Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 28

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 28
TÓNLEIKAR MEÐ SKID ROW ÞAÐ BESTA ENN ÓKOMIÐ SAMTAL VIÐ RACHEL BOLAN BASSALEIKARA Igfe. '7 H rm 1 : JSir 1 ^ ^ i Velgengnin byrjaöi skyndilega á hvössum miðvikudagsmorgni þann 25. janúar 1989, þegar fyrsta platan þeirra kom út. Þennan sama dag komu Skid Row i fyrsta sinn fram á útitón- leikum þegar strákarnir hófu tónleikaferð um Bandaríkin með Bon Jovi sem sérstakir gestir. Þrjú hundruö tónleikum síðar, þegar þeir höfðu jafn- framt selt þrjár milljónir eintaka af plötunni sinni, 31. mars 1990, komu Skid Row fram í síðasta sinn í þeim tilgangi að kynna metsöluplötuna. í það skipti komu þeir fram ásamt hljómsveitinni Aerosmith. Á fimmtán mánaða löngu tónleikaferðalaginu voru strák- arnir í félagsskap ekki ómerk- ari hljómsveita en Bon Jovi, Motley Crue og Aerosmith og að sjálfsögðu lærðu þeir margt af þeim. Þeir Sebastian Bach, Snake Sabo, Rob Affuso, Rachel Bolan og Scotti Hill breyttust á þessu tímabili úr óreyndum smástrákum í þræl- öflug hörkutól sem ekkert fékk lengur stöðvað. Jafnframt er Ijóst aö meðlimum Skid Row tókst í raun að leggja þunga- rokksheiminn að fótum sér á mettíma - ekki bara í Banda- ríkjunum heldur einnig borg- um eins og Tokyo, London, Moskvu og Munchen. Alls staðar hafði Skid Row komiö fram. Já, það hefur sannarlega verið mikið á seyði hjá hljóm- sveitinni á þessum tíma. Þeg- ar önnur breiðskífa þeirra Skid Row-manna var í burðarliðn- um í sumar var haft viðtal við bassaleikara hljómsveitarinn- ar, Rachel Bolan, og var hann fyrst spurður að því hvort þessi mikla velgengni hefði ekki breytt lífi hans svo um munaði. Rachel Bolan: „Platan okk- ar hefur selst í milljóna eintök- um á þessum stutta tíma og við höfum farið hringinn í kringum hnöttinn. Svo skamm- ur er tíminn reyndar aö mér er ekki enn farið að spretta grön. Nei, frægöin hefur ekki breytt neinu fyrir mig.“ - Líður þér ekkert ööruvísi en áður? RB: „Nú er ég reynslunni ríkari. Eitt af því minnisstæð- asta sem fyrir mig kom á tíma- bilinu gerðist þegar ég var í leigubíl í New York. Bíllinn hafði numið staðar á rauðu Ijósi. Ég heyrði aö náunginn í bílnum við hliðina, vel klæddur og virðulegur, var að hlusta á lag af plötunni okkar... og ég sá ekki betur en hann hrein- lega lifði sig inn í tónlistina. Hann hafði ekki hugmynd um að við værum þarna við hliðina á honum og þess vegna var skemmtilegt að sjá hvernig 28 VIKAN 17. TBL. 1991 tónlistin virtist hafa náð algjör- um tökum á honum." - Þið vorum í slagtogi með þremur bestu hljómsveitunum vestanhafs á sviði þunga- rokksins, Bon Jovi, Motley Crue og Aerosmith. Gætir þú lýst þessum hljómsveitum aðeins og jafnvel borið þær saman? RB: „Bon Jovi voru með lengsta og mesta prógrammið. Aðdáendahópur þeirra var lík- ast til sá fjölbreytilegasti, allt frá smákrökkum upp í viröu- legar mæður sem komu með börnin sín til þess að geta skemmt bæði sjálfum sér og þeim. Þegar við vorum í Evr- ópu með Motley Crue var mannfjöldinn mjög æstur. Á tónleikana þar kom ungt fólk af öllu tagi, hjólreiðakappar, pönkarar - og lið á borð við okkur. Þetta var rosalegt stuð. Aerosmith hafa spilað tölu- vert lengi og þvf komu tvær kynslóðir aðdáenda á tónleik- ana með þeim, bæði þeir eldri og hinir yngri." - Er mikill munur á tónleikagestum í Evrópu og Bandaríkjunum? RB: „í Bandarfkjunum eru stelpur aö minnsta kosti jafn- margar og strákarnir. í Evrópu aftur á móti eru þeir í meiri- hluta, aö minsta kosti 85-90 prósent tónleikagesta. Þess vegna verður þar oft mjög heitt í kolunum, vægast sagt. Þeir eiga til aö kasta flugeldum og flöskum upp á sviðið og við megum hafa okkur alla við til þess að fá ekki þetta drasl í hausinn.“ - Hvernig líkaði ykkur í Japan? RB: „Þar er hraðinn ofboðs- legur. Ég er vanur því að búa við mikinn ys og þys í New York en hraðinn er örugglega helmingi meiri í Japan. And- rúmsloftið á tónleikunum var oft mjög furðulegt - enda ekk- ert skrítið þar eð fæstir áheyr- enda skildu hvað við sögðum. Eiginlega er ekki um bein fagnaðarlæti að ræða, eins og við eigum að venjast, og klappið er allt öðruvísi. Þetta getur verið mjög skrítið. Jap- anir eru vægast sagt afar hóg- værir og kurteisir en engu að síður getur myndast ágætis stemmning og fólkið skemmtir sér greinilega. Þeir halda sér bara meira í skefjum. Stund- um kom fyrir aö aðdáendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.