Vikan


Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 43

Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 43
anna til þess að gera plötuna." Þau settust að í hljóðveri sem heitir Bearsville og er í noröurhluta New York-fylkis, ekki langt frá bænum Wood- stock. Það var einmitt lista- og tónlistarnefnd þess bæjar sem skipulagði hátíðina miklu hér í „den“, hátíðina sem þó var haldin í um hundrað kílómetra fjarlægð frá bænum. Hljóðver þetta er svokallað „residential-stúdíó". Það þýðir aö hljómsveitin býr í hljóðver- inu meðan á upptökum stendur. „Þetta gerðum við til þess að losna við það ónæði sem fylgir því að taka upp plöt- ur hér heima en önnur ástæða var líka sú að þar er herbergi sem gefur af sér sérlega góð- an trommuhljóm." Upptökum stjórnaði maður að nafni Paul Fox, tæplega fertugur Bandaríkjamaður af gyðingaættum. Hann er þekkt- ur sem hljómborðsleikari og tölvuforritari (tónlistartölvur að sjálfsögðu) í Los Angeles og víðar. Hann hefur spilað inn á fjölda hljómplatna, aðallega með tónlistarmönnum sem spila sálartónlist. Einnig stjórn- aði Paul upptökum á síðustu plötu Pointer-systra og síð- ustu plötu bresku sveitarinnar XTC, Oranges and Lemons og sú skífa ber honum frábært vitni. „Þetta er mjög fjölhæfur náungi og hefur unnið með alls konar tónlistarfólki. Hann hjálpaði okkur að vinna úr til- raunastarfsemi okkar, móta leirinn ef svo má segja. Hann skipti sér ekki mikið af útsetn- ingunum, nema í tveimur lögum. Sum laganna stóðu al- veg eins og við höfðum æft þau en öðrum breyttum við al- gerlega þannig að það var all- ur gangur á þessu. Svona höf- um við aldrei unnið, þetta var góð tilbreyting." MESTA BREYTINGIN Sykurmolarnir komast á for- skólaaldur í sumar en þá verð- ur hljómsveitin sex ára. Það umhverfi sem lagði grunninn að Sykurmolunum var síð- pönk-tímabilið sem má segja að hafi verið á árunum 1982- 84. Hljómsveitirnar Þeyr, Tappi tíkarrass og Purrkur Pilnikk áttu allar sitt blóma- skeið fyrir þann tíma. Hljóm- sveitin Kukl var meðal annars mynduð af einstaklingum úr þessum sveitum og er eins konar millistig. Kukl leið hins vegar undir lok í júl í 1986 og til urðu Sykurmolarnir, þó án Margrétar Örnólfsdóttur hljómborðsleikara sem bættist siðar í hóþinn. „Við ákváðum að hljóm- sveitin myndi einbeita sér að poppmúsik, sem okkur þótti al- veg ferlega fyndið og í byrjun var þetta bara grín en öðlaðist sjálfstætt líf þegarfrá leið. Svo urðum við fyrir þessu „áfalli" að gefa út Ammæli og verða þekkt hljómsveit þannig að tómstundagamanið varð eigin- lega tómstundaalvara. Það er mesta breytingin sem hefur orðið á Sykurmolunum." - Gjarnan er talað um hina erfiðu þriðju plötu. Er Stick Around for Joy slík plata? „Já, hún er það. Við vorum að vinna í lögum á hana allan síðasta vetur og hentum miklu af efni, völdum úr. Þetta er líka alvarlegasta platan okkar, hún er persónulegri, pínulítið inn- hverf og á köflum dálítil nafla- skoðun. Við lentum sem sagt í því að gera þennan rosalega smell, Ammælið, og slíku er mjög erfitt að fylgja eftir. Þess vegna vorum við mjög kæru- laus á annarri þlötunni okkar. Sum laganna urðu svolítið ruglingsleg vegna þess að við unnum útsetningarnar ekki nógu vel. Við köstuðum dálítið til höndunum, unnum ekki nógu skipulega heldur var þetta sex manna dýragarður að gera hljómplötu. Þess vegna fannst okkur mjög gott að fá Paul Fox til þess að finna jarðsamband- ið fyrir okkur. Hann er alger snillingur að vinna með fólk, ýtir varlega á réttu staðina, án þess að maður finni fyrir því. Styrkur nýju plötunnar felst að okkar mati í því hvað hún er heilsteypt, öndvert við aðra plötuna okkar. Við vorum í mjög góðri æfingu þegar upp- tökur hófust þann 17. júní í fyrra og platan hreinlega fauk inn á segulböndin." ELTUM EKKI TÍSKUSTEFNUR - Ef hægt er að lýsa í stuttu máli tónlistinni á plötunni, hvernig myndi sú lýsing hljóða? „Það má segja að þetta sé persónuleg popptónlist sem er mjög danshæf á köflum og sú tónlist okkar sem er undir hvað mestum áhrifum frá bæði óraf- magnaðri og rafmagnaðri danstónlist. Það er minna um rokkáhrif á þessari plötu en fyrri plötum." - Heldurðu að þessi þlata getir virkað sem eitthvert nýtt og ferskt framlag til þessa fyrirbæris; popptónlistar? „Já, ég held það, vegna þess hve persónuleg hún er og mér finnst hún fersk. Við erum ekki að elta neinar tísku- stefnur á plötunni heldur leyfð- um við okkur ýmsa tilrauna- starfsemi. Hún á það kannski