar hún rakst í höfuð hans, hugsaði Lancte. Smith var of fölur og hendur hans titruðu þegar hann drakk vatnið sem Bass lögreglustjóri hafði rétt honum. „Hvað get ég sagt ykkur?" spurði Johnny. Hann hafði vaknað á bedda í ólæstum klefa. Hann var með blindandi höfuðverk. Honum fannst hann holur að innan og það suðaði fyrir eyrum hans. Klukkan var níu að kvöldi. Stillson og föruneyti voru löngu farin. Búið var að borða allar pylsurnar. „Þú getur sagt okkur hvað gerðist þarna,“ sagði Bass. „Það var heitt. Ég hef líklega orðið yfirspenntur og liðið yfir mig.“ „Ertu öryrki eöa eitthvað svoleiðis?" spurði Lancte kæruleysislega. Johnny horfði staðfastlega á hann. „Vertu ekki að leika þér að mér, Lancte. Vitir þú deili á mér skaltu bara segja það.“ „Ég veit,“ sagði Lancte. „Kannski ertuskyggn." „Það þarf ekki skyggnigáfu til að giska á að al- ríkislögreglumaður gæti verið að sprella," sagði Johnny. „Þú ert fæddur og uppalinn í Maine, Johnny. Hvað ertu að gera í New Hampshire?" „Kenna." „Chatsworth-piltinum?" „í annað sinn: til hvers að vera að spyrja ef þú veist svarið. Nema þú hafir mig grunaðan um eitt- hvað.“ „Ertu aðdáandi Stilisons, Johnny?" spurði Bass. Johnny kunni ekki við menn sem ávörpuðu hann með fornafni við fyrstu kynni og báðir þessir menn gerðu það. Það gerði hann óstyrkan. „Ert þú það?“ spurði hann. Bass myndaði frethljóð. „Hefurðu horn í síðu Stillsons, Johnny?" spurði Lancte. „Er eitthvað persónulegt milli ykkar?“ Hann brosti föðurlegu þú-getur-sagt-mér-það brosi. „Ég vissi ekki einu sinni hver hann var þar til fyrir sex vikurn." „Já, en það svarar ekki spurningu minni, er það?“ Johnny sat þögull um hríð. „Hann truflar mig,“ sagði hann að lokum. „Það svarar heldur ekki spurningu minni." „Jú, ég held að það geri það.“ „Þú ert ekki eins hjálplegur og við kysum,“ sagði Lancte hryggur. Johnny leit yfir á Bass. „Fá allir sem falla í yfirliö í þessum bæ yfirhalingu hjá Alríkislögreglunni?" Bass virtist líða illa. „Nei... auðvitað ekki.“ „Þú hélst í hönd Stillsons þegar þú hneigst niður,“ sagði Lancte. „Þér virtist líða illa. Stillson sjálfur leit út fyrir að vera dauðskelkaður. Þú ert heppinn ungur maður, Johnny. Heppinn að þessir vinir hans stútuðu þér ekki. Þeir héldu að þú hefðir dregið upp byssu.“ Johnny horfði undrandi á Lancte. Hann ieit á Bass, síðan aftur á leynilögreglumanninn. „Þú varst þar,“ sagði hann. „Bass hringdi ekki í þig. Þú varst á staðnum. Á fundinum." „Já,“ sagði Lancte. „Hvers vegna hefur Alríkislögreglan áhuga á Stillson?" Það lá við að Johnny urraði. „Og mega þessir vinir hans vera með afsagaða billjarð- kjuða?“ „Já,“ sagði Bass. Lancte sendi honum aðvör- unaraugnaráð en Bass annaðhvort sá það ekki eða lést ekki sjá það. „Kjuða, hafnaboltakylfur, golfkylfur. Engin lög gegn neinum þeirra. En þeir eru rotin epli. Nokkrir þeirra voru í mótorhjóla- klúbbi sem hét Dúsín djöfulsins. Sonny Elliman, aðalmaður Stillsons, var leiðtogi þeirra. Hann hef- ur verið handtekinn mörgum sinnum en aldrei dæmdur fyrir neitt.“ Johnny stóð upp og gekk hægt yfir herbergið að vatnskælinum þar sem hann náði sér í meira vatn. Lancte fylgdist með honum af áhuga. „Svo það leið bara yfir þig?“ sagði Lancte. Johnny svaraði ekki. „Þú mátt fara héðan þegar þér sýnist,“ sagði Bass, „en í framtíðinni myndi ég halda mig frá Stillson-fundum. Það er algengt að eitthvað hendi fólk sem Greg Stillson er illa við .. „Er það svo?“ sagði Johnny. Hann drakk vatnið sitt. 17. TBL. 1991 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.