Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 57

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 57
Martin Short, sem geröi þaö gott í myndunum Three Amigos og Innerspace, leik- ur í myndinni Pure Luck eöa Hrein heppni. Myndin er laus- lega byggö á franskri mynd sem heitir á frummálinu La Chévre eöa Geitin og er frá ár- inu 1981. Pure Luck fjallar um stúlku sem týnist í Mexíkó. í Ijós kemur aö henni hefur veriö rænt. Mannræningjarnir krefj- ast síðan lausnargjalds. Faðir stúlkunnar er auðkýfingur og ræöur til sín hina bestu einka- spæjara. Þeim miðar þó ekkert þannig aö hann ræður til sín óheppnasta mann veraldar til aö leita aö stúlkunni. Þennan óheppna og klaufska náunga leikur Martin Short. The Commitments er kvik- mynd undir leikstjórn Alans Parker (Mississippi Burning). Myndin fjallar um hljómsveit sem heldur til Dyflinnar í þeim tilgangi aö kynna soultónlist. True Identity er margslung- in spennumynd. Fjallar hún um enskan blökkumann sem reynir aö færa sönnur á aö mafíósi sem talinn hefur verið dauður sé í rauninni enn í tölu lifenda. Töffararnir Micey Rourke (Desperate Hours) og Don VÆNTANLEGT Þar meö er þessari uþptaln- ingu lokið. Kvikmyndafram- leiðendur láta þó ekki deigan síga. Kvikmyndasmiðjan Hollywood heldur áfram að framleiða. Kvikmyndavélar suða enn. Handritahöfundar halda áfram að skrifa eins og þeir eigi lífið aö leysa. Við eig- um eftir að sjá fullt af góöum og bitastæðum myndum í framtíðinni. Við skulum forvitn- ast eilítið meira. Ellen Barkin (The Big Easy, Sea of Love), Jack Nic- holson (Batman), Beverly D’Angelo (Pacific Heights) og Harry Dean Stanton (Paris, Texas, Wild at Heart) munu leika í kvikmyndinni Man Trouble. Söguþráðurinn er dálitið krassandi. Ellen Barkin leikur söngkonu sem leitar til systur sinnar, sem leikin er af Beverly D'Angelo, eftir að brotist hefur verið inn til hennar. Þar með er ekki öll sagan sögð. Persóna Beverly í myndinni er að skrifa endur- minningar sínar. í þeim getur hún um nýjasta kærasta sinn sem er einn ríkasti maður ▲ Lagt á ráðin i myndinni Mobsters. Johnson leika í kvikmynd sem hlotið hefur titilinn Har- ley Davidson & The Marl- boro Man. Leika þeir flökku- menn sem aðeins vilja njóta lífsins. Drápsbrúðan Chucky er aftur komin á kreik. ( Childs Play 3 plagar dúkkan Chucky strákinn Andy sem nú er orð- inn 16 ára og kominn í her- skóla. Leikstjórinn David Mamet (Things Change, House of Games) leikstýrir myndinni Homicide. Leikarinn Joe Mantegna (Godfather 3) leik- ur þar gyðingalöggu sem kemst að miklu ráðabruggi sem snertir hann sjálfan og trú hans. landsins. Ríka manninn leikur Harry Dean Stanton. Þegar Ellen Barkin kemur síðan að húsi systur sinnar sér hún að búið er að brjótast inn þar líka. Systurina sér hún hvergi. í þokkabót er þernan líka horfin. Ellen Barkin kallar til öryggis- þjónustu sem hefur yfir varð- hundum að ráða. Temjari hundanna er leikinn af Jack Nicholson. Jack kemur síðan á vettvang en hann er ekki all- ur þar sem hann er séður. Harrison Ford fer bráðum að setja sig í hasarstellingar eftir að hafa að undanförnu leikið i dramatískum kvik- myndum eins og Presumed Innocent og Regarding Henry. Hann mun leika í ævintýramyndinni Night Ride Down. Myndin á að gerast árið 1935 og fjallar um for- mann járnbrautafélags sem leikinn er af Harrison Ford. Dóttur hans er rænt. Faðirinn fer á eftir henni og leggur sig í talsverða hættu. Night Ride ◄ Leikkonan snoppufriða Ellen Barkin. Rithöfund- ur í sálar- kreppu í Barton Fink. ▲ Leikstjórinn Sean Penn að skoða handritið að mynd sinni, The Indian Runner. Down á að bjóða upp á stans- laust fjör og spennu og mikið er um áhættuatriði. Leikstjóri er Harold Backer sem meðal annars leikstýrði myndunum Sea of Love og The Boost. Nichoias Cage (Wild at Heart, Firebirds), nýstirnið Sarah Jessica Parker og James Caan (Misery) eiga að leika í Honeymoon in Las Vegas. Nicolas Cage leikur einkaspæjara sem tapar elsk- unni sinni í peningaspili við fjárglæframann sem leikinn er af James Caan. Leikstjórinn James Camer- on (Terminator 1 og 2, Aliens, The Abyss) ætlar næst að gera aðeins ódýrari mynd. Hann mun leikstýra The Crowded Room sem byggð er á bókinni The Minds of Billy Milligan. Þetta er sann- söguleg kvikmynd sem fjallar um persónu sem hefur 24 persónuleika. Sjáið þið Arnold Schwarzenegger fyrir ykkur sem krossfara í kvikmynd sem á að gerast á miðöldum? Holl- endingurinn fljúgandi eða Paul Verhoeven (Total Recall og Robocop I) mun leikstýra myndinni The Crusades (en alls voru krossferðirnar sex að tölu) og austurríska vöðvafjall- ið leikur í myndinni. Breski leikstjórinn Nicolas Roeg (Track 29) mun leikstýra nýrri mynd sem hlotið hefur tit- ilinn Chicago Loop. Eigin- kona leikstjórans, Theresa Russel, leikur löggu sem leitar að vitskertum morðingja f Chicago. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Paul Theroux, þann sama og skrifaði bókina The Mosquito Coast. Rit- höfundurinn sjálfur skrifar handritið að myndinni. Loksins, loksins fer Drakúla greifi aftur á stjá. Leikstjórinn Francis Ford Coppola styðst við hina sígildu skáldsögu Bram Stokers sem heitir ein- faldlega Dracula. Nafntogaðir leikarar leika í myndinni. Wi- nona Ryder (Mermaids) leikur í henni ásamt Anthony Hopk- ins (Silence of the Lambs) og Eric Roberts (Mask, Some- kind of Wonderful, Memphis Belle). Það verður gaman að sjá hvernig Coppola tekur á myrkrahöfðingjanum. Hver man ekki eftir frábærri frammistöðu Steves Martin f myndinni La Story? Brátt leik- ur hann í nýrri mynd sem heita mun Grand Canyon. Og aftur er Los Angeles tekin fyrir og það litríka mannlíf sem þar ríkir. Leikarar auk Steves Martin eru: Danny Ciover (Predator 2), Kevin Kline
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.