Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 42

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 42
„Ég get alveg sagt þér aö svona mál hafa komið upp á fundum hans áður,“ sagði Lancte. „í Ridgeway var ung, ófrísk kona barin svo illa að hún missti fóstrið. Hún sagðist ekki geta borið kennsl á árásarmanninn en við höldum að það geti hafa verið einn mótorhjólamanna Stillsons. Fyrir mánuði náði fjórtán ára strákur sér í brotna höfuðkúpu. Hann var með litla plastbyssu. Hann gat heldur ekki borið kennsl á árásarmanninn. En vegna byssunnar teljum við aö um of harkaleg viðbrögð hafi verið að ræða hjá öryggisvörðum." En vel að orði komist, hugsaði Johnny. „Funduð þið engan sem sá það gerast?" „Engan sem vildi segja neitt." Lancte brosti gleðisnauðu brosi. „Hann er maður fólksins." „Og er með sinn eigin alríkislögreglumann." Lancte yppti öxlum. „Hvað get ég sagt? Ég verð skelkaður stundum. Hann hefur heilmikla persónutöfra. Ef hann benti á mig úr púltinu og segði fólkinu á einum þessara funda hver ég væri, hugsa ég að það myndi ganga frá mér.“ Johnny hugsaði til hópsins síðdegis og til fallegu stúlkunnar sem veifaði vatnsmelónunni móðursýkislega. „Þetta gæti vel verið rétt hjá þér,“ sagði hann. „Svo vitir þú eitthvað sem gæti komið okkur að gagni...“ Lancte hallaði sérfram á við. „Kannski fékkstu jafnvel vitrun um hann. Kannski var það hún sem kom þér úr jafnvægi." „Það má vel vera,“ sagði Johnny alvarlegur. „Nú?“ Eitt tryllt andartak íhugaði Johnny að segja þeim allt. Svo vísaði hann því á bug. „Ég sá hann í sjónvarpinu. Ég hafði ekkert sérstakt að gera í dag svo ég ákvað að koma hingað og sjá hann í eigin persónu. Ég býst ekki við að hafa verið eini utanbæjarmaðurinn sem það gerði." „Það er áreiðanlegt," sagði Bass af ofsa. „Og er það allt og sumt?“ spurði Lancte. „Allt og surnt," sagði Johnny og hikaði síðan. „Nema ... að ég held að hann vinni þessar kosn- ingar.“ „Við erum vissir um það,“ sagði Lancte. „Nema við fáum eitthvað á hann. Fram að því er ég alveg sammála Bass lögreglustjóra. Haltu þig fjarri fundum hans.“ „Hafið ekki áhyggjur af því." Johnny leit frá Lancte til Bass. „Álítið þið að hann muni reyna að ná lengra fái hann sætið í fulltrúadeildinni?" „Jesús grét,“ sagði Bass og ranghvolfdi augun- um. „Þeir koma og fara, þessir náungar," sagði Lancte. Augu hans höfðu ekki hvikað af Johnny. „Náungar eins og Stillson eiga sér engan stöðug- an pólitískan grunn, aðeins tímabundna sam- steypu sem hangir saman í smátíma og hrynur svo. Sástu hópinn í dag? Menntaskólakrakkar og verkamenn að hrópa húrra fyrir sama manninum. Það er ekki stjórnmálalegs eðiis, það er æði á borð við húla-hopp hringi eða bítlahárkollur. Hann fær sitt kjörtímabil í deildinni og snæðir ókeypis til 1978 og þar með búið. Það máttu reiða þig á.“ En Johnny hafði sínar efasemdir. * 2 * Næsta dag var vinstri helmingur ennis Johnnys orðinn afar litríkur. Dökkfjólublátt - næstum svart - fyrir ofan augabrún fór yfir í rautt og síðan í glaðlega gult við hársvörðinn. Hann synti tuttugu sinnum yfir laugina og lá síð- an másandi á sólstól. Honum leið hræðilega. Hann hafði sofið í innan við fjóra tíma nóttina áður og öllum svefninum höfðu fylgt erfiðir draumar. „Hæ, Johnny ... hvað segirðu gott?“ Hann sneri sér við. Ngo stóð fyrir aftan hann og brosti. „Hvernig líkaði þér fundurinn?" spurði hann. Ngo brosti. „Afar áhugaverður," sagði hann. Það var engin leið að lesa neitt úr augum hans. „Við skemmtum okkur öll vel, en þú?“ „Ekki sérlega vel,“ sagði Johnny og snerti kúl- una með fingurgómunum. Hún var mjög aum. „Já, þú ættir að setja steik á þetta,“ sagði Ngo og brosti enn blíðlega. „Hvað fannst þér um hann, Ngo?“ „Við eigum að skrifa ritgerð um hann. næsta þriðjudag en kennararnir báðu okkur að ræða ekki um hann fram að því.