Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 16

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 16
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA tFTIttlLKTARVIRT DRAIIMLÍF SVAR TIL SNÚLLA, 16 ÁRA Elsku Jóna Rúna! Ég verd að skrifa þérog vona svo sannarlega aðþú svarirmérsem fyrst. Éger 16 ára strákur og er gjörsamlega að verða brjálaður vegna þess að mig dreymir svo rosalega mikið. Frá því að ég var lítill hefur mig dreymt furðulegustu drauma og heilu næturnarnokkurn veginn stans- laust. Ég er elstur af fjórum systkinum og heima hjá mér er oftast allt á útopnu. Foreldrar mínir eru ágætir en málið er að þau eru ekki mjög trúuö á dulræna hluti og finnst mér það mjög mikill galli vegna þess að ég get eiginlega ekkert rætt við þau um þessa sérstöku drauma. Stundum kemur þó fyrir að þau fá áhuga vegna þess að það hefur sýnt sig að draumarnir mínir gerast næstum nákvæmlega eins og mig dreymdi þá, kannski nokkrum dögum eða vikum seinna. Ég er þó svolitið hræddur við þetta. Fyrir þónokkru dreymdi mig að einn vinur minn hefði lent í bilslysi og nokkrum vikum seinna gerðistþað. Hann lenti í umferðarslysi alveg á sama stað og mig var áður búiö að dreyma. Ég fór alveg í kerfi vegna þess að ég hafði ekki sagt vini mínum drauminn. Fannst það svo hallærislegt eða eitthvað. Svo þegar hann slasaðist mikið i raunverulega slysinu eins og i draumnum fékk ég svo rosalega bakþanka og einhverja óþaegilega tilfinningu innra með mér, sem reyndar er enn þá til staðar. Ég ræddi þetta við foreldra mína en þau virðast ekki skilja hvað þetta er óþægilegt fyrir mig, segja bara að þetta eldist örugglega af mér. Pabbi sagði að enginn gæti trúað á drauma, þeir væru ekki tengdir raunveruleikanum. Hann hefur þó sjálfur lent í draumi hjá mér og sá draum- ur kom fram, nákvæmlega eins og mig dreymdi hann. Mig dreymdi að hann væri á spítala og gæti ekki gengið. Tveim mánuðum seinna lenti hann einmitt á spítala af þvi að hann gat ekki gengið vegna baksins og það varð að skera hann upp. Stundum er ég svo hræddur við að sofna út afþessum draumum að ég ligg andvaka heilu næturnar. Einu sinni dreymdi mig að Jesús Kristur kom til mín, faðmaði mig að sér og setti Ijós yfir höfuðið á mér. Ef mig dreymir langa drauma eru sumir eins og heil saga. Stundum finnst mér líka í draumi að ég sé þar sem þeir dánu eru. Það er örugglega rétt hjá mér vegna þess að stundum hefur afi minn, sem er dáinn, komið í byrjun draumsins og farið með mig í umhverfi sem er ótrúlega fallegt og friðsælt. Eftir svoleiðis drauma er ég ekkert hræddur, líður bara vel og vil helst sofa lengur. Elsku Jóna Rúna, hvað á ég að gera ? Stundum hef ég á tilfinningunni að enginn strákur á mínum aldri standi í þessu draumaveseni og það gerir mig svo óvissan, asnalegan og einm- ana. Ég var víst mjög skyggn þegar ég var undir sex ára aldri og stundum kemur fyrir að ég sé þá sem eru dánir en ekki oft i seinni tíð. Ég man þó ekki mikið eftir þvi tímabili þegar mest bar á þessari skyggni hjá mér. Sumt man ég þó greinilega. Viltu hjálpa mér að reyna að skilja af hverju ég er svona en ekki til dæmis félagar mínir og