Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 48

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 48
„Ég vil leggja áherslu á að það er persónuleiki hvers og eins sem skiptir máli.“ ■ Skrifstofutækni I höfðar til nánast allra en skrifstofu- tækni II höfðar meira til þeirra sem gegna stjórnunar- stöðum eða þurfa að taka sjálfstæðar ákvarðanir, jafnvel til þeirra sem eru að reka eigin fyrirtæki og þurfa að miðla af reynslu sinni. ■ Þetta fólk þarf virkilega að komast á svona námskeið til þess að rétta úr eigin sjálfi. ■ Fólk kemur hingað og bendir á það sem það vill fá. Við setjum það svo í innkaupakörfuna, röðum því saman og kennum síðan að nota það. dæmis ekkert annaö en útreikningur á þvi sem viðkomandi er hugsanlega að fara út í. Þaö getur verið afkoma fyrirtækisins, fjárfestingar eöa framleiðsla á ákveðnum hlutum. Þetta eru undirstöðuatriðin. Inn í þetta spila svo ýmsir fyrirlestrar sem geta verið fræðilegs eðlis. Þetta er 150 stunda nám og höfðar til svolítið annars hóþs en skrifstofutækninámið. Skrif- stofutækni I höfðar til nánast allra en skrifstofu- tækni II höfðar meira til þeirra sem gegna stjórnunarstöðum eða þurfa að taka sjálfstæð- ar ákvarðanir, jafnvel til þeirra sem eru að reka eigin fyrirtæki og þurfa að miðla af reynslu sinni. Þetta kemur einmitt aö gagni vegna þess að það er of algengt að menn, sem eru meö rekstur, taki óheþþilegar ákvarðanir. Er þetta þá gagngert sniðið fyrir þá sem eru að hugsa um að fara út í eigin atvinnu- rekstur? - Ja, við skulum segja svo sem að þarna séu menn leiddir inn á aðra þraut. En auðvitað verður það aldrei nógu oft ítrekað að ekkert nám er algerlega tæmandi. Þarna læra menn fyrst og fremst undirstöðuatriði og vinnubörgö. 48 VIKAN 17. TBL. 1991 Hvað felst í tölvufræðinámskeiðinu? - Það byggist á því að þrjú námskeið eru sett saman í eitt. Það er stýrikerfi tölvunnar, rit- vinnsla og töflureiknir. Þetta námskeið höfðar mest til þeirra sem vinna að staðaldri við tölvur eða eru hjá fyrirtæki þar sem verið er að taka tölvur í gagniö eða skiþta um tölvur. Við höfum líka veriö með sambærileg námskeið fyrir fyrir- tæki þar sem fólk fær ákveðna kennslu í með- ferð þess kerfis sem tekið hefur verið í notkun. Þá förum við á staðinn og gerum það sem gera þarf. Það má eiginlega líta á okkur sem nokk- urs konar kjörbúð. Fólk kemur hingað og bend- ir á það sem það vill fá. Við setjum það svo í innkauþakörfuna, röðum því saman og kenn- um síðan að nota það. Þetta er annars vegar gert á þann hátt að fólk kemur hingað og hins vegar förum við út í fyrirtækin. Það síðara er að færast í vöxt. Það stafar af því að úti í fyrir- tækjunum eru ákveðin verkefni í gangi sem hægt er að ganga beint inn í. Það liggur þá beinast við að nota þau verkefni til að kenna fólkinu vinnubrögðin. Er eitthvað um að fólk vilji fá einka- kennslu hjá ykkur? - Já, það kemur fyrir að menn vilja það af ýmsum ástæðum, fremur en að sitja hóþnám- skeið. Þá bjóðum við uþþ á það, bæði hér í skólanum og á viðkomandi vinnustöðum. Yfir- leitt eru menn þá búnir að læra einhver undir- stöðuatriði og hafa ekki tíma eða þörf fyrir að fara í gegnum þau aftur. Þeir koma þá til okkar með beinharðar sþurningar og við setjumst niður með þeim og förum í gegnum þessi atriði. Síðan leggjum við fyrir verkefni í sam- ræmi við það. Þið búið Ifka til forrit? - Já. Við tökum að okkur verkefni sem leit- aö er með til okkar og þau eru af ýmsum toga. Sumt er unnið fyrir viðkomandi viðskiþtavini og nær ekki lengra og svo erum við að ígrunda að setja skjala- og bókaskráningarkerfi á markað í haust. Við höfum áhuga á að bjóða þetta á al- mennum markaði. Að vísu hefur ákvörðun ekki verið tekin, enn sem komið er, en það er mjög líklegt að við gerum þetta. Ég hef heyrt að þið séuð að fara af stað með sérstakt námskeið í mannlegum sam- skiptum. Hvað geturðu sagt mér um það? - Ástæðan fyrir því er sú að til er mikið af góðum efniviði sem er ákaflega óframfærinn. Þetta fólk þarf virkilega að komast á svona námskeið til þess að rétta úr eigin sjálfi. Við erum með þessu að leggja áherslu á aukið sjálfstraust og samskiþtaleikni einstaklingsins; að hann fari ekki