sameiginlegt með fyrstu plöt- unni okkar. Á þessari plötu erum við þó miklu agaðri og náttúrlega tæpum sex árum eldri. Á Life’s Too Good er áveðinn ferskleiki sem næst aldrei aftur en á Stick Around for Joy er líka ákveðin dýpt sem hefði aldrei náðst þegar við vorum að taka fyrstu plöt- una upp. Hún er líka á margan hátt rómantísk og þar spila textarnir stórt hlutverk. Til dæmis er texti Bjarkar við lag- ið Walkabout mjög rómantísk- ur og lýsir líkamanum sem landslagi, án þess að verða klisjukenndur. Björk og Einar semja text- ana ýmist hvort í sínu lagi eða saman og Einar kemur oft með gerólík sjónarhorn á hlut- ina. Hann er eiginlega kjötexin í hljómsveitinni og gerir allt svolítið hættulegt.” Hér þagn- ar Sigtryggur um stund og leggur við hlustir. Úr fjarska heyrist Hit óma: „Það er alltaf verið að spila þetta helvíti," segir hann og hlær en heldur síðan áfram að tala um Einar Örn. „Án hans væri allt svo öruggt, hann er áhættu- og spennuþáttur Sykurmolanna. Enda bíður fólk spennt og segir kannski: Fer helv... beinið að æpa - eða: Hvað gerir hann núna? og svo fram- vegis. En mér finnst hann gera mjög góða hluti á þessari plötu og þó mér leiðist að segja það þá finnst mér framlag hans mjög smekklegt á köflum. Svo syngur hann líka á henni og það er í rauninni í fyrsta skipti sem hann gerir það enda lagði hann mjög hart að sér við gerð plötunnar, sem og reyndar við öll. Við reyndum að fara með okkur yfir mörkin ef svo má að orði komast.” í HELSTU HÖFUÐ- BORGUM EVRÓPU Á NÆSTUNNI Á næstu vikum og mánuðum verða Molarnir á ferð og flugi, aðallega í helstu höfuðborgum Evrópu, þó ekki lengi í einu. Þau hafa fundið það út að langar tónleikaferðir henta sveitinni ekki, best að vera tíu til fjórtán daga á flakki senn. Á samtalinu við Sigtrygg virðist líka að orðasambandið „minna er meira" eigi vel við ýmsa þætti plötunnar. Til dæmis verða ekki fleiri en tíu lög á plötunni, miðað við sex- tán á síðustu plötu. „En allir sætta sig fyllilega við þessi tíu lög sem eru á plötunni, nokkuð sem ekki var til staðar á Here Today, Tomorrow Next Week,“ segir Sigtryggur Bald- ursson, bumbuslagari Sykur- molanna, að lokum. □ PLÖTUDÓMUR STICK AROUND FOR JOY Sykurmolarnir í sínu besta formi Á tímum skammdegis en þó hækkandi sólar kemur hér gleðileg viðbót við það magn dagsbirtu sem við Islendingar njótum dags daglega. Þriðja plata Sykur- molanna og þeirra erfiðasta til þessa, poppplatan Stick Around for Joy, sannar að Molarnir eru í sínu besta formi þessa dagana. Hún byrjar á laginu Gold sem er með nokkuð þungri undiröldu en gjarnan byrja plötur Molanna á frekar þungum lögum. Eftir það léttir yfir plötunni og mannskapurinn er kominn í stuð eftir að hafa hlustað á Hit-ið. Þá eru átta lög eftir af plötunni og erfitt að gera upp á milli þeirra. Þau eru öll jöfn að gæðum og almennt má segja að mjög gott jafnvægi hvíli yfir plötunni. Molaranir sýna á sér nýja hlið í hinu „fríkaða" og ekki dæmigerða Mola-lagi Lucky Night. Björk fer á kostum og Einar læðir inn söng og trompetlínum í þessa ballöðu. Björk syngur náttúrlega sem engill á plötunni (þó ekki alltaf) og Einar Örn hefur ekki verið betri að mínum mati. Samt eru þau sem svart og hvítt almennt séð hvað hlutverk varðar. Sigtryggur Baldursson trommari kemur sérlega vel út á plötunni, leikur sér að einföldum en grípandi rytmum (lagiö l'm Hungry til dæmis). Samspil hans og Braga er enn sem fyrr traust þó „sándið" á Braga hafi ekki verið eins fágað og nú; mjúkt, þó án þess að vera loðið. Það er svo í verkahring Þórs Eldons gítar- leikara að koma með broddinn en gítarleikur hans er fjölbreyttur og það heyrist vel í laginu Walkabout, sem er frábær poppsmellur og á líklega eftir að heyr- ast mikið á næstunni. Margrét Örnólfs hljómborðs- leikari sér um skreytingar og eykur mjög dýpt lag- anna með skemmtilegum innkomum, svo sem í lag- inu Vitamin sem er stuðlag mikið og iðar af fjöri. Húmorinn er aldrei langt undan og í lokalagi plötunn- ar, Chihuahua, skilja þau okkur eftir með eitt stórt spurningarmerki því endirinn gefur enga vísbendingu um hvert sveitin stefnir. Eitt er víst, Sykurmolarnir eru á uppleið og Stick Around for Joy er úthugsaðasta verk þeirra til þessa. Þetta er ein besta ef ekki besta poppplata sem gerð hefur verið af íslenskri hljómsveit, plata sem gefur kreppublaðri langt nef en lífsgleði þumlana upp. STJÖRNUGJÖF: *****
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.