Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 40

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 40
andi undir verkamannahjálminum, var frambjóð- andinn sjálfur. Hann stökk léttilega niður af þaki bílsins, klæddur eins og Johnny hafði séð hann í fréttun- um, í gallabuxur og kakískyrtu. Á leiðinni að pall- inum tók hann í hendur margra og snerti hendur annarra sem teygðar voru yfir höfuð fólksins í fremstu röðunum. Ég ætla ekki að snerta hann. Kemur ekki til mála. En fyrir framan hann riðlaðist hópurinn skyndi- lega og þegar hann tók skref framávið var hann skyndilega kominn í fremstu röðina. Stillson var farinn að heilsa fólki hinum megin við hljómsveit- ina og Johnny sá ekkert nema gula hjálminn. Honum létti. Gott. Frábært. Og þegar hann kæmist að pallinum ætlaði Johnny að tína saman föggur sínar og laumast á brott. Niðurinn frá hópnum var yfirgengilegur og Johnny varð aftur hugsað til þeirra tónleika sem hann hafði farið á. Svona myndi það vera ef Paul McCartney eða Elvis Presley ákvæðu að heilsa fólki með handabandi. Þau hrópuðu nafn hans, söngluðu það: „GREG ... GREG ... GREG ...“ Grátlega falleg átján ára stúlka veifaði stórri sneið af vatns- melónu og bleikur safinn rann niður brúnan hand- legg hennar. Uppnámið var algert. Spennan í hópnum var eins og í háspennuköplum. Og skyndilega var Greg Stillson kominn aftur. Hann nam ekki staðar en gaf sér tíma til að slá hjartanlega á bakið á túbuleikaranum. Síðar reyndi Johnny að telja sjálfum sér trú um að hann hefði ekki haft tækifæri né tíma til að hverfa inn í hópinn; hann reyndi að telja sjálfum sér trú um að fólk hefði nánast ýtt honum í arma Stillsons. Hann reyndi að telja sér trú um að Still- son hefði allt að því þrifið eftir hönd hans. Ekkert af þessu var satt. Hann hafði tíma því að feit kona kastaði sér um háls Stillsons og rak honum remb- ingskoss sem Greg endurgalt hlæjandi. Johnny fann kunnuglegan doða koma yfir sig, transtilfinninguna. Honum fannst ekkert annað skipta máli en að vita. Hann brosti en það var ekki hans bros. Hann rétti fram höndina og Stillson tók hana í báðar sínar. „Vona að þú ætlir að styðja okkur í...“ Svo þagnaði Stillson. Á sama hátt og Eileen Magown. Sama hátt og Roger Dussault. Augu hans stækk- uðu og síðan fylltust þau af - ótta? Nei. í augum Stillsons var skelfing. Andartakið var óendanlegt. í stað tímans kom eitthvað annað er þeir störðu hvor í annars augu. Hvað Johnny varðaði var það eins og að vera í krómganginum aftur nema í þetta sinn var Stillson með honum og þeir deildu ... deildu (öllu) Johnny hafði aldrei fundið jafnsterkt fyrir því, aldrei. Allt geystist að honum í einu, eins og hrika- leg svört flutningalest á fullri ferð gegnum þröng göng með eitt skerandi framljós og framljósið vissi allt og birta þess stjaksetti Johnny Smith eins og flugu á prjón. Hann gat ekki forðað sér og fullkom- in vissan skellti honum um koll, flatti hann út eins og pappírsblað meðan næturlestin þaut yfir hann. Hann langaði til að öskra en hafði ekki röddina til þess. Imyndin sem hann losnaði ekki við (í því að blái filterinn fór að renna yfir) var Greg Stillson að taka embættiseið. Gamall maður var að taka af honum eiðinn. Hann hafði auðmjúk, óttaslegin augu hagamúsar sem gengið hefur í gildru hrikalega leikins, margreynds (tígrisdýrs) útigangshögna. Önnur hönd Stillsons var á Biblí- unni, hin upprétt. Þetta lá mörg ár í framtíðinni vegna þess að Stillson var búinn að missa mest- allt hárið. Gamli maðurinn talaði, Stillson endur- tók. Stillson var að segja (blái filterinn hylur, miskunnsami blái filter, andlit Stillsons er á bak við það bláa.. .og það gula... gulu tígrisrendurnar) að hann myndi gera það „í Guðs nafni“. Andlit hans var alvörugefið en heit gleðin svall honum í brjósti. Vegna þess að maðurinn með hræddu hagamúsaraugun var forseti hæstaréttar Banda- ríkjanna og (Ó góði Guð filterinn filterinn blái filterinn gulu rendurnar) nú fór allt að hverfa hægt á bak við bláa filterinn - nema það var ekki filter; það var eitthvað raun- verulegt. Það var (í framtiðinni á dauða svæðinu) eitthvað í framtíðinni. Hans? Stillsons? Johnny vissi það ekki. Honum fannst hann fljúga - fljúga gegnum blámann - fyrir ofan algera eyðileggingu sem hann sá ekki alveg. Svo leystist það allt upp, myndir, ímyndir og orð, í svellandi óminninu. Eitt andartak virtist innra augað opnast upp á gátt, leitandi; hið bláa og gula sem skyggt hafði á allt virtist vera að storkna í... í eitthvað og einhvers staðar innanfrá, fjarlægt og fullt skelfingar heyrði hann konu hrópa: „Láttu mig fá hann, skepnan þínl" Svo var það farið. Hve lengi stóðum við svona saman? spurði hann sjálfan sig síðar. Hann giskaði á að það hefðu verið fimm sekúndur. Svo var Stillson að draga höndina til sín, þrifa hana burtu, starandi á Johnny með opinn munninn, allur litur að hverfa undan djúpri brúnku sumarframbjóðandans. Svip- ur hans lýsti viðbjóðshryllingi. Goff/langaði Johnny að öskra. GottiKeyrðu þig í klessu! Hryndu saman! Sundrastu! Gerðu heim- inum greiðai Tveir mótorhjólaútlaganna þutu í átt til þeirra og nú var búið að taka afsöguðu billjarðkjuðana fram og Johnny fann til fáránlegrar skelfingar vegna þess að þeir ætluðu að slá hann, slá hann i höfuð- ið með kjuðunum, slá hann beint inn í svartnætti dauðadásins og í þetta sinn myndi hann aldrei vakna úr því aftur, aldrei geta sagt neinum hvað hann hefði séð né breytt neinu. Þessi eyðileggingartilfinning - Guð! Það hafði verið allt! Hann reyndi að hörfa. Fólk dreifðist, þrýsti á móti, hrópaði af ótta (eða máski af æsingi). Still- son var að snúa sér í átt að lífvörðum sínum, þeg- ar farinn að ná sér, hristandi höfuðið, reyndi að halda aftur af þeim. Johnny sá aldrei hvað gerðist næst. Hann rið- aði á fótunum, beygði höfuðið, deplaði augunum hægt eins og fyllibytta við bitur endalok vikutúrs. Svo þyrmdi svellandi óminnið yfir hann og hann leyfði því það; leyfði það með ánægju. Það leið yfir hann. 40 VIKAN 17. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.