Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 54

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 54
UNG SKÁLD J LJÓSM.: BINNI Það er synd hve hugarheimur barna er oft hulinn þeim fullorðnu, því börnin eru oft vitrir litlir einstaklingar sem mikið er hægt að læra af. En til þess að það sé hægt þarf að hlusta og til að hiusta þarf að gefa sér tíma. Tíminn er þeim full- orðnu afar dýrmætur, því tíminn er peningar. Þess vegna hefur nútíma barna- pían, sjónvarpið og myndböndin, yfirdrifið nógu að sinna. Margir hafa óttast að afleiðingar þessa gætu meðal annars komið fram í skertri sköpunargáfu barn- anna. Öllu því sem bendir til að þessi ótti sé ástæðulaus er því innilega fagnað. Einn slíkur atburður var Listahátíð barnanna sem nú nýlega var haldin með pomp og prakt. Af því sem þar var að sjá og heyra þurfum við ekki að óttast um framtíð Sögueyjunnar í höndum þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Vikan leitaði til tveggja stúlkna sem tóku þátt í hátíðinni og í Ijós kom að báð- ar yrkja Ijóð og skrifa sögur. Eftir aðra þeirra birtist Ijóð í Ljóðabók barnanna en eftir hina birtist Ijóð í Dagblaðinu og á sýningu í tengslum við hátíðina. HEF SENT VÍSUR MEÐ GJÖFUM ... Ragnhildur Björg Gunnarsdóttir er tólf ára. Hún byrjaði að yrkja á sænsku, en hún átti heima í Svíþjóð til átta ára aldurs. Hvað varstu gömul þegar þú ortir fyrsta Ijóðið þitt? Ég var fimm eða sex ára. Manstu af hverju þú byrjaðir á þessu? Já, mér þótti svo gaman að láta orð ríma og fór að leika mér að því að setja saman vísur með rími. Hefurðu ort mörg Ijóð? Já, ég á nokkur. Mörg þeirra hef ég ort til ömmu og afa og stundum sent vísur með gjöf- um til þeirra. Skrifar þú sögur Ifka? Já, mér finnst mjög gaman að skrifa sögur og geri það stundum. Um hvað fjalla þær? Þær fjalla um hitt og þetta sem mér dettur f hug en oftast þó um það sem gerist í raunveru- leikanum. Ætlarðu að birta þær einhvern tíma? Nei, það ætla ég ekki að gera. Hvers vegna ekki? Mér finnast þær ekki vera neitt sérstakar enda er ég bara að skrifa þær fyrir sjálfa mig og fjölskyldu mína. Er mikið lesið á þínu heimiii? Já, nokkuð mikið. Þegar ég var lítil var mikið lesið fyrir mig. Eru lesin Ijóð? Stundum lesum við Ijóð hvert fyrir annað. Bæði mamma mín og systir mín hafa mikinn áhuga á Ijóðum. Amma mín les Ifka oft Ijóð fyrir mig. Eftir hvaða höfunda eru þessi Ijóð? Flest eru eftir Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson og Einar Benediktsson. Finnst þér Ijóð þessara höfunda vera skemmtileg? Já, það finnst mér, en sum eru samt svolítið sorgleg. Lærirðu Ijóð í skólanum? Við erum alltaf látin læra eitt Ijóð f hverri viku. Hvaða Ijóð eru það? Þau eru eftir ýmsa höfunda, svo sem Stein Steinarr og Örn Arnarson. Yrkið þið sjálf í skólanum? Það er ekki oft en hefur þó komið fyrir. Til dæmis vorum við að leika okkur aö yrkja á ensku, ég og Lilja vinkona mín, og þetta kom út úr því: There’s a hole in my pocket There's a hole in my pocket I cen feel it with my fingers. The hole is small but I can feel it with my fingers. Everything I put in my pocket I can't find again. Nobody knows about my hole except me and my fingers. Áttu þér uppáhaldsskáld? Ég veit nú ekki. Flest skáldin eru svo góð að ég vil ekki gera upp á milli þeirra. Ætlarðu að verða skáld eða rithöfundur þegar þú verður stór? Kannski, það á bara eftir að koma í Ijós. 54 VIKAN 17.TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.