Vikan


Vikan - 22.08.1991, Side 28

Vikan - 22.08.1991, Side 28
TÓNLEIKAR MEÐ SKID ROW ÞAÐ BESTA ENN ÓKOMIÐ SAMTAL VIÐ RACHEL BOLAN BASSALEIKARA Igfe. '7 H rm 1 : JSir 1 ^ ^ i Velgengnin byrjaöi skyndilega á hvössum miðvikudagsmorgni þann 25. janúar 1989, þegar fyrsta platan þeirra kom út. Þennan sama dag komu Skid Row i fyrsta sinn fram á útitón- leikum þegar strákarnir hófu tónleikaferð um Bandaríkin með Bon Jovi sem sérstakir gestir. Þrjú hundruö tónleikum síðar, þegar þeir höfðu jafn- framt selt þrjár milljónir eintaka af plötunni sinni, 31. mars 1990, komu Skid Row fram í síðasta sinn í þeim tilgangi að kynna metsöluplötuna. í það skipti komu þeir fram ásamt hljómsveitinni Aerosmith. Á fimmtán mánaða löngu tónleikaferðalaginu voru strák- arnir í félagsskap ekki ómerk- ari hljómsveita en Bon Jovi, Motley Crue og Aerosmith og að sjálfsögðu lærðu þeir margt af þeim. Þeir Sebastian Bach, Snake Sabo, Rob Affuso, Rachel Bolan og Scotti Hill breyttust á þessu tímabili úr óreyndum smástrákum í þræl- öflug hörkutól sem ekkert fékk lengur stöðvað. Jafnframt er Ijóst aö meðlimum Skid Row tókst í raun að leggja þunga- rokksheiminn að fótum sér á mettíma - ekki bara í Banda- ríkjunum heldur einnig borg- um eins og Tokyo, London, Moskvu og Munchen. Alls staðar hafði Skid Row komiö fram. Já, það hefur sannarlega verið mikið á seyði hjá hljóm- sveitinni á þessum tíma. Þeg- ar önnur breiðskífa þeirra Skid Row-manna var í burðarliðn- um í sumar var haft viðtal við bassaleikara hljómsveitarinn- ar, Rachel Bolan, og var hann fyrst spurður að því hvort þessi mikla velgengni hefði ekki breytt lífi hans svo um munaði. Rachel Bolan: „Platan okk- ar hefur selst í milljóna eintök- um á þessum stutta tíma og við höfum farið hringinn í kringum hnöttinn. Svo skamm- ur er tíminn reyndar aö mér er ekki enn farið að spretta grön. Nei, frægöin hefur ekki breytt neinu fyrir mig.“ - Líður þér ekkert ööruvísi en áður? RB: „Nú er ég reynslunni ríkari. Eitt af því minnisstæð- asta sem fyrir mig kom á tíma- bilinu gerðist þegar ég var í leigubíl í New York. Bíllinn hafði numið staðar á rauðu Ijósi. Ég heyrði aö náunginn í bílnum við hliðina, vel klæddur og virðulegur, var að hlusta á lag af plötunni okkar... og ég sá ekki betur en hann hrein- lega lifði sig inn í tónlistina. Hann hafði ekki hugmynd um að við værum þarna við hliðina á honum og þess vegna var skemmtilegt að sjá hvernig 28 VIKAN 17. TBL. 1991 tónlistin virtist hafa náð algjör- um tökum á honum." - Þið vorum í slagtogi með þremur bestu hljómsveitunum vestanhafs á sviði þunga- rokksins, Bon Jovi, Motley Crue og Aerosmith. Gætir þú lýst þessum hljómsveitum aðeins og jafnvel borið þær saman? RB: „Bon Jovi voru með lengsta og mesta prógrammið. Aðdáendahópur þeirra var lík- ast til sá fjölbreytilegasti, allt frá smákrökkum upp í viröu- legar mæður sem komu með börnin sín til þess að geta skemmt bæði sjálfum sér og þeim. Þegar við vorum í Evr- ópu með Motley Crue var mannfjöldinn mjög æstur. Á tónleikana þar kom ungt fólk af öllu tagi, hjólreiðakappar, pönkarar - og lið á borð við okkur. Þetta var rosalegt stuð. Aerosmith hafa spilað tölu- vert lengi og þvf komu tvær kynslóðir aðdáenda á tónleik- ana með þeim, bæði þeir eldri og hinir yngri." - Er mikill munur á tónleikagestum í Evrópu og Bandaríkjunum? RB: „í Bandarfkjunum eru stelpur aö minnsta kosti jafn- margar og strákarnir. í Evrópu aftur á móti eru þeir í meiri- hluta, aö minsta kosti 85-90 prósent tónleikagesta. Þess vegna verður þar oft mjög heitt í kolunum, vægast sagt. Þeir eiga til aö kasta flugeldum og flöskum upp á sviðið og við megum hafa okkur alla við til þess að fá ekki þetta drasl í hausinn.“ - Hvernig líkaði ykkur í Japan? RB: „Þar er hraðinn ofboðs- legur. Ég er vanur því að búa við mikinn ys og þys í New York en hraðinn er örugglega helmingi meiri í Japan. And- rúmsloftið á tónleikunum var oft mjög furðulegt - enda ekk- ert skrítið þar eð fæstir áheyr- enda skildu hvað við sögðum. Eiginlega er ekki um bein fagnaðarlæti að ræða, eins og við eigum að venjast, og klappið er allt öðruvísi. Þetta getur verið mjög skrítið. Jap- anir eru vægast sagt afar hóg- værir og kurteisir en engu að síður getur myndast ágætis stemmning og fólkið skemmtir sér greinilega. Þeir halda sér bara meira í skefjum. Stund- um kom fyrir aö aðdáendur

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.