Vikan


Vikan - 16.04.1992, Side 22

Vikan - 16.04.1992, Side 22
TUND Þegar Kvenfélag Reyk- dæla fór í sína árlegu skemmti- og kaupstað- arferð á dögunum var mikið um dýrðir þegar kom að leyni- atriöi ferðarinnar. Skemmti- nefndin hafði falast eftir kennslustund í skotfimi hjá Skotsambandi íslands og for- maður þess, Þorsteinn Ás- geirsson, tekið málaleitan þeirri hið besta. Það voru menn úr Skotfélagi Reykjavík- ur sem aðstoðuðu dömurnar við að munda rifflana en Skot- félag Reykjavíkur er elsta starfandi íþróttafélag landsins, stofnað 1867. Rúmlega fjörutíu konur tóku þátt í undanúrslitakeppni og síðan voru þær átta stiga- hæstu beðnar að skjóta aftur. Þegar þau úrslit lágu fyrir voru þrír stigahæstu keppendurnir beönir aö stiga fram og taka á móti veglegum verðlaunapen- ingum frá Skotsambandinu. Þorsteinn Ásgeirsson hélt stutta tölu í tilefni heimsóknar- innar og taldi konurnar hafa náð mjög góðum árangri. Þaö má til sanns vegar færa, gull- verðlaunahafinn var með 47 stig í fyrri umferð og 48 stig í þeirri seinni, af 50 möguleg- um. Bronsverðlaun hlaut Ást- hildur Thorsteinsson, hús- freyja að Hurðarbaki, Aldís Eiríksdóttir, kennari við Klepp- járnsreykjaskóla, fékk silfriö og gullverðlaunin hreppti Hulda Hauksdóttir íþrótta- kennari. Eftir keppnina bauð Skotsambandið gestum sín- um veitingar og greinilegt var að allir höföu haft hina bestu skemmtun af þessu vel heppnaða leyninúmeri. TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM.: BRAGI P. JÓSEFSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.