Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 17

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 17
... svo þegar hann slasaðist mikið í raun- verulega slysinu eins og í draumnum fékk ég svo rosalega bakþanka og einhverja óþægi- lega tilfinningu innra með mér, sem reyndar er enn til staðar. Ég ræddi þetta við foreldra mína en þau virtust ekki skilja hvað þetta er óþægilegt fyrir mig... Hvað varðar það að þú finnir vellíðan og innri frið grípa um sig á hugskoti þínu á meðan og á eftir undirstrikar bara að þú ert í þessum sálförum þínum á ferð um kærleiksveröld drottins, þar sem við öll eigum vísan samastað að loknu jarðlífinu þó í mismunandi vistarverum sé. Það er svo nokkuð sem við getum haft áhrif á með breytni okkar hér á jörðinni. Það er því engin ástæða fyrir þig til að óttast þessa tegund upplifunar í svefnástandi og enn síður þar sem afi þinn leiðir þig og verndar fyrir öllu þvi sem mögulega gæti valdið þér óþægindum. Það sem virki- lega undirstrikar að draumlíf þitt er sérstök náðar- gáfa, sem þér er ætlað að lifa með og umbera, er til dæmis draumurinn um Jesúm Krist. Hann bendir á- kveðið til þess að þú njótir guðlegrar forsjár þrátt fyrir eðlilegan ótta þinn og óöryggi vegna alls þessa, enn sem komið er. SEKTARKENND OG SKILNINGSLEYSI Hvað varðar drauminn um vin þinn er þetta að segja. Það er alrangt að fyllast sektarkennd vegna þess sem þú í draumi sást fyrir og síðar varð að veruleika í lífi hans. Þótt þú hefðir sagt honum drauminn er heldur ósennilegt að þú hefðir forðað vanda hans. Það má alveg eins segja í þesu tilviki að trúlega hafi hann átt að eignast þá reynslu sem slysinu fylgdi. Það er alls ekki víst, hvort sem þér líkar að heyra það eða ekki, að vini þínum hefði verið nokkur þægð í þeim upplýsingum sem þú bjóst yfir vegna væntan- legs slyss. Honum gæti eins og þér hafa fundist óvið- eigandi að velta sér upp úr þannig möguleika og ekk- ert óeðlilegt við að gefa sér það að hann hefði hrein- lega ýtt þessum möguleika út í hafsauga, þó ekki væri nema vegna ungdóms síns. GREINILEGA FRAMSÝNN Hitt er svo annað mál að í þessu tilviki var greinilega um framsýni eða forspá þína að ræða i gegnum þennan bera draum, en hvernig á ungur strákur eins og þú að hafa fullt traust á sérkennilegu draumlífi sinu þegar hann skortir bæði þekkingu og trú á eigin hæfni á þessu makalausa sviði? Það er, elskulegur, margra ára fyrirhöfn að þjálfa fullan skilning á þvi sem tengist draumlífi okkar og þar af leiðandi mjög ósanngjarnt af þér að refsa sjálfum þér þó þú hafir séð í draumi fyrir ókominn atburð. Ef þú hefðir verið fullkomlega viss um sannleik þann sem draumurinn innihélt hefðir þú örugglega beitt öllum tiltækum ráð- um til að reyna að afstýra slysinu. Á þessum vangaveltum sérðu að það er engin á- stæða fyrir þig til að vera með sektarkennd. Hún er til- gangslaus núna vegna þess að slysið hefur átt sér stað og við breytum ekki því sem þegar hefur gerst. Eins veit maður alls ekki nema, eins og áður sagði, það kunni að vera einhver tilgangur á bak við þennan atburð, eitthvað sem getur orðið til góðs fyrir vin þinn þegar betur er að gáð og síðar kann að koma í Ijós. EINSEMD DREYMANDA Þú átt í ákveðnum erfiðleikum vegna þessa draumlífs og ekki síst hvað varðar þina nánustu vegna þess hvað fráhverf þau eru því yfirskilvitlega. Það er hryggilegt, sérstaklega með tilliti til þess að þó við séum ólík foreldrum okkar að eðlisþáttum og upplagi er mikilvægt þegar við erum ung og ómótuð, að þeir beri gæfu til að virða það sem okkur er eiginlegt. Þar sem þau hafa orðið vitni að þvi að þú hefur