Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 44

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 44
UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON (RABBI) LAUSN SÍÐUSTU GÁTU RABBI: ANDARTAK EFNISMIKIÐ ANDARTAK Rafn Jónsson, trommarinn góöi frá ísafirði, hefur verið í eldlínu dægurtónlistar hér- lendis í fjölda ára og meðal annars verið í hljómsveitunum Ýr, Haukum, Galíleó, Bítla- vinafélaginu, Sálinni hans Jóns míns og Grafík, sem er sennilega þekktasta og virt- asta sveitin sem Rabbi hefur komið við sögu í. Trommuleik Rabba er best lýst með orðinu einfaldleiki. Það er ekki eins og það sé átt- arma kolkrabbi á settinu held- ur er það grunnrytmi popptón- listarinnar sem ræður ríkjum. Maður veit á hverju er von og það eru jafnan traustir og vel gerðir hlutir. Sú er raunin með plötuna Andartak en á henni koma margir kunningjar og samstarfsmenn Rabba við sögu, fólk úr hinum ýmsu sveitum sem hann starfaði með; Helgi Björnsson, Reynir Guðmundsson, Sævar Sverr- isson, Andrea Gylfadóttir og fleiri. Á Andartaki er að finna fyrir- taks poppflugur sem flestar eru eftir Rafn en titillagið er án efa það þekktasta. Þó eru mörg önnur lög góð, til dæmis Orðin (sungið af Daníel úr Nýdanskri) og Draumurinn (kraftmikill rokkari) sem Helgi Björnsson syngur og semur einnig textann við. Nokkuö er um tónlist án söngs á plötunni og er lagið Æskuslóðir hlaðið krafti, dulúð og spennu en út- setningin er dálítið teygð. Þeg- ar á heildina er litið er hér um efnismikið og langt andartak að ræða því eins og flestir vita getur eitt andartak virkað eins og heil eilífð. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ MAGNÚS ÞÓR SIGMUNDSSON: ÁLFAR NÝR BELGUR, GAMALT VÍN Með tilkomu geisladisksins fóru alls konar endurúgáfur að líta dagsins Ijós og hér er eins slík; Álfarnir hans Magn- úsar Þórs. Platan kom út árið 1979 og er sem sagt komin á geisladisk. Eins og titill plöt- unnar gefur til kynna er þema plötunnar álfar og andlegir hlutir. Hluti plötunnar er líka óður til móður jarðar og það eru textarnir sem best hafa staðist tímans tönn. Það sama má segja um sumar lagasmíðar plötunnar og á þetta aðallega við tvö fyrstu lögin, titillagið Álfa og Jörðina sem ég ann. Tónlistin ber á stundum keim af þjóð- lagarokki og framsæknu rokki, þó það seinna sé minna áber- andi. Frammistaða Magnúsar einkennist af krafti og greini- legt að hann á vel heima í tón- list sem þessari. Fleiri söngv- arar koma við sögu, svo sem Jóhann Helgason og Ellen Kristjánsdóttir. Textalega séð hefur þessi plata elst vel en tæknilega séð er hún frumstæð, ef miðað er við þær geysilegu tæknifram- farir sem orðið hafa, en platan var tekin upp í besta hljóðveri landsins á þeim tíma, Hljóð- rita. Hér er sem sagt gamalt vín komið á nýjan belg og á þangað fullt erindi. STJÖRNUGJÖF: ★★★ ÚRVAL ÞESS BESTA MEZZOFORTE: FORTISSIMO Sveinarnir í Mezzoforte hafa haldið merki tónlistar sinnar hátt á lofti á ferlinum og ekki ofsagt að þeir hafi notið mikilla vinsælda og átt það skilið því þetta eru þrælgóðir tónlistar- menn. Jafnframt er óhætt að fullyrða aö tónlist sveitarinnar hefur notið meiri vinsælda utan landsteinanna og gert það gott. Við munum öll Gar- den Party dæmið. Á disknum Fortissimo eru fimmtán lög, þar af tvö ný. Þrettán laganna eru af plötum sem komið hafa út áður, flest endurbætt á einn eða annan hátt eða einfaldlega tekin upp á nýtt, eins og lögin Midnight Sun og Spring