Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 18

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 18
TEXTI: PÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM • BRAGI Þ. JÓSEFSSON TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN HINN ÓSÍNGJARNI MEYJARMERKIÐ Með umfjölluninni um Meyjar- merkið í þessu tölublaði lokar Vikan þeim hring sem hófst með Vogarmerkinu fyrir tæpu ári. Á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan greinarhöfundur tók við umsjón þessara pistla hefur stjörnuspekin hafist til vegs og virðingar á ný og svokallað „ólíkleg- asta“ fólk ræðir spekingslega um þýðingu þess að hafa Júpíter í fjórða húsi. OFNOTKUN GAGNRÝNISHÆFILEIKA Merkið, sem hér er til umfjöllunar, stjórnast af Merkúr og á sem slíkt vissa eiginleika sameig- inlega með Tvíburanum, hinu Merkúrsmerk- inu. Svipur Meyjanna kemur oft upp um stöð- uga notkun hugans og Meyjan á ávallt annríkt við að dæma umhverfi sitt og sambönd. Við fyrstu kynni getur ofnotkun Meyjarinnar á gagnrýnishæfileikunum valdið því að hún er álitin hörð og tilfinningalaus. Meyjan er sein- tekin og er ekkert að flýta sér að stofna til yfir- borðskynna. Þó má með tímanum komast í gegnum hið svala yfirborð og læra að meta hina djúpu viðkvæmni sem inni fyrir býr. Meyjan er jarðarmerki og svipar til jarðarinn- ar að því leyti að vera grafin í sjálfri sér. Hug- takið „pollrólegur" var líklega fyrst viðhaft um einhvern úr Meyjarmerkinu og oft virðast Meyj- arnar hafa lausn á hverjum vanda á reiðum höndum. I merkinu næst á undan, Ljónsmerkinu, er maðurinn að standa fast á sjálfstæði sínu. Hann reynir að stjórna heiminum í kringum sig og tjáir sig með því að gefa öörum skipanir. Ljóniö er einnig skemmtanamerkið, þess að lifa hátt. Þar eð aðaláhugamál Ljónsins er að gefa skipanir gerir það sér aðeins óljósa grein fyrir fólkinu sem uppfylla á kröfurnar. Skilningur Ljónsins á mannlegu eðli er því afar takmark- aður og vitneskja hans um mannlega ábyrgð og samskipti langt frá því að vera yfirgripsmik- il. Ljónið veit ekki annað en að það er konung- ur og að hinir taka við fyrirskipunum. „Hvers vegna fær það sér ekki köku?" spurði Marie Antoniette þegar henni var sagt aö almúginn væri að gera uppreisn vegna þess að hann ætti ekkert brauð! Ólíkt Ljóninu, sem sendir geisla sína blygð- unarlaust út í umhverfið, er Meyjan upptekin af viðbrögðunum sem sjálfstjáning hennar vekur. Hún hefur áhyggjur af þeirri þjóðfélagsgagn- rýni sem gjörðir hennar gætu mætt og gætir sín mjög vel á því að enginn, þar með talin og sérstaklega hún sjálf, særist. RISPAÐIR RAMMAR Háþróaðar Meyjar hafa mikið innsæi, sóa aldr- ei orku sinni og hafa hæfileikann til að sjá allar hliðar málsins án þess að missa sjónar af aðal- atriðinu. Minna þróaö Meyjarfólk sér ekkert annað en gallana á því sem það horfir á. Það 18 VIKAN 17. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.