Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 12

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 12
Nú vefst tungan aö minnsta kosti þrjá hringi um tönnina frægu. Bjarni Hafþór verður í senn undrandi og spyrjandi á svip. „Ha, hvernig meinarðu?" - Ja, svona vini sem þú getur sagt hvað sem er, við hvaða aðstæður sem er, einhvern sem þú treystir hundrað prósent. „Utan fjölskyldunnar?" Undrunin er nú kom- in í röddina líka. - Já. „Nei, nei. Ég gæti áreiðanlega leitað til margra í fjölskyldunni minni og vona að enginn myndi hikavið að leita til mín. Þó ég eigi marga vini og kunningja hafa þau sambönd ekki veriö svona bein trúnaðarsambönd með tilheyrandi hjartans málum. Þar fyrir utan gæti ég ómögu- lega farið að flokka vini mína í bestu vini og svo næstbestu vini. Það hef ég ekki lagt stund á.“ - Ertu þá tilfinningamaður? „Jáaá.“ Hann dregur svarið aðeins við sig og er greinilega að vega og meta hversu mikið lesendur eiga að fá að vita um það svið. Loks er niðurstaða fengin. „Já, ég býst við að ég sé dálítið mikill tillfinningamaöur en ég hef fram til þessa reynt að temja mér að hafa stjórn á þeim eiginleika." - Nokkuð feiminn? „Ahh ... ég er það ekki almennt en þaö rennur þó á mig feimni stöku sinnum. Sem betur fer varir það ákaflega stutta stund, þá sjaldan það gerist." - Setjum sem svo að þú fengir eina ósk. Hvers myndirðu þá helst óska þér? Ekkert hik, svo einkennilegt sem það kann að virðast, gagnvart svona spurningu. „Ég þarf tvær, eina á mannlega sviðinu og aðra á því efnislega." - Jæja, þá færðu tvær. „Sú á mannlega sviðinu er að ég verði aldrei lostinn djúpri sorg, sjö, niu, þrettán. Ég hef séö ægivald sorgarinnar og sársaukann sem hún hefur í för með sér, séð þetta á fólki sem mér þykir vænt um og ég óttast sorgina." Það er greinilegt að honum er fúlasta alvara og augun virðast skyndlega öðlast aukna dýpt og mýkt. „Já, ég er hræddur við sorgina," endurtekur hann. Svo rífur hann sig upp og hugar að hinni óskinni. „Hún er nú einföld. Mig langar að verða ríkur, alveg moldríkur. Ekki til að telja peninga eins og Jóakim frændi, ég fengi ekkert út úr því, heldurtil þess að njóta þess sem peningar geta keypt - sjálfur og með öðrum." - Áttu kannski peninga? „Nei, svei því sem ég á nokkra peninga en ég stend i skilum. Vanskil eru nokkuð sem ég ætti erfitt með aö þola og konan mín færi blátt áfram yfir um við slíkt. Ég vona bara að ríkis- stjórninni takist að hemja verðbólguskrímslið því ef þaö fær að leika lausum hala er ég kom- inn í vont mál; allt á húsbréfum! En ósköp væri gaman að vera ríkur...“ - Viltu fleiri óskir, bara að gamni? „Já, já, því ekki það?“ - Ef þú gætir valið þér fólk til að hitta, hverjir lentu á listanum? „Halldór Laxness þegar hann skrifaði Vefar- ann mikla frá Kasmír. Hann hlýtur að hafa ver- ið í stórfenglegum ham! Michael Jackson og Paul McCartney saman og Adolf Hitler og Chaplin vildi ég líka hitta saman. Janis Joplin ... veistu ég hlustaði á hana um daginn og hugsaði linnulaust allan tímann: Hvernig varstu í raun og veru? Hvernig varstu? Sjón- varpssnillinginn Michael Aspel vildi ég hitta ... og svo hann pabba minn, aftur og aftur á bökk- um Laxár í Aðaldal, svo nokkrir séu nefndir." - Hverja vildirðu síst hitta? „Æ, þetta er ómöguleg spurning. Mér dettur enginn í hug nema Jack the Ripper (Kobbi kviðrista) að næturlagi!" - Þú nefnir Jack the Ripper. Það leiðir nú aðeins hugann að dauðanum, að ekki sé meira sagt. Hvað hugsarðu um eilífðarmál- in og andlegheitin? „Ég veitekki... ég hérna ...