systkini? Kæra Jóna Rúna, eru allirmiðlarsvona skilningsríkirog eins spes og þú?Ekki hætta að svara bréfum í Vikunniþvi ég veitað margir félagar mínir liggja í bréfunum sem þú svarar. Það er alveg öruggt mál að við unglingarnir stöndum með þér þó við segjum stundum í gríni: Ætlimanneskjan sé alltafhinum megin?Eða: Getur verið aðgellan sé göldrótteða eitthvað? Þinn einlægur aðdáandi, Snúlli. PS. Hvernig gæi heldurþú að ég sé? Viltu aðeins kíkja á manngerðina og kannski hugsan- lega möguleika mína? Dreymir þig mikið? Ástarþakkir fyrir allt. Kæri Snúlli! Mikið var bréfið þitt skemmtilegt. í svari mínu til þín skoðum við að sjálfsögðu drauma og mögulegt gildi þeirra. Vonandi verður það til að auðvelda þér þetta eitthvað og hugsanlega til að auka skilning þinn á þessum sérstaka hæfileika sem þú sýnilega hefur. Það er gleðilegt að heyra að þið unglingarnir séuð sáttir við svörin mín því ég er mjög „sátt" við ykkur. Sennilega er ég göldrótt á einhvern hátt eins og ykkur hefur svo skynsamlega dottið í hug. Ég fer bara vel með það eða þannig. Kærar þakkir fyrir uppörvunina, elskan. Þú spyrð hvort mig dreymi mikið. Sannleikurinn er sá að þetta síðasta ár í lífi mínu hefur mig dreymt ótrúlega nákvæmlega öll aðalatriði í lífi einstaklings sem hefur verið að kljást við mjög sérkennilegar að- stæður. Þessir mögnuðu draumar hafa ýmist verið berir eða táknrænir, auk þess að innihalda mjög mikilvæga leiðsögn eða ábendingar fyrir viðkomandi, 16 VIKAN ýmist í formi hvatningar eða umvöndunar. Ég segi eins og þú að það getur verið þrautafullt að vera meira en í meðallagi dreymin og ekki síst á dulrænan máta eins og ég og sennilega þú. Við notumst við innsæi mitt, reynsluþekkingu og hyggjuvit í allri um- fjöllun um þig og það sem íþyngir þér. DRAUMAR NAUÐSYNLEGIR FÓLKI Ef við til að byrja með íhugum drauma yfirleitt þá verð ég að segja að án þeirra væri tilvera okkar heldur fá- tækleg, að minnsta kosti stundum. Vísindamenn hafa eytt miklum tíma og fjármunum í að rannsaka draumlíf fólks og gera trúlega enn. Flest í þeim rann- sóknum bendir til að draumar séu fullkomlega nauð- synlegir fólki og án þeirra geti skapast hvers kyns sál- rænn vandi sem erfitt getur verið að henda reiður á hvernig kemur fram. Tilraunir, sem hafa verið gerðar með tækjum og til þess gerðum útbúnaði á til dæmis dýrum, hafa gefið mjög mikilvægar vísbendingar. Hafi þau til dæmis verið áreitt á byrjunarstigum draumlífs hafa þau brugðist mjög neikvætt við öllu utanaðkomandi áreiti, sérílagi því sem hefur orðið til að vekja þau af svefni sem inniheldur draumferil á fyrstu stigum. Sum hafa við endurteknar tilraunir fengið tímabundin geðræn vandamál sem talin eru benda til að í draumi sé ein- hver sú útrás nauðsynleg sem ekki fæst i vöku og þá tilfinningaleg og sálræn. Margt í vökulífi okkar er þess eðlis að það samræmist ekki þeim siðgæðis- kröfum sem flest heilbrigt fólk setur sér eða þjóð- félagsstaða þess krefst af því. Slíkt kveikir samt á- kveðnar þrá og langanir sem við bælum með okkur af ótta við höfnun eða umvöndun. Þegar þannig er ástatt fyrir fólki getur myndast mik- il sálræn og tilfinningaleg spenna