Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 36

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 36
ÞORDIS BACHMANN ÞYDDI KYNNGIMÖGNUÐ FRAMHALDSSAGA EFTIR MEISTARA SPENNUSAGNA - STEPHEN KING ÁÐUR BIRT Johnny Smith reynir að hefja líf sitt að nýju eftir tæpra fimm ára dauðadá. Hann hefur vaknað úr dáinu með hæfi- leikann til að vita ýmislegt um fólk og atburði með því einu að snerta við- komandi. Eftir dauða móður hans sest hann að á heimili föður síns í smábæ í Maine-fylki. Skyggnigáfa hans er orðin umtöluð og til hans streyma bögglar og bréf frá fólki á öllum stigum vanlíðunar. Einn- ig leitar til hans blaðamaður frá tíma- riti sem vill fá hann til að skrifa sig fyrir spádómum sem aðrir semja út í loftið. Greg Stillson er borgarstjóri í lítilli borg í New Hampshire. Hann beitir fjárkúgunum og ógnunum til að fá sínu framgengt. Næsta skref hans er að bjóða sig fram á löggjafarþing Bandaríkjanna. Leiðir hans og Johnn- ys eiga eftir að liggja saman og það verður þeim báðum afdrifaríkt. ELLEFTI HLUTI 20. KAFLI * 1 * Um miöjan ágúst var Johnny einn eftir á Chats- worth-eigninni utan Ngos Phat, sem bjó fyrir ofan bílskúrinn. Chatsworth fjölskyldan hafði lokað húsinu og farið í þriggja vikna frí til Montreal áður en skólaárið og haustannir í verksmiðjunni hæfust. Roger hafði eftirlátið Johnny lyklana að Benz konu sinnar og hann ók til föður síns í Pownal og leið eins og burgeis. Faðir hans hafði kynnst læknisekkju sem misst hafði mann sinn 1973 og aðstoðað hana við viðhald á húsi hennar. „Húsið var bókstaflega að hrynja ofan á hana,“ hafði Herb sagt þegar hann hitti hana fyrst. En nú var hann hættur að hafa fyrir því að láta sem hann hefði einungis áhuga á að sjá til þess að húsið hryndi ekki yfir konuna. Hann var kominn á biðils- buxurnar og gerði Johnny svolítið taugaveiklað- an. Þremur dögum síðar fór Johnny heim aftur, sat við laugina og las og naut kyrrðarinnar. Hann sat á vindsæng í miðri lauginni þegar Ngo kom út að laug, tók af sér sandalana og dýfði fót- unum í vatnið. „Hvernig gengur ríkisborgaranámskeiðið, Ngo?“ spurði Johnny. „Gengur mjög vel,“ sagði Ngo. Allur bekkurinn ætlartil Trimbull á laugardaginn að hlusta á kosn- ingaræðu Gregs Stillson." „Finnst þér Stillson svolítið undarlegur?" „Hann er kannski undarlegur í Ameríku,“ sagði Ngo. „í Víetnam voru margir eins og hann. Fólk sem er...“ Hann sat og hugsaði og leit síðan upp á Johnny aftur. „Ég veit ekki hvernig á að segja þetta á ensku. Landar mínir leika stundum leik sem kallast tígris- dýrið hlæjandi. Hann er gamall og vinsæll, eins og hafnaboltinn hjá ykkur. Eitt barn klæðir sig upp sem tígrisdýr. Það fer í feld. Og hin börnin reyna að ná því meðan það hleypur og dansar. Barnið í feldinum hlær en urrar líka og bítur því þannig er leikurinn. Áður en kommúnistar tóku völdin í heimalandi mínu, léku margir þorpsleiðtogar tígrisdýrið hlæjandi. Ég held að þessi Stillson kunni líka þann leik." Johnny var brugðið en umræðuefnið virtist ekki trufla Ngo á nokkurn hátt. Hann kvaðst ætla að leggja sig og gekk á brott, grannur og liðugur. Bamið í feldinum hlær en urrar líka og bítur