Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 8
■ Faðir minn hafði mjög einfalda aðferð þegar einhver svona „vitleysa“ gerði vart við sig. Málið var ekki til umræðu! ■ Hún móðir mín hafði svolítið aðrar aðferðir við okkur en alveg eins áhrifaríkar. ■ Ég misskildi spurn- inguna og fékk 0, ekki neitt fyrir hana. Það fyndna var hins vegar að Ijóðið var eftir sjálfan mig!“ ■ „Viltu aðeins færa þig, taka olnbogann út úr eyranu á mér,“ og annað i þeim dúr! Og þá var nú lítið eftir af elsk- hugasnilldinni og róm- antíkinni sem maður var búinn að sjá í hillingum! „Við þvottavélin elgum aldrei eftir að vingast né ná saman," segir Bjarni Hafþór. Af svip hans má ráða að þar fari hann svo sannarlega með rétt mál... svo ýkja mikinn tíma til aö láta okkur fara í taugarnar á sér og ég man ekki eftir neinu sérstöku sem skarst í odda út af. Og þó, þaö var tvennt sem ég man sérstaklega eftir aö faðir minn leit óhýru auga; þegar ég lét háriö á mér vaxa og reyndi aö gefa skít í þau gildi sem hann hélt í heiðri og hafði reynt að ala okkur upp viö aö viröa. Hitt voru hugmyndir mínar um aö langskólanám væri ekki á dagskrá. Hann hafði mjög einfalda aðferð þegar einhver svona „vitleysa" gerði vart viö sig. Málið var ekki til umræðu! Hann „slökkti" hreinlega á sliku tali meö athugasemdum eins og „vert’ ekki meö þessa dellu og komdu þér fram aö boröa!” En hann fór meö sigur af hólmi, sem betur fer. Ég lét klippa mig, náöi áttum hvað varöaði virðingu fyrir því sem skipti máli og fór loks í háskóla. Svo ég held nú aö við séum aldeilis bærilega sáttir hvor við annan. Já og ég má ekki gleyma þvi að hann nánast ákvað að ég þyrfti aö komast upp á bragðið með stangveiðar. Hann er formaður stangveiði- félagsins á staðnum og sá að það þýddi ekkert fyrir mig að fara út í stressandi störf án þess að hafa aðgang að þeirri slökun sem stangveiðin er. Hann nánast „lét“ mig fá áhuga á laxveið- inni! En alla vega þá kann ég vel að meta alla leiðsögn sem ég fékk í veganesti frá foreldrum mínum. Hún móðir mín hafði svolítið aðrar aðferðir við okkur en alveg eins áhrifaríkar. Þau áttu það sameiginlegt að koma auga á það sem gott var í fari okkar og hún hefur alltaf verið sérlega lagin við að sjá kosti, hæfileika og sérgáfur hjá börnunum sínum, barnabörn- um ... já og mörgum fleirum og ósínk á hrós ef því er að skipta." - Ertu þá kannski beinlínis gáfaður? Bjarni Hafþór glennir upp augun og virðist varla trúa eigin eyrum. Gáfaður! Það var þá spurning! Hann ekur sér órólega í sófanum. Svo eru brúnirnar hnyklaðar, tugginn meiri lakkrís, pípan tottuð og reynt að kaupa tíma með ýmsum undanbrögðum. „Ég býst við að ég hafi gripsvit á ýmsu. Bíddu annars við, hvað finnst mér í raun og veru? Mér finnst eins og sjálfsagt mörgum öðr- um að eitt og annað hefði ég mátt gera af meira viti. En gáfaður? Skilgreiningin á þessu hugtaki er svo loöin í vitund flestra. Miðað við hvað og í hvaða tilliti? Það eru til óskaplega greindir menn á ýmsum sviðum, sem eru svo ekkert greindir á öörum. Að spyrja hvort ein- hver sé gáfaður er bara eins og að spyrja hvort sé fallegra appelsína eða nýr Scania vörubíll." Hann geislar af stráksskap. „Sko, hugsaðu þér bara glænýjan Scania sem glammmpar á ... með stórum palli.