Vikan


Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 30

Vikan - 22.08.1991, Blaðsíða 30
TEXTI: GUNNHILDUR HEIÐA AXELSDÓTTIR PRENNT SEM BER AÐ VARAST í Skortur á líkamssnert- ingu, ótima- bær kopps- þjálfun og sjálfsfróunar- bann eru algengar uppeldislegar skyssur sem ber aö varast viö meðhöndl un ungbarna. Arið 1979 var tileinkað börnum og nefnt „Ár Lbarnsins". Lítið mark- vert kom þó fram hérlendis í umfjöllun um börn né virðist þetta ár hafa haft nokkur telj- andi áhrif á stöðu barna, hér eða annars staðar. Þjóð- félagslegt misrétti barna er fyrirbæri sem sjaldan er minnst á. Þó þurfum við ekki að huga lengi að að- stöðu barna, til dæmis hvað varðar leikrými og aðbúnað á róluvöllum, til þess að sjá að víða er pottur brotinn í þeim málum. Svo ekki sé minnst á þau börn sem meira eða minna passa sig sjálf eða passa hvert annað vegna þess að for- eldrarnir eru að heiman í vinnu. Sumir vilja taka svo djúpt í árinni að í raun og veru séu börn óvelkomin í íslenskt samfélag. Víða virðist að minnsta kosti ekki vera gert sérstaklega ráð fyrir þeim. Þó að Háskóli íslands út- skrifi árlega fjöldann allan af uppeldisfræðingum, sál- fræðingum og félagsfræð- ingum hafa fáir þeirra séð ástæðu til að reifa þessi mál opinberlega svo að nokkru nemi. Foreldrar hafa yfirleitt enga mennt- un fengið í banasálfræði eða uppeldismálum. Við eyðum þriðjungi ævinnar í skóla, sumir meira, án þess að okkur sé nokk- urn tímann kennt um hluti er varða daglegt líf okkar allra. Fræðsla um barnauppeldi, samskipti kynjanna, hjónabandið og ýmislegt er varðar kynlíf er yfirleitt látin liggja milli hluta. Það ætti ekki að vera erfitt verkefni að kenna piltum og stúlkum grund- vallaratriði ( barna- 30 VIKAN 17 TBL* uppeldi: Ekki flengja barnið, ekki taka það of snemma af brjósti, ekki beita harðneskju við koppsþjálfun, ekki ala á neikvæðum hugmyndum um kynlíf og líkamsnekt og svo framvegis. Einfaldar leiðbein- ingar í þessum dúr gætu að minnsta kosti dregiö úr al- gengum uppeldislegum skyss- um. Að mati uppeldisfræðinga og barnageðlækna er einkum þrennt sem ber að varast í þessu sambandi: ónóga brjóstagjöf og snertingu, ótímabæra koppsþjálfun og sjálfsfróunarbann. BRJÓSTAGJÖF OG MIKILVÆGI SNERTINGAR Fyrstu sex mánuðirnir í lífi barnsins eru ákaflega mikil- vægur tími fyrir geðrænan þroska þess. Meginþarfir þessa tímabils eru þörf fyrir fæöu, snertingu, athygli og ástúð. Þessum þörfum verður best fullnægt með brjóstagjöf móðurinnar og því sem nefnt hefur verið armreynsla. Arm- reynsla er sú reynsla sem barnið upplifir í örmum eða kjöltu móðurinnar (eða annarr- ar manneskju) og fullnægir best meðfæddri hjúfurþörf barnsins. Fyrstu sex mánuði lífsins þarf ungbarnið að vera sem mest í kjöltu foreldra sinna eða annarra fullorðinna. Skortur á snertingu er mjög al- varlegt vandamál í barnaupp- eldi. Þörf fyrir snertingu er mun meiri heldur en flestir gera sér grein fyrir ef marka má rann- sóknir vísindamanna. James W. Prescott er bandarískur taugasálfræðing- ur sem rannsakað hefur or- sakir árásarhneigðar og of- beldis. Prescott komst að þeirri niöurstöðu að meginor- sök fyrir óeðlilegri árásar- hneigð væri skortur á þeirri ánægju sem bein líkamleg snerting framkallar. Að hans mati er ofbeldi nokkurs konar uppbót fyrir skort á náttúrlegri ánægju sem rekja megi til skorts á einni tegund skyn- reynslu sem nefnd er „som- atosensory“. Þetta hugtak vís- ar til þeirrar kenndar sem snerting vekur og hlutdeild annarra skynfæra (þ.e. sjónar, heyrnar, lyktar og bragös) er þá ekki tekin með. Bandaríski sálfræðingurinn Gary Mitchel er sama sinnis. Mitchel gerði tilraunir með „snertieinangrun" apa. Apa- ungviði, sem höfðu þurft að þola sex mánaða og í sumum tilvikum eins árs snertieinangr- un (önnur skynfæri voru ekki heft í tilrauninni), voru ákaf- lega afbrigðileg miðað við ap- aungviði sem alist höfðu upp við venjulegar kringumstæður. Á fullorðinsárum voru aparnir mjög árásargjarnir og réðust á aðra apa af litlu tilefni. Þessi árásarhneigð virtist ekki bund- in því hvort mótaðilinn væri veikbyggðari, til dæmis ung- viði, eða sterkbyggðari api. Þessir apar virtust þannig hafa glatað öllu skynbragði á við- teknar hegðunarreglur í apa- samfélaginu. Aparnir voru jafnframt lítt gefnir fyrir gælur og í raun almennt samneyti við aðra apa. Þeir voru enn- fremur mjög gjarnir á að bita og meiða sjálfa sig og voru undantekningarlaust kynferð- islega vanhæfir og misheppn- aðir uppalendur. Ýmsir sálfræðingar og sér- fræðingar á sviði uppeldis- mála fullyrða að vaxandi of- beldishneigð meöal barna og unglinga hér á landi megi rekja til skorts á snertingu í bernsku. Ábyrgð samfélagsins er mikil í þessu sambandi. Efnahags- legar aðstæður neyða flestar konur út á vinnumarkaðinn nokkrum mánuðum eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.