sem verður að fá útrás ef viðkomandi á að halda góðri geðheilsu. Sjálfsvarnarkerfi þannig ástands virðist vera hvers kyns útrás þessara forboðnu tilfinninga eða langana í draumum sem síðan eru afgreiddir sem rugl ef eðli þeirra og innihald hentar okkur ekki í vöku. Svokall- aðar martraðir eru oftar en ekki af þessum toga. Eins er mannssálin margslungin og oftar en ekki er eitt og annað sem blundar í sálartetrinu sem við viljum af- neita og horfa framhjá. Það krefst samt sem áður ein- hvers konar léttis eða lausna og eins og áður sagði er draumlífið oftar en ekki vettvangur tímabundinna úr- lausna okkur til sáluhjálpar. BERDREYMI EÐA TÁKNDREYMI Mikill eðlismunur er á þeim draumum sem kallast berir eða táknrænir og áður sögðu draumlífi. Ef við íhugum þitt draumlíf þá ert þú sýnilega það sem kall- að er berdreyminn og það meira en i meðallagi vegna þess að þú virðist eiga nokkuð stöðugt og magnað draumlíf. Draumar, sem eru berir, koma eins og í þínu tilviki nokkuð nákvæmlega fram, mismun- andi fljótt eftir atvikum þó. I þannig draumum eru staðhættir, fólk og atburðarás venjulega nákvæm- lega eins og síðar endurtekur sig í raunveruleikan- um. Vissulega er á ferðinni í þessum tilvikum forspá sem rætist fyrr eða síðar. Það er því hægt að fullyrða að þú sért forspár með þessum sérstaka hætti. Aftur á móti er ágætt að átta sig á að ekki koma allir draumar fram og sumir þinna drauma geta auðveldlega fallið undir það sem áður sagði eða það sem nauðsynlegt er að fá útrás fyrir. Vissulega getur það verið nokkur áþján að fá upplýs- ingar um það sem framtíðin ber í skauti sér með þessum ómeðvitaða hætti. TÁKNDREYMI MUN ALGENGARA Tákndreymi er mun algengara fyrirbæri og mjög marga dreymir fyrir hinu og þessu á táknrænan máta. Þannig draumar eru oftast nokkuð stuttir og fremur skýrir. í þeim eru nöfn oft mjög mikilvæg og oftar en ekki þarf að ígrunda vel staðhætti, hluti, atburðarás og fólk í tákndraumum og vanda vel alla skoðun og mögulegt gildi þessara tákna. Sumir verða mjög færir í að túlka þannig drauma. Ef okkur dreymir til dæmis snjó gæti slíkt verið fyrir- boði tímabundinna erfiðleika og þá vita snjódraumar okkar alltaf á slíkt. Til er fólk sem verður að kallast bæði tákn- og berdreymið og dreymir þá jöfnum höndum þessar tvær ólíku tegundir drauma. Þeir hafa svipað gildi og tengjast báðir forspám með þessum sérstaka hætti. SÁLFARIR EN EKKI DRAUMAR Ef við veltum aftur á móti fyrir okkur þessum draum- um sem þér finnst þig vera að dreyma, þar sem afi þinn sækir þig og fer með þig á áður ókunna staði þar sem þér finnst vera heimkynni þeirra látnu, er ekki um draum að ræða heldur það sem fella mætti undir sálfarir. Vegna þess að sálfarir fólks fara oft fram í tengslum við svefn ruglum við þessu tvennu iðulega saman. Sennilegt er að þegar afi þinn birtist þér í svefni sé hann að leiða þig á vit þeirrar veraldar þar sem hann á heimkynni sín, það er ríki Guðs. í húsi föðurins eru, eins og Kristur sagði, margar vistarverur og af þeim ástæðum er ekki ólíklegt að þú kunnir að koma víða við í þessum ferðum með afa. 17.TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.