Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 31

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 31
barnsburð og tryggja þannig að barnið verði fyrir áfalli, ein- mitt á því tímabili sem vitað er að barnið er viðkvæmast fyrir aðskilnaði við móðurina. Full- nægja þarf þörfum barnsins örugglega og tafarlaust og það er mjög skaðlegt fyrir börn að þurfa að gráta sig í svefn. Aldrei má leggja hendur á börn eða ógna þeim á annan hátt. Slíkt ofbeldi getur eyði- lagt öryggistilfinningu barnsins og aukið á vantraust. ÓTÍMABÆR KOPPSÞJÁLFUN Börn ná ekki valdi yfir enda- þarmsstarfsemi sinni fyrr en átján mánaða gömul. Æskilegt er að barnið ákveði sjálft hve- nær það vill byrja að nota kopp og að foreldrar hafi hvorki letj- andi né hvetjandi áhrif þar á. Ef börnum er gefið fullt sjálf- ræði I þessum efnum taka þau upp á sitt eindæmi að nota koppinn á bilinu tveggja til þriggja ára. Ótímabær kopps- þjálfun (þ.e. áður en barnið er orðið átján mánaða gamalt) sviptir barnið framtakssemi sem felst í því að læra að stjórna hægðum sínum á eigin spýtur. Sigmund Freud, Wil- helm Reich og fleiri sál- fræðingar hafa jafnframt bent á kynferðislegt gildi heilbrigðr- ar koppsþjálfunar. Að þeirra mati er nautnatilfinningin sem því fylgir mun mikilvægari fyrir þroskaferil barnsins en I fyrstu mætti halda. Á þessu aldursskeiði er barniö að læra að treysta á eigin vilja og getu. Það þarf að geta aðgreint sig frá móðurinni og fundið til sín sem sjálfstæð- ur einstaklingur. Ef barnið er knúið til að ná stjórn á hægð- um sínum áður en það hefur þroska til verður það að hemja öndunina og herpa ýmsa vöðva líkamans. Hér er eink- um átt við vöðva í rassi, lærum og mjaðmagrindinni. Strengdir vöðvar á þessum stöðum minnka vellíðunarkennd frá mjöðmunum og trufla kynferö- issálþróun barnsins. Þetta er því miður alltof algengt í okkar samfélagi þar sem margar mæður keppast við að kenna börnum sínum að nota kopp sem fyrst og verða stoltari þvl fyrr sem barnið temur sér þá iðju. SJÁLFSFRÓUNARBANN Börn uppgötva snemma hvílík nautn er í því að fitla við kyn- færin. Margir foreldrar reyna að draga athygli barnsins að einhverju öðru eöa hindra það á annan hátt I að svala þannig kynþörfum sínu. Sjálfsfróun- arbann er þaö alversta í upp- eldi barna. Ekki er óalgengt að kynferðisleikjum barnsins sé svarað með refsingum, hótun- um eða sviptingu á ást. Fjandsamleg viðhorf til kynlífs- ins eru á okkar tímum yfirleitt ekki sett í orð. Þau liggja hins vegar í andrúmsloftinu innan heimilisins. Raddblær foreldr- anna, svipurinn sem settur er upp þegar rætt er um kynferð- ismál og hin sérstaka þögn um þessi mál segja barninu sína sögu. Feimni eða ótti við að sýna öörum kynfæri sln er yfir- leitt orðinn traustur I sessi á þessum aldri. Sjálfsfróunar- bann, tepruskapur með líkam- ann og skortur á líkamlegri ástúð er stór hluti af því upp- eldi sem leggur kynferðislegar hömlur á börnin. Afleiðingin verður I sumum tilvikum ó- meðvituð andúð á kynlífi. Geysilega margt þarf að breytast I samfélaginu og gild- ismati stjórnvalda ef ástandið I uppeldismálum á að þróast til betri vegar. Fyrsta skrefið I þá átt hlýtur að vera aukin um- ræða og fræðsla um þarfir smábarna og barnauppeldi. ▲ Dr. Wilhelm Reich (1987-1957) var í lok fyrri heimsstyrjaldar- innar einn af nánustu lærisvein- um Sigmunds Freud. Uppgötv- anir hans á sviði líkamstjáning- ar og hvernig maðurinn notar vöðvakerfið sem hemlakerfi til þess að stöðva framrás tilfinninga leiddu hann fljótt út fyrir raðir sálgreinenda. Uppgötvanir hans á sviðum eins og kynferðismálum, líkamstjáningu og sambandi líkama og huga hafa haft djúp áhrif á vísindi og menningu okkar tima. Reich var frumkvöð- ull á sviði heildrænnar heilsu- fræði. Gestalt-meðferð og frumópiækningar Arthurs Janov, ásamt ógrynni af sállíkamlegum aðferðum, eru undir miklum áhrifum frá Reich. Hann setti fram djarfar tillögur varðandi uppeldismál sem nú fyrst er verið að taka til alvarlegrar umhugsunar. Wilhelm Reich taldi að megin- orsök fyrir árásarhneigð og ofbeldi væri skortur á snertingu í bernsku og kynferðisleg bæling á unglings- og uppvaxt- arárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.