Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 55

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 55
LJOÐ RAGNHILDAR Fólk Fólk fjölgar sér ótrúlega hratt samt eru englr tveir eins. Það er alltaf eitthvað öðruvísi. Sem betur fer því hvernig væri heimurinn af allir væru eins? Mengun Fólkið stendur á gangstéttinni og kúgast af menguninni meðan bíiarnir þeysa áfram og vaida meiri og meiri mengun. Nöfn Margir ruglast á nöfnum. Þau gætu eins kallað okkur Gísla, Eirík og Helga. Það er orðið vandamál þegar enginn man hvað maður heitir. GERI ÞETTA BARA AF ÞVÍ AD ÞAÐ ER SVO GAMAN tilefni 75 ára afmælis Alþýðusambands (slands var nú fyrir skömmu gefin út Ljóðabók barnanna eftir börn fyrir börn og fullorðna. Auðséð er að mikill metnað- ur hefur verið lagður í að gera bókina sem best úr garöi enda er hún sérstaklega falleg. Og ekki spillir innihaldið sem er bæði holl og skemmtileg lesning. Fyrsta Ijóðið í bók- inn er eftir tíu ára stúlku, Katrínu Guðbjörgu Jóhannesdóttur. Vikan spurði hana hvernig Ijóðið hefði orðið til: Það var eitt kvöldið að ég var að hugsa og hugsa um Ijóð til að senda í Ijóðasamkeppn- ina. Þá var ég nýbúin að læra um rætur blóma í líffræðinni og allt í einu fannst mér dagurinn vera eins og rót niðri í jörðinni. Rótin veit nefni- lega ekki hvernig jurtin verður sem vex af rót- inni alveg eins og fólk veit ekkert hvernig dag- urinn verður. Ertu að meina að dagarnir séu svona misjafnlega góðir? Já, suma daga gerist heilmargt en aðra daga gerist ekki neitt. Til dæmis getur gamall maður vaknað hress um morgun, verið orðinn veikur um miðjan dag og dáið um kvöldið. Hefurðu ort mörg Ijóð? Nei, ekkert mjög mörg. Skrifarðu sögur? Stundum skrifa ég stuttar sögur sem fjalla um hitt og þetta sem mér dettur í hug. Hvort finnst þér skemmtilegra að yrkja Ijóð eða skrifa sögur? Mér finnst það jafnskemmtilegt. Hvort finnst þér auðveldara? Hvorugt því mér finnst frekar erfitt að vera ánægð með það sem ég skrifa. Annars geri ég þetta bara af því að þaö er svo gaman. Ætlarðu einhvern tíma að birta sögur eft- ir þig? Ég veit það ekki, það kemur bara í Ijós. Lestu mikið? Já. Hvaða bækur lestu helst? Alls konar spennusögur og barna- og ungl- ingabækur. Er mikið lesið heima hjá þér? Já, við lesum margs konar bækur, mest sög- ur og stundum líka Ijóð. Er lesið fyrir þig? Þegar ég var lítil var oft lesið fyrir mig og stundum ennþá. Eftir hvaða skáld eru Ijóðin sem lesin eru fyrir þig? Tómas Guðmundsson og Davíð Stefáns- son. Lærirðu Ijóð í skólanum? Já, við lærum Ijóð einu sinni í viku. Finnst þér þau skemmtileg? Já, sum eru skemmtileg en flest eru þau ágæt. Áttu þér uppáhaldsskáld? Já, Siguröur Elíasson og Tómas Guð- mundsson eru skemmtilegir. Einnig finnst mér gaman að lesa eftir Halldór Laxness þó staf- setningin hjá honum sé svolitið skrítin. Ætlarðu að verða skáld eða rithöfundur þegar þú verður stór? Nei, það held ég ekki, annars veit ég það ekki, það kemur bara í Ijós. LJÓÐ KATRÍNAR Dagurinn er eins og rót niðri í jörðinni og af rótinni vex blómið sem leitar að sólinni en veit ekki hvort sólin muni skína á það alveg eins og við vitum ekki hvernig dagurinn verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.