Fever. Diskur- inn er alls um 75 mínútur að lengd og gerast þeir ekki lengri enda er ekki laust við að mað- NÝJAR HLJÓMPLÖTUR ur sé búinn að fá sinn skammt af bræðingi þeirra Mezzoforte- manna þegar diskurinn er búinn. STJÖRNUGJÖF: ★★★ MAGNÚS OG JÓHANN: DRAUMUR ALDA- MÓTABARNSINS í MÓTSÖGN VIÐ TÍÐARANDANN Þegar pönkbylgjan reis sem hæst hérlendis, í byrjun ní- + + + + + + + + + + + + + + + + c; + 4 + + + V 0 LJ A :1 D I L K U R •T R •+ + + + + I R I S +' A + G ó M + H A + + + + + L A F + I D K U N + H A M + + + + + H A T T + R A N G T + N 0 + + + + + A R + A H ö L D + E N s F J ó S + L E G E R K T F L ó N + T + A F M Æ L I + L E K + E T N + H + + F R A + U T A N V F I R F ö T E s S N j ó + R I S A K ö N G U L ó I N + V 0 G U + + T + I L + 7 R + F L A + Æ + E L G + R Ý R + M N + S rp U Ð + G ó Ð L E G A R + H A + S V I M I F I s + + L i K + H 0 R S K A R + + + S K R U G G A + E L S fT> A R + V A + L A + F j A N D I + + A U K N A + I L Ý S U R + U M G I R T U R G E + S ö L + S + E L s A + F A R + N N + T G j K K I R + K N 0 S A + L I N + 1 + R Y E L + R U n< T + U S A + I + N A + R I M L A R A M A R 0 + H L F E G U R D + 0 L + S É R + G + E E K R A N A + A G A + T R E G A R I G + + E N G I N N + L E I K U R + M A G E R A N D I + B A 15 Ð U R L V A N D R Æ Ð A L E G U rI + F A L T ENYA: SHEPHERD MOONS ENGILLINN ENYA Að hlusta á Shepherd Moons er eins og að vera staddur í Ijúfum draumi þar sem hvít- klæddur engill að nafni Enya svífur hægt og rólega um í tóminu og syngur Ijúflega. Hún veitir hlustandanum hugarró og af- slöppun, nokkuð sem fáum nútíma- tónlistarmönnum tekst eins vel og henni. Enya er af- bragðstónlistar- kona - hún er lista- maður. Lagasmíðarnar og útsetningar bera þess greinleg merki að Enya hef- ur þroskast mikið síðan önnur breiðskífan hennar, Water- mark, kom út árið 1988. Lögin eru ekki eins keimlík og á Wat- ermark, annar blær yfir þeim þó stíllinn sé í grunnatriðum sá sami. Samstarf hennar og upptökustjórans Nicks Ryan hefur borið ríkulegan ávöxt sem nýtur sín til fulls á geisla- diskaforminu því rispur og annar ófögnuður eru helsti fjandi tónlistar sem þessarar. Shepherd Moons er plata sem hægt er að hlusta á aftur og aftur. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ unda áratugarins, leit Draumur aldamótabarnsins dagsins Ijós. Þetta var árið 1982. Höf- uðpaurarnir voru Magnús og Jóhann en þeir voru um skeið mjög áberandi í íslenskri dæg- urtónlist, aðallega á áttunda áratugnum. Á Draumi aldamótabarnsins er hið þekkta lag ísland er land þitt í flutningi Pálma Gunnars- sonar og einnig í nýrri útgáfu anno 1991 sem Egill Ólafsson syngur. Þetta er mjög fallegt lag og það lag sem stendur eins og klettur upp úr plötunni sem inniheldur mestmegnis frekar vandað en meðal- mennskulegt popp. Margir textarnir eru góðir en þá samdi Margrét Jónsdóttir og er text- inn við ballöðuna Nótt, sem er góð sem slík, einfaldur, mynd- rænn og hnitmiðaður. Þessi plata hefur greinilega verið í hrópandi mótsögn við tíðarandann á þeim tima sem hún kom út. Sjálfsagt hefur tónlistin átt upp á pallborðið hjá einhverjum fjölda fólks og aðdáendur Draums aldamóta- barnsins geta nú endurnýjað gömlu, rispuðu vinylplötuna og fengið sér geisladisk í staðinn. STJÖRNUGJÖF: ★★ Mezzoforte i upphafi ferilsins - ungir og efnilegir. Enya hefur þroskast síðan ’88 þegar önnur breiðskífan kom út. 44 VIKAN 3. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.