“ Bjarni Hafþór er aftur farinn að aka sér til og frá. „Maöur veit ekki hvað er til staðar í þessum andlega heimi. Það er hins vegar erfitt að neita þvi að hugarorkan eigi sér einhvern vettvang. Ef ég til dæmis tek ákvörðun um að hella á könnuna er aðgerðin sem slík líkamleg en í ákvarðana- tökunni felst einhvers konar hugarorka. Líkam- legu aðgeröirnar hljóta að hverfa með dauða líkamans en hvað verður um hugarorkuna skal ég bara ekki segja. Ég veit ekki hvert hún fer.“ Hann hugsar sig um og er greinilega ekki al- veg tilbúinn með endanlegar skoðanir. „Auð- vitað væri best að þessu lyki öllu I einu, rétt eins og maður sofnaði og dreymdi ekki neitt. En það eru ýmsar líkur sem benda til að þetta sé ekki alveg svona einfalt. Við erum alltaf að nota orku sem manni finnst að sé vart mælan- leg í neinu líkamlegu, efnislegu samhengi. Kannski er þetta bara eins og með vasaljósið. Þegar batteríið er í því og hlaðið fellur Ijós- geisli á umhverfið. Svo klárast batteríið og Ijós- ið er ekki lengur til staðar. Nei, ég veit ekki neitt um þetta. Annars trúi ég varla að ég sem orku- eining leysist upp í ekkert! Ég á voðalega erfitt með að finna einhvern endanlegan sannleika í þessu en hef engu að síður svolítið gaman af að velta þessu fyrir mér.“ Bjarni Hafþór er sestur upp og aftur verður blaðamanninum starsýnt á hversu miklu stærri hann virðist á fæti en skjá. Því liggur beinast við að spyrja: - Og hvað ætlarðu svo að verða þegar þú verður stór? „Ja, þegar ég verð stór - finnst þér ég ann- ars ekki nógu stór? Einn níutíu og einn í skóm númer 44? Nú, en þegar ég verð stór ætla ég að verða einn af þessum mönnum sem alltaf voru myndir af í lestrarbókunum í barna- skólanum. Þessi maður situr í stól inni í stofu heima hjá sér, er í inniskóm, við fætur honum liggur vesældarlegur og vel uppalinn hundur. Þessi maöur reykir pípu og les í bók eöa blaði. Hann er djúpvitur, þroskaður og á hollráð handa öllum, afskaplega skuldlaus og rólegur. Tilsvör hans eru greindarleg og sama máli gegnir um uppeldið hjá honum og ráðlegging- arnar til afkomendanna. Svo þú náir heildar- myndinni þá sko situr konan hans í öðrum stól og fæst viö hannyrðir, sennilega sauma. Á gólfinu leika börnin sér, svo greidd og snyrtileg í einhverjum algerlega hávaða- og ofbeldis- lausum leik og fjölskyldan hlustar saman á eitt- hvert menningarlegt efni í útvarpinu. Svona ætla ég aö verða og svona veröur líf mitt!“ Hann skellir upp úr, kátínan ólgar í augunum og togar munnvikin í áttina að eyrunum. Svo sveiflar hann fram öðrum fætinum, númer fjörutíu og fjögur. „Þetta er nú svona álíka sennilegt og að ég verði ballettdansmær! Sérðu mig í anda í Svanavatninu?" Blaða- maðurinn kýs að svara ekki spurningunni því einhverja virðingu verður að sýna viðmælend- um sem bjóða kaffi og lakkrís og skera ekki góðgjörðirnar við nögl. Bjarni Hafþór kveður með hlýju, þéttu hand- taki og blaöamaðurinn þarf aö halla sér aftur á bak til að sjá eitthvað annað en bringubeinið á manninum meðan kveðjuorðunum er kastað. Nei, það er ógjörningur að sjá hann fyrir sér í Svanavatninu en alveg bráðskemmtilegt að borða meö honum sælgæti eina síðdegis- stund. □ __ ^ Ferðamálaskóli Islands Nýtt nám á íslandi Ferðamálaskóli íslands er rekinn í samvinnu við Félag íslenskra Ferðaskrifstofa. Tilgangur hans er að þjálfa upp fólk til starfa á ferðaskrifstofum. Námið er stundað í dagskóla kl. 13 til 17 alla virka daga á tímabilinu október til mars. Námsefni er að verulegu leiti á ensku, og verða nemendur því að hafa gott vald á málinu. Innritun og frekari upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 09 til 17 alla virka daga. ® Sími 67 14 66 ® Sími 67 14 66 / Ferðamálaskóli Islands Höfðabakka 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.