Vikan - 06.02.1992, Síða 15
Valdimar hefur nú komiö sér fyrir, glottir viö
tönn yfir tiltæki tíöindamannsins en minnist þó
á þá nauðsyn að lögregla og borgari haldi
traustum tengslum, nokkuð sem honum finnst
hafa borið skarðan hlut frá tækniþróunarborð-
inu og hann fellst á að tala opinskátt um starf
lögreglumannsins. Allt hefur sinn tíma, við bíð-
um með tæknina og hugum fyrst að gamla
tímanum sem nú hefur lagst undir feld tímans
en lifir þó tær í minningu lögregluþjónsins sem
hóf löggæslustörf sín fyrir tuttugu og fimm
árum, þann 15. janúar 1967.
STÍGVÉLAFULLAR LÖGGUR
„Þá var þetta allt annað," byrjar Valdimar og
ekki ber á öðru en honum þyki einhver söknuð-
ur að gamla tímanum þrátt fyrir að aðbúnaður
lögreglu hafi þá verið langt frá því sem nú
tíðkast. „Lögreglan var á þessum tíma í mun
meiri tengslum við fólkið. Við stóðum þá oft
heilu dagana við umferðarstjórn, hleyptum
fólki yfir götur, spjölluðum við það og kynnt-
umst því. Reyndar var þessi brautarstaða, en
svo var þetta kallað, sérstakur kafli i löggæslu-
sögu íslands því á þessu var strangt tekið og
aldrei mátti það fyrir koma að enginn væri hér
niðri á Nýbýlavegi við Kársnesbraut og Hafn-
arfjarðarveg að stjórna umferð," segir hann og
rifjar upp aðstæðurnar eins og þær voru þá en
lögreglumenn sinntu einnig slíkum störfum á
Kópavogshálsinum.
„Þegar ég byrjaði hér voru stöður þarna frá
morgni til kvölds, þetta var mjög erfið vinna og
kaldsöm. Við stóðum í þessu í öllum veðrum
og þá var ekki til annar hlífðarfatnaður en
regnkápur og gúmmístígvél. Síðan rann af
3. TBL. 1992 VIKAN 15