Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 26

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 26
síður í leikstjórafélaginu getur fengið vinnu hjá opinberu batteríi sem leikstjóri - og viðhorfum Óskars sjálfs gagnvart leikstýringum. En á- fram með Oxsmásmjörið. „Viö lékum mikið sjálfir í myndunum sem við vorum að gera en ég er voöalega lélegur leikari, kann bara einn karakter - stressaða bisnissmannatýpu, frek- ar einfalda.“ Síöan leikur Óskar í skemmtiatriðum með Hláturfélagi Suðurlands ásamt Óttarí Proppé, félaga í Ham, og Sigurjóni Kjartanssyni. Sig- urjón er hinn söngvarinn í Ham, hann leikur í nýjustu kvikmynd Óskars, Sódómu Reykjavík, og sér um tónlist í myndinni. Nóg um það. Hláturfélagið byggir á litlum bröndurum leikn- um af þeim félögum, til dæmis kom hersingin fram þegar Sigurjón var tekinn fyrir í Fólkinu í landinu. Óskar hlær. „Þá átti Jesús afmæli og Jósef og María voru aö gefa honum afmælis- gjafirnar. Þau vildu endilega hafa einhver nor- ræn grenitré og rauöar kúlur sem Jesús bara fílaði alls ekki. Og svo voru þau að setja upp rauðar húfur. Þannig reyndu þau að sannfæra Jesú um að þetta væri ný afmælistíska sem ætti eftir að vera í tísku næstu tvö til þrjú þús- und árin,“ segir Óskar sposkur, þykir þetta skemmtileg tilbrigði. Nú er þetta viðtal komið í heilmikinn rugling vegna þess að Óskar Jónasson ber svo marga titla og tekur sér svo margt skemmti- legt fyrir hendur og við erum ekki einu sinni farnir að tala almennilega um Sódómu Reykjavík sem hann samdi og leikstýrði. Það er því ekki seinna vænna að byrja á byrjun- inni. ÓGURLEGA FEITUR Ertu Reykvíkingur? „Já. Pabbi er reyndar úr Austur-Húnavatnssýslunni en mamma úr Reykjavík. Ég var líka sendur í sveit á hverju sumri frá því ég var fimm ára gamall til sextán ára, upp í Borgarfjörð. Sveitin er holl hverju barni,“ segir Óskar og virðist vera að setja sig í einhvers konar uppeldisstellingar. Ólækn- andi piparvírus í blóði hans er þó fljótur að grípa í taumana og finna eitthvurt skondið at- vik í sveitinni til að ná honum aftur niður á jörðina. Niður á jörðina já - hratt og örugglega með heilmiklum höfuðverk. „Ég datt einu sinni af hestbaki í sveitinni, beint á hausinn - klonk! Það slokknaði gjör- samlega á mér. Bóndasonurinn hélt ég væri dauöur en reisti mig við og ég man mjög vel hvað ég sá,“ segir Óskar og skimar með ein- rænum svip í kringum sig þegar hann rifjar þetta upp, ógurlega listrænt og furðulegt. „Ég sá allt grænt, himininn og allt, fjallháar þúfur. Ég ráfaði heim og vissi ekkert hvað ég hafði verið aö gera þann daginn, var háttaður niður í rúm. Þetta var mjög flippað og það leiö lang- ur tími þangað til ég mundi allt sem gerst hafði.“ Óskar vill ekki meina að þetta hafi verið kveikjan að súrrealískum skúlptúrverkum hans og myndlistarnámi, hann hafði alla tíð teiknað mjög mikið og það breyttist hvorki til betri né verri vegar viö byltuna af grasbítnum. Og þó að hann hafi þeyst um á fáki fráum um borgfirsk tún og engi segist hann hafa verið mjög rólegur unglingur og barn. „Eg hef aldrei verið neitt í íþróttum, þoldi ekki fótbolta og var feitasti strákurinn í bekkn- um!