Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 32

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 32
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR ÍSLENDINGAR GALDRAMENN - AUSTURRÍKISMENN GALDRANORNIR Nornir og galdramenn heyra ekki lengur sögunni tíl. Hér á landi mun vera starfandi nornaregla með tug fullgildra félaga að minnsta kosti, að því er sagði í viðtali við eina nornina í Vikunni fyrir allnokkru. En þótt nornir og galdramenn séu aftur komin á kreik verðum við að teysta því að galdrabrennur fyrri alda fylgi ekki í kjölfarið, enda hefur lítið frést af því að þetta nýja galdrafólk kalli veikindi yfir nágranna sína né heldur valdi annarri óáran. Rauðhærðar konur, gamlir menn, sígaunar og flækingar máttu fremur en aðrir eiga von á þvf að verða ákærðir fyrir galdra og brenndir á báli suður í Evr- ópu á sextándu og sautjándu öld. Hér á landi voru brenndir á báli einir tuttugu galdramenn og ein kona. Fyrsta galdra- brenna á Islandi fór fram árið 1625 og um hálfri öld sfðar var síðasti íslenski galdramaður- inn brenndur. Á árunum 1673 til 1675 áttu sér stað miklar nornaveiðar f Steyermark í Austurríki. Þær hófust með því að hvorki meira né minna en níutíu og fimm konur og karlar voru ákærð fyrir að hafa valdið Séra Páll Björnsson, hrellir íslenskra galdramanna. þrumuveðri og hagléli þar um slóðir og endaði þetta með því að tuttugu manns voru drepnir, annaðhvort hengdir eða hálshöggnir, en líkin voru að því búnu brennd á báli. Það tíðkaðist nefnilega ekki þarna, þegar hér var komið, að brenna fólk á báli heldur að- eins líkin að aftöku lokinni. Réttarhöldin yfir hinum ákærðu voru haldin f bænum Feldbach sem er um tveggja tfma ferð suður af Vín og klukkutíma ferð austur af Graz. Níu kílómetra frá Feld- bach er höllin Riegersburg. Þar má nú sjá mikið safn um galdra og galdraofsóknir fyrri alda. Þetta safn hefur verið sett upp til minningar um það sem gerðist þarna á sautjándu öld. NÓG AF PÚKUM OG ILLUM ÖNDUM Heimsókn í safnið vekur menn til umhugsunar um hvernig á þessum hræðilegu ofsóknum stóð bæði hér á landi og ann- ars staðar. Kirkjan og trúar- brögðin áttu rík ítök í fólki, ekki síst almúganum. Klofningur hafði orðið innan kirkjunnar og menn skiptust í tvo hópa, kaþólska og mótmælendur. Hvorir tveggja trúðu á djöfulinn og þá ógn sem af honum saf- aði og menn trúðu því að galdramenn og nornir gerðu við hann bandalag. í kennslu- bók í sögu eftir Ólaf Þ. Kristj- ánsson segir: „Galdratrú var mikil á 17. öld og galdra- hræðsla megn og almenn. Fólk trúði því, að nóg væri af púkum og illum öndum, sem vondir menn gætu sent til þess að vinna öðrum mönnum tjón. Ef kálfur drapst eða krakki meiddi sig, var göldrum kennt um. Því var trúað að galdra- nornir gerðu samning við Sat- an og seldu sig honum, og oft þóttust menn sjá þær ríða á sópskafti í loftinu að næturlagi til fundar við hann. Andleg og veraldleg yfirvöld gengu rögg- samlega fram í að leita „galdranornirnar" uppi. Þær voru síðan píndar til játningar og brenndar á báli á almanna- færi. Galdrabrennur voru miklu tíðari í löndum mót- mælenda en í löndum kaþ- ólskra manna." Á Jónsmessunótt eða Val- borgarmessu, sem er í maí- byrjun, var sagt að nornir efndu til svokallaðs norna- sveims, svallveislu þar sem saman komu illir andar, nornir og jafnvel var þar mættur kölski sjálfur. Nornasveimur- inn fór fram á hæðum og fjalls- tindum og í þessum veislum bundust galdramenn og -kon- ur kölska. Því var það að Inn- ocensíus VIII páfi sendi út páfabréf árið 1484 og tilkynnti að fjöldi fólks í Þýskalandi hefði gengið döflinum á hönd og nauðsynlegt væri að gera eitthvað róttækt til þess að sporna við þessari þróun. KENNSLUBÓK í NORNAVEIÐUM Þremur árum síðar eða 1487 kom út bókin Hexenhammer sem dóminikusarmunkurinn Jakob Sprenger og félagi hans höfðu samið. Þetta var kennslubók í nornaveiðum og skiptist hún I þrjá hluta. í fyrsta hluta bókarinnar var skýrt frá því hvernig þekkja mætti galdranornir en eitt aðalein- kenni þeirra var sagt rauða 32 VIKAN 17. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.