Vikan


Vikan - 06.02.1992, Síða 29

Vikan - 06.02.1992, Síða 29
▲ Nokkrir af hinum skemmtilegu höttum Sólveigar, sem hún býöur til sölu í Kolaportinu. I á » 1 ▲ Sólveig í upphlut með dúkku i rauðum barnabúningi, - og hattarnir eru aldrei langt undan. Ég lærði þjóðbúningagerð hjá Ragnheiði Brynjólfsdóttur og hef saumað fjölmarga bún- inga síðan. Að sauma ís- lenska þjóðbúninga er á marg- an hátt ólíkt öðrum sauma- skap og er það ef til vill það sem heillar mig. Ég sauma bæði upphluti, peysuföt, möttla, kyrtla og það sem þeim fylgir eins og skyrtur, svuntur, slifsi, sjöl, peysufatabrjóst og krókfald með slöri. Einnig bý ég til skotthúfur og skúfa. Ég reyni eftir bestu getu að eiga jafnan allt sem þarf í búning- ana og fylgihluti þeirra." Að koma inn á vinnustofuna hennar Sólveigar í Ásgarðin- um er mikil upplifun. Allt er þar í röð og reglu, einhver fínleiki ríkir þar og einkennir verkin hennar sem alls staðar blasa við. Hún saumar allt mögulegt, svo sem samkvæmiskjóla, dragtir, ýmiss konar höfuðföt og sagði hún brosandi frá því að hún hefði meira að segja saumað ítölsk kjólföt á Steingrím St. Th. Sig- urðsson listmálara. Frh. á næstu opnu. 3.TBL.1992 VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.