Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 10

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 10
Helgi Bjarnason uppfræðir soninn um leyndardóma Stórafoss. „Pabbi ákvað að ég yrði að eiga aðgang að þeirri slökun sem stangveiðin getur verið. Hann „lét“ mig fá áhugann," segir Bjarni Hafþór. Hann Atli sonur minn og móðir hans, nefnd Silla, þau plokka þurra kjötið af lærissneiðun- um, japla á því en mismuna öllu öðru yfir á diskinn til mín. Ég tek við og úða þessu í mig með kartöflum og heimagerðri rabarbarasultu. Mér finnst matur góður! Ég er eins og kötturinn Bakkabræðra, borða allt og finnst allur ís- lenskur matur ógurlega góður. Er það að vera matmaður? Ég borða sauðkindina frá snoppu aftur á dindil, sleppi engu nema ullinni og horn- unum. Söltuð, ný, súrsuð, reykt - hún er dá- samleg. Ég elska íslensku sauðkindina og undanskil ekki fituna. Svo er það nú fiskmetið. Ekki er það nú til að fúlsa við. Siginn fiskur með hangifloti, sigin grásleppa - himnaríkis- fæða! En fjölskyldan mín er ekki svona ná- tengd íslenskum matarhefðum svo ég er dálít- ið einmana í þessu á köflum." Hann lygnir aft- ur augunum og þaö líður nautnasvipur yfir andlitið. Þá er víst mál að hrifsa hann út úr þessum draumum og það dálítið harkalega. - Þarf Bjarni Hafþór aldrei að fara i megrun? Lýsingarnar benda nú ekki bein- línis til meiniætalifnaðar. „Ég hef einu sinni farið í megrun. Hún fór þannig fram að ég hringdi í Einar í Einars- bakaríi 2. janúar síðastliðinn og sagði honum að þrátt fyrir að hann bakaði dásamlegt kaffi- brauð ætlaði ég að segja upp samningi okkar um daglegar sendingar af því til Eyfirska sjón- varpsfélagsins. Ég hafði nefnilega komist að því að með þessa bakkelsisfreistingu innan sífelldrar seilingar var alltaf verið að næla sér í bita og ákvað að gá hvort brotthvarf sæta- brauðsins hefði eitthvað að segja. Við þessa ráðstöfun missti ég nokkur kíló en starfs- mönnunum líkaði ekkert sérstaklega vel við mig fyrst eftir þessar breytingar og taldi mig til- litslausan ( meira lagi að neyða alla meö mér í megrunina. En það greri nú um heilt með okk- ur aftur, sem betur fer.“ - Svo við vendum okkar kvæði í kross, af hverju fórstu að starfa við fjölmiðlun? „Þórarinn Ágústsson hjá Samveri plataði mig í þetta síðsumars 1986 og vildi þá endi- lega fá mig með sér í rekstur á myndvinnslu- fyrirtæki og apparati sem dreifði dagskrá Stöðvar 2 í Eyjafirði. Ég er veikur fyrir krefjandi verkefnum sem eru öðruvísi og ganga kannski ekki upp, svo ég sló til. Þetta hefur satt að segja gengið vonum framar." - En þar áður? „Það má segja að eftir útskriftina úr há- skólanum 1983 hafi ég farið í vettvangskönn- un. Byrjaði hjá Fjórðungssambandi Norðlend- inga og kynntist þar ýmsum hliðum sveitar- stjórnarmála. Því næst var ég eitt ár hjá einka- fyrirtæki í húsgagnaiðnaði. Það rambaði á barmi gjaldþrots þegar ég byrjaði og varð endanlega gjaldþrota á þessu ári sem ég starf- aði þar. En ég get sagt þér að ég lærði alveg heilmargt á því ári. Ég var að vísu með þrjú önnur atvinnutilboð í vasanum en valdi hús- gagnafyrirtækið því ég vildi kynnast sem flestu í viðskiptalífinu og frumskógum þess. Eftir reynsluna þarna segi ég hikstalaust að það sé erfitt að plata mig þegar viðskipti eru annars vegar! Eftir þetta lá leiðin til KEA sem er ef til vill flóknasta fyrirtæki landsmanna og í kjölfar þess komu svo fjölmiðlarnir. En auðvitað getur vel verið að viðskiptafræðingurinn verði fjöl- miðlamanninum yfirsterkari einhvern daginn. Hver veit?