“ Svo hleypir hann aftur brúnum. Hann kveikir og slekkur á strákslega yfirbragðinu, rétt eins og hann hafi rofa til þess. Sennilega ekki alfarið sá æringi sem fólk heldur. „Ef gáfur merkja eitthvað sem manni er gef- ið þá... ég veit ekki! Móðir mín segði ugg- laust að mér væri margt gefið. Annars get ég sagt þér að þegar ég var sjö ára var ég sendur í tónlistarskóla því nú varð að hlúa að þessum „ótrúlegu hæfileikum" sem foreldrar mínir sáu hjá mér á tónlistarsviðinu, rétt eins og foreldrum er gjarnt að sjá makalausa hæfileika hjá af- kvæmum sínum. Þar tolidi ég hálfan vetur og þá gáfumst við kennarinn upp hvor á öðrum. Það var alveg gagnkvæmt. Og þarfórnú það.“ - Var þá ekkert gaman? „Jú, jú, en það var bara svo mikið að gera að ólmast í snjósköflunum á Húsavík, renna sér og gera skemmtilega hluti. Það var ógjörningur að taka tíma í andlausar fingraæfingar á píanóiö." - Það urðu samt ekki endalok tónlistar- innar í lífi þínu, eða hvað? „Það getur vel verið að einhverjum finnist það. Ég hef aldrei verið í hljómsveit en ég hef samið svolítið af lögum síðan og Ijóð við mörg þeirra og ekki orðið var við að fólki hafi stór- lega mislíkað smíðarnar. Lög eins og Auka- kílóin, Mikki refur, Tengja, Hryssan mín blá og fleiri hafa runnið Ijúflega niður hjá einhverjum hluta þjóðarinnar. Já og svo Inn í eilífðina sem ég gerði fyrir Umferðarráð. Annars sem ég ekki lög til að eiga á lager ef einhverjum dytti það í hug. Þau koma ef þau koma og stundum koma þá Ijóð við þau líka. Ég þarf nú samt að hafa svolítið fyrir þessu.” - Nú virðast textarnir og raunar sum lög- in líka hafa runnið upp úr þér fyrirhafnar- laust? „Já, það er rétt. Það er vegna þess að ég legg upp úr því að þetta sé þokkalega lipurt. Ég vil að lögin og textarnir líði notalega áfram og þá getur verið allur gangur á því hvort ég yrki f hefðbundnum stuölum og höfuðstöfum eða læt slag standa í þeim fræðum. En ég hef gaman af þessu þegar vei tekst til og hef meira að segja átt tvö lög í keppninni um Landslag- ið og svo afmælislag Reykjavíkur 1986, Hún Reykjavik. Það var nú raunar staðið einkenni- lega að þeirri lagakeppni, eins og hún leystist upp og gufaði út í himinhvolfið. Að minnsta kosti muna sárafáir eftir henni eða þekkja blessað lagið. En það er nú ekkert sem ég tek nærri mér. Það er alltaf gaman að semja lagstúf, hvaö svo sem verður um hann. Annars hefur Ingimar Eydal verið að tala utan í mig á annað ár um að ég semdi Akureyrarlag. Ég passa mig á að lofa engu. Ég lofa aldrei neinu í þessu sambandi því ég get ekki vitaö fyrir- fram hvað gerist." - Hvað um aðrar listgreinar, til dæmis bókmenntir? Lestu mikið? „Því er fljótsvarað. Ég les þrjá höfunda: Hall- dór Laxness, Don Martin (MAD) og Pétur Gunnarsson. Þessa þrjá les ég aftur og aftur og þarf ekkert meira. Uþpáhaldsbókin mín er Heimsljós sem ég hef lesið oftar en ég fæ tölu á komið. Núna er ég að lesa Vefarann mikla frá Kasmír. Ég er rétt að Ijúka við hina löngu ræðu Steins Elliða upp á einhverja tugi blað- síðna; ræðu sem er nú í það lengsta fyrir minn smekk. Þegar ég les Laxness heillast ég alltaf á nýjan og nýjan hátt af skáldskapnum, heim- spekinni sem þar birtist og litbrigöum stíl- bragðanna. Pétur Gunnarsson... ja, ætli megi ekki helst segjá að ég lesi Andrabækurn- ar í síbylju þegar sá gállinn er á mér. Hjá Don Martin vekur kapteinn Klutz mesta gleði í hjarta mínu og ég styð hann heilshugar í viður- eign hans við glæpahyskið! Kapteinninn er nefnilega leynilögga, sem eru að vísu dálítið mislagðar hendur. Annars segir hún Silla kon- an mín að ég sé tæpast viðræðuhæfur á þessu sviði því sjóndeildarhringurinn sé svo þröngur. Það er hennar vandamál. Hún las heimspeki og frönsku og er vissulega sýnu betur að sér en ég þegar að bókmenntum kemur." - Hverjar voru fyrstu bækurnar sem þú last þér til ánægju? 8 VIKAN 17. TBL1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.