Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 42

Vikan - 06.02.1992, Page 42
TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON TOMSTUNDAGAMAN VARÐ AÐ TÓMSTU N DAALVÖRU ÞETTA SEGIR SIGTRYGGUR BALDURSSON VERA MESTU BREYTINGUNA SEM HAFI ORÐIÐ Á SYKURMOLUNUM Á TÆPLEGA SEX ÁRA FERLI HLJÓMSVEITARINNAR. N/ÍSTA MÁNUDAG KEMUR ÚT ÞRIÐJA BREIÐSKÍFA MOLANNA. STICK AROUND FOR JOY. iö erum slegin. Slegin af Sykurmolunum, meö laginu Hit sem er fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar síðan Regina var og hét á haustdögum 1989. Molarnir eru aftur komnir á kreik og viröast í þetta sinn staðráðnir í aö taka poppheiminn í gísl- ingu meö nýrri plötu, þriðju breiöskífunni. Stick Around for Joy kemur út næstkomandi mánudag, 10. febrúar. Fyrr- nefnd smáskífa hefur gert það gott í Bretlandi og hefur þegar selst í yfir 60.000 eintökum, sem er mjög gott. Engin önnur smáskífa Sykurmolanna hefur selst betur. Þau Björk, Einar, Bragi, Þór Eldon, Magga og Sigtryggur eru upptekin þessa dagana. Þaö er full vinna og meira en það að kynna plötu sem er jafnmikilvæg og þessi því eins og flestir vita naut önnur breiö- skífa Sykurmolanna, Here To- day, Tomorrow Next Week (eöa lllur arfur á ástkæra yl- hýra) ekki mikilla vinsælda hjá kóngunum í bresku popp- pressunni. Melody Maker rakkaði plötuna til að mynda niður. Þetta tilheyrir sögunni og við lifum í núinu, málið snýst núna um Stick Around for Joy. Eins og glöggir les- endur sjá er ekkert íslenskt nafn á plötunni enda verður hún bara gefin út á ensku. Það er of dýrt að gera íslenska út- gáfu og borgar sig ekki miðað við söluna á lllum arfi. Á móti mér er sestur Sig- tryggur Baldursson trymbill og ætlunin er að ræða nýju plöt- una og gerð hennar. Snældan rúllar. SLAGORÐAHÚMOR FRÁ JAPAN - Er nafnið á plötunni nýtt slagorð Sykurmolanna? ▲ Sex manna dýragarður að nafni Sykurmol- arnir. Frá vinstri: Þór Eldon gítarleikari, Bragi Ólafs- son bassa- leikari, Sigtryggur trymbill, Björk, Einar Örn (er greinilega eitthvað að spá i tunglið!) og Margrét hljóm- borðsleikari. „Ekkert endilega. Málið er að við höfum svo gaman af svona slagorðum en það er eiginlega annaö slagorð sem við höfum notað meira og það er For Happiness of World’s Babies. Hvort tveggja eru þetta slagorð sem þýdd eru úr jap- önsku, þeir hugsa ensku svo mikið í slagorðum og koma upp með alveg ótrúlegustu hluti. Þetta finnst okkur mjög skemmtilegt og okkar bjagaði slagorðahúmor varð mikið til í Japan þegar við vorum að sþila þar í maí 1990. Það var okkar síðasti túr og eftir þaö fór hópurinn að tvístrast. Við reyndum að semja og æfa en það kom ekki almennilegur kraftur í okkur fyrr en eftir ára- mót 90/91. Um mitt árið f fyrra fórum við svo til Bandaríkj- 42 VIKAN 3.TBL.1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.