Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 18

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 18
Við erum nú farin að velta fyrir okkur starfs- aðferðum lögreglunnar og höldum því áfram. Valdimar segir aðferðirnar mótast eftir þörfum verkefnisins og það séu meðal annars breyt- ingar á viðmóti almennings við lögreglu sem eigi þátt í þróun vinnubragða. „Fyrir nokkuð mörgum árum var til dæmis ekki farið inn á heimili til að fjarlægja ölvaða menn án þess að við þá þyrfti að slást. Það var bara tíska, menn létu sér ekkert segjast og þá þýddi ekkert að tala þá til. Síðan breyttist þetta með tímanum en ég er ekki frá því að mér sýnist aftur stefna í sama gamla farið og nú jafnvel af meiri hörku en áður.“ DETT BAR’ Í’ÐA HÉR Hann segir oft vera um sömu einstaklingana að ræða í slíkum tilfellum og man til dæmis eft- ir einum sem helgarvisst þurfti að taka kolvit- lausan heima. Einu sinni kom hann skálmandi á lögreglustöðina með nokkrar flöskur, skellti þeim á borðið og sagði: „Það er best að ég detti bara í það hérna. Þá þurfið þið ekki að vera að sækja mig út í bæ!“ Valdimar vill þó ekki meina að heimiliserjur séu stór hluti af starfinu nema þá um helgar. „Helgarstörfin að nóttu til helgast nánast af Bakkusi, þá gjarnan í nágrenni við samkomuhús og síðan í heima- húsum þegar fólk kemur af dansleikjum. Oft á tíðum slettist þá upp á vinskapinn. Mér finnst þetta koma í öldum eins og annað og sem dæmi má nefna að þegar pöbbarnir spruttu upp með bjórlíkið þá fjölgaði kærum vegna ölvunaraksturs um þriðjung. Síðan var skrúfað fyrir bjórlíkið og þá datt þetta niður í fyrra horf en hefur verið að aukast jafnt og þétt síðan," segir Valdimar en segir slíkum kærum ekki hafa fjölgað teljandi síðan alvörubjór kom til skjalanna. Menn afsaki sig hins vegar oft með því að segjast hafa drukkið bjór vegna þess að það sé auðveldara en að segja viskí eða eitthvað slíkt, þrátt fyrir að náttúrlega sé um áfengi að ræða í báðum tilvikum. RAMMIR AÐ AFLI Aðrar kröfur eru gerðar nú en áður til manna sem hyggjast hefja störf í lögreglu. Fyrr á tim- um var það helsti kostur lögreglumannsins að vera rammur aö afli, helst fjögurra manna maki. Nú er meira lagt upp úr því að menn séu með hausinn í lagi þó með þessum orðum skuli alls ekki hallað á lögreglumenn fortíðar- innar hvað gáfnafar varðar. Hjá því verður þó ekki litið að mun minna var til dæmis um skóla- göngu lögreglumanna fyrr á tímum. Til eru margar skemmtilegar sögur af þess- um heljarmennum sem oftar en ekki gátu tekið ærlega til hendinni. Valdimar segir lögreglu- embættið í Kópavogi vera það ungt að þar hafi f gegnum tíðina ekki verið mikið um starfs- menn sem Sigmund teiknar í Moggann. „Þetta voru miklir persónuleikar sem maður man al- mennt eftir í lögreglunni og þessir karlar, sem voru ráðnir á stríðsárunum og voru enn við störf þegar ég byrjaði, voru heljarmenni, ráðnir sem slíkir til slíkra verka. Margir þeirra voru mjög skemmtilegir karakterar og vissulega er Lögregludagurinn er liöur í þyi að skapa jákvæð tengsl lögreglu við borgara. Á þessum síðum kemur m.a. fram að lögregla nútímans hittir varla borgarann nema undir neikvæðum kringumstæð- um. Logreglan sinmr einnig björgunarstörfum og hefur t.d. aðgang að báti Hjálparsveitar skáta i Kópavogi. Hér eru lögreglumenn á námskeiði í meðferð búnaðarins. framferði. Ég man eftir svona hegðan unglinga áður en fyrrgreindar skemmtanir voru teknar upp og þær gjörbreyttu ástandinu." Valdimar segir þennan þjóðfélagshóp hafa á sínum tíma lagt undir sig skiptistöð strætis- vagnanna í Kópavogi og þá hafi fullorönir jafn- vel sneitt hjá henni þar sem þá hafi hún ekki gegnt hlutverki sínu sem slík heldur verið sam- komustaður hundruða unglinga. Hann segir unglinga oft viðhafa þá aðferð að safnast sam- an á einn stað til þess að egna lögregluna á móti sér og slást við hana. Því sé lítið gert að því að senda einkennisklædda lögreglumenn inn í slíka hópa þar sem þá sétilgangi ungling- anna náð. „Mér finnst árangursríkara að fara með óeinkennisklædda lögreglumenn í slík tilfelli og reyna þannig að tala við unglingana í stað þess að standa í átökum við þá. Það er von- laust og ekki vinnubrögð sem viðhöfð eru nú til dags.“ ÓEINKENND LÖGREGLA Lögreglan vinnur fleiri störf sín óeinkennd. Valdimar hefur litla tiltrú á slíku nema nauðsyn beri til. „Það geta komið upp þau atvik að nauðsynlegt reynist að menn séu óeinkennis- klæddir og á ómerktum bílum. Við getum tekið sem dæmi umferðargötu þar sem brotið hefur verið ítrekað gegn stöðvunarskyldu, hraðatak- markanir eða umferðarljós ekki virt án þess að hin einkennda lögregla hafi náð að stemma stigu við því. Þá getur haft skammtímaáhrif að beita ómerktu eftirliti en að mínu viti þarf þá að auglýsa það og menn viti að þeir geti átt von á sl íku hvenær sem er - til að vegfarendur viti að fylgst er með þeim. Síðan geta slík vinnubrögð gagnast okkur þegar innbrotaalda gengur á ákveðnum stöðum og auðveldað lögreglu að komast í tæri við brotamenn. Að mínu viti á samt lögreglan að vera mjög vel sýnileg og merkt, í því felst það aðhald sem á að vera til staðar og við eigum ekki að þurfa að vera að fela neitt." Eins og Valdimar nefndi geta komið upp þær aðstæður að óeinkennd lögregla getur náð góöum árangri í afmörkuöum verkefnum og hér kemur skondin saga um slíkt tilvik. „Þá var brotist inn í fyrirtæki hér í Kópavogi og stolið peningakassa sem fannst síðan utan við bæ- inn en þá var ekki búið að opna kassann. Mig minnir að komið hafi [ fréttum kvöldið eftir að svo og svo mikið fé hafi verið í þessum kassa, sagt var að hann hefði fundist en ekki hvar. Ég var settur við annan mann á vakt við staðinn í ómerktum bíl og óeinkennisklæddir. Við vorum rétt komnir á staðinn þegar þar þustu að einir fjórir eða fimm menn og ég gekk að einum þeirra, bankaði í öxlina á honum og spurði að hverju hann væri að leita. Og svarið kom um hæl: „Ha, ég? Peningakassa!" Án þess að hugsa," segir Valdimar og greinilegt á fasi hans að sögur eins og þessa þykir honum ekki leiðinlegt að rifja upp. Hann bætir við að erfitt hafi verið að hemja mennina þar til aðstoð barst því lítt voru þeir víst sáttir við lögregluað- stoð í leit að stolnum fjársjóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.