Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 49

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 49
Svíþjóð sem hafa verið á tölvunámskeiðum hjá okkur. Af hverju komu þeir hingað? - Af hverju skyldu menn ekki koma til Islands? Það er unnið að markaðssetningu (s- lands erlendis og hvers vegna skyldu menn ekki sækja námskeið á íslandi? Þetta er líka áhugavert fyrir okkur ekki síður en þá enda eigum við von á þeim á nokkur námskeið í vetur. Hafið þið kennt fleiri útlendingum? - Já, við höfum kennt útlendingum sem eru búsettir á íslandi. Við höfum til dæmis verið með námskeið á ensku. Þetta er bara einn lið- ur í að þjóna vinnumarkaðnum. Nú eru þetta þá orðnir tveir skólar. - Reyndar þrír því að hér er líka til húsa Stjórntækniskóli íslands. Er þá ekkert fast kennaralið? - Nei, ekki aðrir en þeir sem þegar eru nefndir. Að auki leitum við alltaf til þeirra hæf- ustu einstaklinga sem við þurfum á að halda á hverjum tíma. Þegar mikil aðsókn er að skólanum og mikil þörf fyrir fleira starfsfólk ráð- um við það til ákveðinnar kennslu. Við erum líka í aðstöðu til að geta bætt við okkur hús- næði eftir þörfum. Þetta er allt liður í að geta haldið niðri kostnaði við námið enda full þörf á því þar sem haustnámskeiðin eru yfirleitt ekki fjölmennari en fimmtán nemendur í hóp. Við viljum ekki hafa hópana mjög fjölmenna vegna þess að hver einstakur nemandi á rétt á fullri athygli kennarans. Hvernig hefur ykkur gengið að fá nemendur? - Það hefur gengið einstaklega vel vegna þess að þetta er skemmtilegt nám sem við bjóðum og þar að auki erum við með mjög góða aðstöðu til að kenna. Við erum líka með góð tæki; við kennum eingöngu á PC/386- tölvur. Hvers konar tölvur eru það? - Eigum við ekki að segja „toppurinn í dag?“ Fyrst kom PC-tölvan, svo kom PC/XT- tölvan, síðan ATfölvan sem var kölluð 286 og nú er 386 sú nýjasta. Reyndar er til 486 líka en hún er óþarflega öflug til kennslu. Þetta þýðir einfaldlega að við getum keyrt tiltölulega þung forrit með góðum árangri. Þessar tölvur eru meðal annars með litaskjám og grafískum for- ritum. Við reynum á hverjum tíma að vera með það sem er efst á baugi á markaðnum, þó þannig að við séum helst skrefi á undan. Fólk leitar oft til okkar um ráðgjöf varðandi tölvu- ■ Það er unnið mark- visst að því núna að markaðssetja ísland sem ferðamannaland erlendis og það er ekkert ólíklegt að erlendum ferðaskrifstofum þætti fengur i því að fá fó jk f rá íslandi sem þekkir ísland og möguleikana hér. ■ Starf á ferðaskrifstofu er mjög fjölbreytt og við ætlum að taka fyrir ákveðna þætti þar að lútandi. ■ Hægt er að sækja nám í skólanum á morgn- ana, síðdegis eða á kvöldin, allt eftir þeim tíma sem nemendur geta gefið sér til hagnýts náms. kaup og þá erum við eins hlutlausir og hægt er og til að fyrirbyggja allan misskilning þá erum við ekkert í því að prangatölvum inn áfólk. Við biðjum fólk um að skilgreina þörfina fyrir okkur og þá bendum við á heppilegustu lausnirnar í hverju tilviki en á endanum velur fólkið auðvit- að sjálft. Það er þýðingarmikið fyrir okkur að vera ekki negldir á einhver ákveðin fyrirtæki því að við verslum sjálfir þar sem við fáum heppilegustu kjörin og helstu nýjungarnar á hverjum tíma. Svo mælti Jónas Sigfússon, einn af eigend- um og stjórnendum Tölvuskóla íslands, en þegar hér var komið sögu fóru umræöurnar að gerast svolítið fræðilegar. Við gætum að vísu sagt ótal margt í viðbót um þennan athygl- isverða skóla og nýjungarnar sem tengjast honum en að svo stöddu látum við okkur nægja að benda þeim sem hafa áhuga á frek- ari upplýsingum að hringja í skólann eða skrifa og biðja um námsvísi. Svona rétt í lokin sakar þó ekki að geta þess að hægt er að sækja nám í skólanum á morgn- ana, síðdegis eða á kvöldin, allt eftir þeim tíma sem nemendur geta gefið sér til hagnýts náms. Meðal þeirra námsgreina sem ekki hef- ur verið minnst á i viðtalinu eru tölvugrunnur, „Windows", verslunarreikningur, tölvubókhald, almenn skrifstofutækni, bókhaldstækni og ýmis notendaforrit. Síðast en ekki síst verður boðið upp á nám í góðri íslensku. Svokallað „stofnanamál" hefur lengi loðað við plögg sem send eru frá ábyrgum skrifstofum hér á landi. Þetta málfar er fremur hvimleitt og auðvitað fyrir löngu slitnað úr tengslum við almenna og heilbrigða málvitund almennings. Þess vegna hefur Tölvuskóli fslands ákveðið í samráði við víðsýna málfræðinga að bjóða upp á nám í því sem til bráðabirgða er kallað að „koma frá sér skipulegu og skiljanlegu ritmáli". Gott, lifandi íslenskt mál ætti að vera hverjum vel menntuðum íslendingi svo samtvinnað að allt frekara nám ætti ekki að vera án þess. Þessi námsgrein, sem byggist fyrst og fremst á því að hver nemandi geti komið frá sér skriflegum texta á skýru og skiljanlegu máli, er því metn- aðarmál Tölvuskóla íslands. Þetta er ungur skóli en óhjákvæmilegur á íslandi nútímans. Við höfum heyrt að fólk hafi farið þangað án nokkurrar trúar á sjálft sig en hafi útskrifast þaðan fullt af sjálfstrausti og trú á lífið. En það er auðvitað önnur saga sem bíður betri tíma. Á YFIR 600 BLAÐSÖLUSTÖÐUM ■ Eru íslendingar óalandi og óferjandi hrokagikkir sem kunna enga mannasiði? Þurfa allar skreytingar á veitingahúsum að vera naglfastar til þess að gestirnir steli þeim ekki? Sæta þeir færis að hlaupa út frá óborguðum reikningum? Ganga þeir um salerni veitingahúsanna eins og þau séu svínastíur? Þarf meðalstórt danshús virkilega að kaupa um 400 glös eftir einn dansleik vegna þess að gestirnir annaðhvort stela þeim eða brjóta þau? Er virkilega satt að brúður endi veislu sína brenni- vínsdauð og flækt í slörið á meðan brúðguminn er í keliríi með annarri undir stiga? Eru fjörutíu prósent íslendinga hrokagikk- ir sem aldrei er hægt að gera til hæfis? Koma þeir inn á veit- ingastaði eingöngu til að niðurlægja starfsfólkið? Getur þetta verið satt? (Úr greininni um vanda veitingastaðanna). ÞÚ LEST ÞAÐ í SAMÚEL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.