reynst sannspár í gegnum drauma, væri eðlilegra að þú gætir rætt þessa sérgáfu þina við þau. Öll umræða um það sem ýmist vekur vellíðan okk- ar eða ótta er mikilvæg, ekki sist til að auka líkur á frekari skilningi okkar sjálfra á fyrirbærinu. Ef útilokað er að vænta skilnings af foreidrum þínum verður þú að finna einhvern, annaðhvort skyldan eða óskyldan, tii að tala við um þessa þætti í þér. Vertu viss, þú ert örugglega ekki einn um að þurfa að létta á hjarta þinu hvað varðar drauma. Alla dreymir en fáa þannig að það sé mjög mikils virði, nógu marga þó til að einhver þeirra verði á vegi þínum ef þú ert ófeiminn við að þreifa lítillega fyrir þér. Mögulega gæti það bæði orð- ið gagnlegt fyrir þig og þann sem þess heiðurs verður aðnjótandi að fá að kynnast því sem þú ert að upplifa á nóttunum. MANNGERÐ OG MÖGULEIKAR Þú spyrð hvernig gæi þú sért og ég segi bara eins og mamma gamla hefði sagt af sinni alkunnu speki: „Góður náttúrlega." Þú virðist mjög margþættur og fellur sennilega undir það sem kalla mætti að skað- lausu fremur flókna manngerð. Styrkur þinn gæti þó fremur legið á sviðum tækni og jafnvel uppgötvana en öðru. Þú virðist nokkuð skapstilltur en ert trúlega langrækinn og hefur mikla þörf fyrir athygli og þer- sónulega ást. Metnaður þinn mætti að skaðlausu vera ögn meiri fyrir eigin hönd. Spenna og ósamlyndi á trúlega mjög illa við þig og hætt við að þú leggir á flótta við þannig aðstæður. Það tímabil i uppvextinum sem virðist hafa haft mest mótandi áhrif á þig er árin á milli fimm og tólf ára. Á því timabili kannt þú að hafa eignast mikinn innri styrk vegna aðstæðna og fólks sem hefur verið þér mikilvægt og náið. Þú verður sennilega einnar konu maður en verður að varast ótæpilega eigingirni í tilfinningamálum. Þú virðist hafa tilhneigingu til að slá eign þinni á þann sem þú kemur til með að elska. Þannig stráka eigum við stelpurnar sérlega erfitt með að þola, svona til viðvörunar fyrir þig. Mikilvægasti tími ævi þinnar verður sennilega um eða eftir fertugt. Þá gætu orðið feikilegar og margþættar breytingar í lifi þínu, sem sennilega munu gjörbreyta viðhorfum þínum til góðs fyrir þig og samferðafólk þitt. Þú gætir haft nokkra tilhneigingu til leti og því er afar mikilvægt fyrir þig að rækta vel innra líf þitt og aga þig ögn. Þú virðist fyndinn og skemmtilegur og átt sennilega mjög auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar sjálfs þíns og annarra. Þennan eiginleika mætti virkja og leyfa sem flestum að njóta góðs af. Hyggi- legt er fyrir þig að krækja þér í starfsþjálfun vegna þess að þú átt sennilega erfitt með að láta aðra drottna yfir þér og þarft þar af leiðandi að vera sem sjálfstæðastur. Það er jafnframt augljóst að þú ert með sérkenni- lega dulargáfu sem gæti síðar á ævinni tekið á sig mun þægilegri myndir en draumarnir gera núna. Best er því að efla að staðaldri sem jákvæðasta hugsun og staðfasta trú á Guð og tilgangsríkt líf. Eða eins og saklausi sveitagæinn sagði einu sinni af alvarlega gefnu tilefni: „Elskurnar mínar, eftir að ég fluttist í bæinn hef ég kynnst ýmsu en trúlega best sjálf- um mér. Ég var nefnilega einmana um tíma og fékk þá gott tækifæri til að rækta eigið sjálf. Málið er að þegar við sitjum ein að reynslu okkar er eins og við verðum miklu meðvitaðri og vissari í vilja okkar til að halda vörð um það sem verður að teljast sérstakt í upplagi okkar og manngerð.“ Guð gefí þér aukna trú á eigið ágæti og vissu um gildi þess að vera öllum stundum einungis þú sjálfur. Með vinsemd, Jóna Rúna. 17. TBL. 1991 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.