Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 29

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 29
í REYKJAVÍK f SEPTEMBER okkar í Tokyo eltu okkur á götu en þeir gættu sín á því að halda sig í hæfilegri fjarlægð til þess að vera ekki uppáþrengj- andi. Þegar við svo snerum okkur við og gerðum okkur lík- lega til þess að gefa þeim eig- inhandaráritun þá flykktust þeir í kringum okkur - en ekki fyrr en við gáfum grænt ljós.“ - Og hvernig var svo í Sov- étríkjunum? RB: „Þar leið okkur eins og við værum á öðrum hnetti. Þar er allt í niðurníöslu og þetta lít- ur út eins og versta fátækra- hverfi. Hótelin voru léleg og sóðaleg, maturinn vondur og illa útlítandi en sem betur fer fengum við allan mat sem við þurftum á aö halda sendan sérstaklega frá Englandi. Það var eins og að hafa farið í gegnum tímavél að koma til Moskvu, mörg herrans ár aftur í tímann. Allt var grátt og fólkið guggið og engan sá maður brosa.“ - Geturðu nefnt það sem ykkur þótti skemmtilegast úr þessu mikla tónleikaferðalagi? RB: „Einn atburður stendur upp úr i mínum huga. Það var þegar við komum fram á loka- tónleikunum í New York ásamt Bon Jovi og Billy Squ- ire. Við áttum að byrja að spila klukkan hálffimm og við vorum sannfærðir um að enginn myndi hlusta á okkur nema kannski vinir og vandamenn. Þegar við gengum svo fram á sviðið kom í Ijós að allt var fullt, sjötíu og tvö þúsund áhorfendur. Þetta var æöisleg tilfinning." - Segðu okkur aðeins frá því fyrir hvaða reynslu þið verðið frá aðdáendum utan sviðsins. RB: „Fólk biður okkur um að skrifa nöfnin okkar á ótrú- legustu hluti - skóna sína, skyrturnar, hendurnar og aftan á bakið svo fátt eitt sé nefnt. Einu sinni, þegar ég var að bíða eftir strætó, kom til mín státinn strákur sem var með stóran og þykkan tússpenna í hendi. „Dude,“ sagði hann og rétti mér pennann, „viltu skrifa nafnið þitt á ennið á mér.“ Mér varð litið á þennan volduga penna og þá bætti hann við til skýringar: „Þetta næst ekki af.“ Strákurinn virtist gera sér fulla grein fyrir hvað hann var að biðja um svo ég skrifaði nafnið mitt á ennið á honum ► Söngvari Skid Row, Sebastian Bach. og hann varð alsæll og gekk heldur betur hnarreistur á braut.“ - Kemur fólk öðruvísi fram við þig eftir að þú varðst þekkt- ur og frægur? RB: „Stundum ávarpar fólk á mínum aldri mig sem herra Bolan og þérar mig jafnvel. Ég bið viðkomandi þá ævinlega um að hætta þessu því svona lagað hefur einfaldlega ekkert að segja fyrir mig. Mér finnst þetta bara kjánalegt. Já, óneit- anlega kemur fólk, sem ekki þekkir mig vel, öðruvísi fram við mig en ella. Og áberandi er, þegar maður verður frægur, að allir vilja allt í einu verða vinir manns.“ - Hvað þykir þér best við velgengnina? RB: „Að vita af því að gömlu vinirnir hafa ekki snúið við mér baki. Þetta kann að hljóma ankannalega - en svona er það nú sarnt." ■ Skid Row lagði þungarokks- heiminn að fótum sér á mettíma meðal annars í New York, London, Tokyo, Moskvu og Munchen. ■ í Bandaríkjunum eru konur um 50% áheyrenda á tón- leikum Skid Row, í Evrópu eru karl- menn 85-90%. ■ Þeir seldu 3 milljónir ein- taka af fyrstu breiðskífunni, sem þeir kynntu á yfir þrjú hundruð tónleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.