bara út úr náminu með það að hafa lært eitthvað heldur að hann hafi gert sjálfan sig sjálfstæðari og standi réttari á eftir. Og nú er ferðamálaskóli á döfinni. - Rétt er það. Ferðamálaskóli íslands er nýr skóli sem verður settur á laggirnar af Tölvuskóla íslands og Félagi íslenskra ferða- skrifstofa. Hann á að taka til starfa í haust og það vill svo skemmtilega til að núna, þegar þetta viðtal er tekið, er ég nokkurn veginn kom- inn með lokanáms skrá. Þetta verður viðamikið nám sem tekur allan veturinn, um 600 kennslustundir, og það verður kennt alla daga vikunnar eftir hádegi. Þarna ætlum við okkur að fylgja öllum viðurkenndum, erlendum stöðl- um og námið verður viðurkennt af erlendum fagsamtökum. Þeir sem fara í gegnum þetta hjá okkur eiga að því loknu að geta nýtt sér það í atvinnu erlendis. Hvaða réttindi veitir þetta? - Við ætlum að útskrifa ferðatækna og við erum þá fyrst og fremst að mennta fólk til starfa á ferðaskrifstofum til að vinna þar við sölu, ráðgjöf, markaðssetningu á ferðum og skyldu efni. Þegar þú ferð inn á ferðaskrifstofu til að kaupa ferð ferðu ekki þar inn eins og þú sért að kaupa einn pott af mjólk. Þú þarft að fá ýmsar upplýsingar, til dæmis um hvar þú fáir ódýrasta hótelið, hvað sé sniðugast að gera á staðnum og svo framvegis. Undirbúningsvinn- an við þetta hefur aðallega hvílt á mér, Ingi- björgu Sverrisdóttur hjá Flugleiðum og Karli Sigurhjartarsyni hjá Félagi íslenskra ferða- skrifstofa. Einnig hafa verið kölluö til leiks þau Pétur Björnsson á Ferðaskrifstofunni Sögu og Auður Bjarnadóttir hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Þessi hópur kemur til með að stjórna skólanum og hafa faglegt eftirlit með náminu því að það verður að mæta þeim kröfum sem ferðaskrifstofur gera á hverjum tíma. Alþjóðleg viðurkenning, sagðirðu. Hafið þið þá verið í einhverjum samböndum er- lendis? - Já. Félag íslenskra ferðaskrifstofa er aðili að alþjóðlegum samtökum ferðaskrifstofa og þarna er um sameiginlega hagsmuni að ræða því að við þurfum að fylgja þeim reglum og stöðlum sem þarna eru settir iram. Þessi skóli menntar fólk fyrst og fremst til starfa á ferða- skrifstofum. Það er unnið markvisst að því núna að markaössetja ísland sem ferða- mannaland erlendis og það er ekkert ólíklegt að erlendum ferðaskrifstofum þætti fengur í því að fá fólk frá íslandi sem þekkir Island og möguleikana hér. Við getum sagt að þetta nám skiptist í tvennt; annars vegar umheimurinn og hins vegar ísland. Þarna verður farið í gegnum ferðaþjónustu sem starfsgrein, fólk verður upplýst um alþjóðasamtök, flutningsaðila, það verður farið í gegnum atriði eins og þjónustu og gistingu, tölvunotkun og bókunarkerii, út- gáfu á farseðlum og margt fleira. Það er mjög mikilvægt að fólk sem velst til þessara starfa geti skilað frá sér öllum gögnum á sem bestan hátt. Hluti af náminu verður því fólginn (því að vinna á ferðaskrifstofu í eina viku til að kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram. Svo verður svokölluð ferðalandafræði kennd en hún er auðvitað mjög nauðsynleg. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að bjóða og þekki hvað helst hefur aðdráttarafl á hverjum stað. Starf á ferðaskrifstofu er mjög fjölbreytt og við ætlum að taka fyrir ákveðna þætti þar að lútandi. Það hefur sýnt sig, eftir að farið var að ræða um þennan skóla í vor, að þörfin fyrir hann er mjög mikil enda ætlunin að mennta fólk til ákveðinna starfa. Hvenær hefst svo Ferðamálaskóli íslands? - í byrjun október en Tölvuskólinn hefur kennslu í september vegna þess að þá liggja yfirleitt fyrir stundaskrár grunnskólanna. Þá eru heimilin búin að sjá hvernig á að skipuleggja veturinn og fólk gerir sér betur grein fyrir hvaða tími er aflögu. Núna erum við búnir að skil- greina það námsefni sem við ætlum að kenna, raða niður tímum og það eru komnar fram ákveðnar hugmyndir um kennara, enda hafa nokkrir mjög hæfir kennarar þegar fengist. Er það rétt að þið hafið haldið námskeið fyrir útlendinga? - Já, við erum í samvinnu við sænska ferðaskrifstofu og á hennar vegum hafa komið hingað tveir tæplega þrjátíu manna hópar frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.