því þannig er leikurinn... Ég held að þessi Stillson kunni lika þann leik. Þarna kom þessi óróleikatilfinning aftur. Trimbull var í innan við fimmtíu kílómetra fjarlægð. Kannski að hann æki þangað í Benzin- um á laugardaginn. Sæi Greg Stillson í eigin per- sónu. Kannski... kannski heilsa honum með handabandi. Nei. Nei! En hvers vegna ekki? Stjórnmálamenn voru svo gott sem orðnir tómstundagaman hans þetta kosningaár. Hvers vegna ætti það að koma hon- um í uppnám að hitta einn í viðbót. En hann varí uppnámi, þaðvarengin spurning. Á einhvern hátt kom tilhugsunin um Greg Stillson honum til að minnast Franks Dodd. Haltu þig þaðan. Kannski og kannski ekki. Kannski hann færi til Boston á laugardaginn í staðinn. í bíó. Síðar gat Johnny engan veginn munað hvernig eða hvers vegna hann hafnaði í Trimbull eftir allt saman. Hann hafði tekið með sér samlokur og Tuborg bjór og liðið frábærlega þegar hann lagði upp í ferðina. En í bílnum höfðu læðst að honum hugsanir. Fyrst hugsanir um móður hans á bana- beðinum. Hann hefurætlað þér verkað vinna. Ekki hlaup- ast á brott, Johnny. Hann hækkaði útvarpið en það náði ekki að yfir- gnæfa rödd móður hans. Móðir hans heitin ætlaði að segja sitt álit og það jafnvel að handan. Ekki fela þig í helli og láta hann senda stóran fisk til að gleypa þig. Hann varð að losna við þetta úr huganum. Móð- ir hans hafði verið trúarbrjálæðingur. Það var ekki fallega sagt en samt sem áður satt. Á sinn hátt hafði hún verið alveg jafn brjáluð og Greg Stillson var. Roger Chatsworth, sem var enginn nýgræðing- ur, hafði hlegið að Stillson eins og hann væri nýj- asti grínleikarinn það árið. Hann er trúður, Johnny. Og það var líklega allt og sumt sem hann var. Aðeins meinlaus rugludallur og engin þörf á að tengja hann við eyðandi geðveilu Franks Dodd. En þrátt fyrir það ... tengdi hann þá ... á ein- hvern hátt. Framundan skiptist vegurinn. Vinstri akrein til Berlin og Ridder’s Mill, hægri reinin til Trimbull og Concord. Johnny beygði til hægri. En það gerir ekkert til að taka i hönd hans, er það? Kannski ekki. Einn stjórnmálamaðurinn enn í safnið hans. Sumir söfnuðu frímerkjum, aðrir mynt en Johnny Smith safnaði handaböndum og - og viðurkenndu það. Þú hefur verið að leita að jóker í stokknum allan tímann. Honum brá svo við tilhugsunina að hann var næstum búinn að aka út af. Hann sá sig í spegl- inum andartak og það var ekki rósemisandlitið sem hann hafði vaknað með í morgun. Nú var það blaðamannafundarandlitið og andlit manns- ins sem skriðið hafði í snjónum í almenningsgarði Castle Rock. Nei. Það er ekki satt. En það var satt. Og hann gat ekki neitað því núna. Hafði hann ekki verið að leita að pólitísku jafngildi Franks Dodd undanfarna sjö mánuði? Jú. Það var satt. Sannleikurinn var sá að þótt hann hefði aðeitis séð Greg Stillson í sjónvarpi fannst honum sem Stillson hefði tekið leikinn um tigrisdýrið hlæjandi skrefi lengra. Undir dýrshamnum var maður, já. En undir mannshamnum var dýr. *2* Johnny kom til Trimbull eftir hádegi og sá auglýs- ingu um að fundurinn hæfist klukkan þrjú. 36 VIKAN 17. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.