“ Meira kaffi, pípan hreinsuð í „hrákadall nú- tímans" og hann teygir ögn betur úr sér, íklæddur bláum trimmbuxum og bol. Blaða- maðurinn býr sig undir nýja spurningahrinu, vopnaður meira kaffi og nýjum lakkrísmola. - Nú kemur þú sjónvarpsáhorfendum yfirleitt fyrir sjónir sem ákaflega glaðbeittur og hress maður. Er þessi mynd rétt eða er henni brugðið upp fyrir myndavélina? „Ég held ég sé nokkuð geðgóður og jafn- lyndur, já og hress. Ég legg upp úr því að samskipti séu snurðulaus og létt og er yfirleitt seinþreyttur til vandræða. Ef það fýkur illa í mig gusa ég því úr mér og svo er það frá.“ - Þú ert þá ekki langrækinn? „Nei, það held ég að sé varla hægt að segja. Hins vegar eru örfá tilvik, teljandi á fingrum annarrar handar, sem sitja svolítið í mér. Langrækni held ég að sé mannskemmandi og tilgangslaus og leiði ekkert gott af sér.“ - Þetta hljómar Ijúflega. Það hljóta samt að vera einhverjir hlutir sem fara illa í þig eða þér finnst hundleiðinlegt að gera, er það ekki? „Ég held ég staldri nú sem skemmst við þá þætti og yfirleitt reyni ég að gera allt fremur skemmtilegt en leiðinlegt. Ef ég á að taka dæmi um leiðinleg verk get ég fullyrt að þvotta- vélin og ég finnum engan samhljóm og ég ef- 10 VIKAN 17. TBL.1991 ■ Eftir reynsiuna þarna segi ég hikstalaust að það sé erfitt að plata mig þegar viðskipti eru annars vegar! ■ Við þessa ráðstöfun missti ég nokkur kíló en starfsmönnum líkaði ekkert sérstaklega vel við mig fyrst eftir þessar breytingar og taldi mig tillitslausan í meira lagi að neyða alla með mér í megrunina. ■ Ég get sagt þér dæmi: Allar minningar og myndir úr uppvexti og skólunum, sem ég hef gengið í, eru hlaðnar einhverju skemmtilegu og gleðigefandi. ■ Þegar ég verð stór ætla ég að verða einn af þessum mönn- um sem alltaf voru myndir af í lestrarbókunum í barna- skólanum. ast um að við eigum nokkurn tíma eftir að ná saman. Ég litaði til dæmis bleika splunkunýja, hvíta íþróttasokka af syni mínum. Því máli var bjargað með klór ef ég man rétt. Skemmtilegir hlutir eru hins vegar fjölmargir þó þeir virðist ekki allir veigamiklir. Það gerast oft skemmti- legir hlutir innan fjölskyldunnar. Svo er gaman að semja lög, setja í flugulax þar sem engin var veiðivonin, skora glæsilegt mark í innan- hússfótbolta old boys. Nei, ánægjulegu stund- irnar og atburðirnir eru miklu fleiri en hinir. Ef þú ert að fiska eftir viðhorfi mínu til fólks, svona í leiðinni, þá er iilt umtal um fjarstadda eitt af því sem ég kann sérlega illa við. Þegar búið er að kjamsa neikvætt á einhverjum fjarstöddum smástund fer ég að ókyrrast. Já og hroki leiðist mér. Annars reyni ég alltaf að leiða hjá mér það sem mér finnst neikvætt. Ég get sagt þér dæmi: Allar minningar og myndir úr uppvexti og skólunum, sem ég hef gengið í, eru hlaðnar einhverju skemmtilegu og gleöigefandi. Ég er bara svona heppinn; hitt festist miklu síður í mér.“ - Hvað er það þá sem þú metur mest í fari fólks? „Það er nú sennilega hreinskilni, gott skap og jákvæðni. En ef einhver spyrði mig hvernig best væri að nálgast mig, bræða mig, spyrði hvar ég sé veikastur fyrir, ja þá yrði ég heima- skítsmát því það hef ég ekki hugmynd um!“ - Þú stundar þá ekki naflaskoðun neitt að marki? „Nei, það held ég að ég geti fullyrt. Ég nenni eiginlega ekki að stúdera sjálfan mig enda yrði ég sjálfsagt fljótt rammvilltur í þeirri rannsókn; endaði sjálfsagt illa haldinn í einhverju öng- stræti alveg óskaplega forviða. Ég held ein- hvern veginn að ég sé voðalega leiðinlegt við- fangsefni að þessu leyti. Hins vegar á ég minn einkanaflaskoðara. Þegar ég sit fyrir framan sjónvarpið kemur hún litla dóttir mín gjarnan, sest klofvega ofan á mig og hneppir skyrtunni frá maganum á mér. Og ég er oft svo upptek- inn af sjónvarpinu að ég veit ekki fyrr til en hún er búln að lauma fingri í naflann á mér og hrærir þar og hlær alveg gríðarlega að því hvað mér bregður. Þetta er eina naflaskoðunin sem ég hef kynnst og ég vænti þess að henni Ijúki fljótlega." - Hvað þá um vináttuna? Áttu trúnaðar- vini, bestu vini?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.