“ „Hvað ætlar þú að segja í ritgerðinni?“ Ngo horfði á bláan sumarhimininn. Hann og himinninn brostu hvor við öðrum. Hann var lág- vaxinn maður og fyrstu gráu hárin voru að koma. Johnny vissi nánast ekkert um hann; vissi ekki hvort hann hefði veriið giftur, ætti börn, hvort hann hefi flúið áður en víetkongmenn náðu stjórninni, hvort hann væri frá Saigon eða nærliggjandi hér- uðum. Hann hafði ekki hugmynd um stjórnmála- skoðun Ngos. „Manstu þegar við ræddum leikinn um tígris- dýrið hlæjandi?" spurði Ngo. „Já,“ sagði Johnny. „Ég skal segja þér frá raunverulegu tígrisdýri. Þegar ég var drengur kom grimmt tígrisdýr heim að þorþinu mínu. Það var le manger d’homme,. mannæta, nema það var það ekki, það át drengi og stúlkur og gamlar konur vegna þess að þetta var í stríðinu og það voru engir menn til að éta. Ekki stríðið sem þú veist um, heldur síðari heims- styrjöldin. Hann var kominn upp á mannakjöts- bragðið, þessi tígur. Hver átti að drepa þessa hryllilegu skeþnu í litlu þorpi þar sem yngsti mað- urinn var sextugur og einhentur og elsti drengur- inn var ég sjálfur, aðeins sjö ára gamall? Og dag einn fannst þessi tígur í gryfju sem konulík hafði verið sett í sem tálbeita. Það er hryllilegt að beita gildru með manneskju sem sköpuð er í mynd Guðs, ætla ég að segja í ritgerðinni, en ennþá hræðilegra að gera ekkert meðan tígurinn ber lítil börn á brott. Og ég ætla að segja í ritgerðinni að vondi tígurinn hafi enn verið á lífi þegar við fund- um hann. Þó stjaki stæði í gegnum búk hans var hann enn á lífi. Við börðum hann til dauða með hlújárnum og lurkum. Gamlir menn og konur og börn, sum börnin^svo hrædd og æst að þau vættu sig. Tígurinn féll fgryfjuna og við börðum hann til bana með hlújárnunum okkar vegna þess að mennirnir í þorpinu voru farnir að berjast við Jap- ani. Ég er að hugsa að þessi Stillson sé eins og þessi vondi tígur sem kominn var með smekk fyrir mannakjöti. Mérfinnst það ætti að egna fyrir hann gildru og að hann ætti að falla í hana. Og lifi hann það af finnst mér að það ætti að berja hann til dauða.“ Hann brosti blítt við Johnny í sumarsólinni. „Finnst þér það í alvöru?" spurði Johnny. „Ó, já,“ sagði Ngo. Hann talaði frjálslega, eins og þetta skipti engu máli. „Hvað kennarinn minn segir þegar ég skila inn svona ritgerð, veit ég ekki.“ Hann yppti öxlum. „Líklega segir hann að ég sé ekki búinn að ná bandarískum hugsunar- hætti. Hvað fannst þér, Johnny?“ „Ég held að hann sé hættulegur," sagði Johnny. „Ég ... ég veit að hann er hættulegur." „Já, ég held að þú vitir það,“ sagði Ngo. „Aðrir hér í New Hampshire sjá hann sem viðfelldinn trúð. Þeir sjá hann eins og margir hér sjá svarta manninn, Idi Amin Dada. En ekki þú.“ „Nei,“ sagði Johnny. „En að leggja til að hann verði myrtur...“ „Ég er aðeins að tala um pó//f/sWmorð,“ sagði Ngo, brosandi. „Og sé ekki hægt að myrða hann pólitískt?" Ngo brosti til Johnnys. Hann rétti úr vísifingri, beygði þumalinn og smellti honum svo niður. „Bang,“ sagði hann mjúklega. „Bang, bang, bang.“ „Nei,“ sagði Johnny, hissa á hæsinni í rödd sinni. „Það er aldrei lausn. Aldrei. „Er það ekki? Ég hélt að það væri lausn sem þið Amerikanar beittuð mjög oft. Ég verð að halda áfram að vinna. Sjáumst síðar.“ Johnny horfði á eftir lágvaxna manninum hverfa fyrir hornið á húsinu. Nei. Manndráp sáir aðeins fleiri höggormstönn- um. Ég trúi því. Ég trúi því af öllu hjarta. FRAMHALD í NÆSTU VIKU Tölvugrunnur Töflureiknir Skýrslugerð Ritvinnsla Bókfærsla Windows Gagnagrunnur Lokaverkefni Tölvubókhald Verslunarreikningur Tölvuskóli íslands / famrbroddi lnnritun og upplýsingar ö Hofðabakka 9 Innntun hafin ! ® 67 14 66 Skrifstofutækninám 0 08:00 tU 22:00 Nám sem nýtist Alla daga Skrifstofutækni 42 VIKAN 17 TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.