“ Nei, nei! „Jú,“ svarar Óskar og gerir sér fulla grein fyrir fjarstæðunni því að núna er þetta tággrannur maöur, næstum því mjór en þó með svolitla ístru framan á sér. „Alveg sþikfeitur - kallaður Skari feitil," bætir þessi granni maður við, háðskur mjög í framan. „Ég var bara svo værukær með undirhöku og allt,“ bætir hann við þegar skrásetjarinn skellir upp úr. Hann segir þetta í svolitlum afsökunartóni eins og honum þyki mjög miður að hafa lagt svona mikið af. Þetta fór af honum um sextán ára aldur. Er nema von að hesturinn hafi verið orðinn lúinn og viljað hvíla sig... Næsta mál. LEIÐINLEGIIR PÖNKARI Þegar Skari var orðinn léttari fór hann á nám- skeið í myndlistarskólanum. Þá komst hann að því að skólinn var á fimm hæðum og meira að segja í mörgum húsum. Og þar sem Óskar Jónasson var orðinn létt- og tindilfættur mjög tifaði hann fjaðurmagnaður um stræti og torg þangað til hann uppgötvaði að það var hægt að vera í skóla allan daginn að læra myndlist. Þá var hann í Menntaskólanum við Sund á góðri leið með að verða stúdent. Hann stein- hætti því og fór að mála. Hann vissi ekkert þá hvað hann ætlaði að verða enda [ pönk- araklíku og skítsama um hvað gerðist. Hverjar voru kenningar Óskars og hinna pönkaranna? „Engar. Við vorum bara heima hjá okkur að hlusta á pönkið. Jú, við vorum stundum leiðinlegir í partíum og það endaði alltaf þannig að við fengum eitt herbergi út af fyrir okkur, partíið var síðan alls staðar annars staðar í húsinu." Hvernig leiðinlegir? „Æ, við ældum kannski ekki á réttu stöðunum og svo- leiðis,“ svarar Óskar og lítur brosandi í gaupn- ir sér. Og þið byrjuðuð náttúrlega snemma að reykja sígarettur og drekka brennivín? „Nei, nei, mér tókst til dæmis aldrei almennilega að byrja að reykja. Okkur Kela vini mínum þótt- um við alltaf ferlega lélegir aö reykja ekki og vorum alltaf að tala um að nú þyrftum við að byrja á því. Já, við reyndum heilmikið að byrja og það tók mörg ár að komast upp á lag með að geta reykt eitthvað að ráði en svo er ég löngu hættur því. En Keli reykir ennþá, bölvar því rnikið," segir Óskar hlæjandi. Þetta var vitsmunaleg ákvörðun hjá þeim félögum. „Það var ekki hægt að vera töff án þess að reykja,” bætir hann við. Pönkararnir uppqötvuðu síðan Duran Dur- an, fyrstir manna á íslandi að áliti Óskars Jón- assonar, fyrrum pönkara. Þar kemur upp úr dúrnum að þeir hlustuðu á fleira en pönk þó að þeir söfnuðu ekki hári að aftan og reyndu að líkjast þeim tónflytjendum. Þetta var árið 1980 til ‘81 þegar Óskar er sautján og átján ára gamall. Hann var að byrja í myndlistar- skólanum. Þá var líka Oxsmá að veröa til, list- framleiðslufyrirtækið sem hafði að helsta markmiði að allt sem þaðan kæmi væri af- burða slakt, lélegt. Allar hugmyndir voru tekn- ar góðar og gildar og löngu áður en nokkur hljómsveitarmeðlima Oxsmár var farinn að geta spilaö á hljóöfæri voru þeir búnir að hanna öll plötuumslögin. Raunar kom aðeins ein plata út, sem sá sem þetta skráir hefur ekki haft kjark til að neyta um hlustir. MARFLATUR SAXÓFÓNN Óskar spilaði á saxófón. Hvaö hafði hann lært? „Ekkert. Þetta bara kom. Við æfðum og spiluðum. Fórum á svið. Vorum ömurlegir - samkvæmir hugsjóninni - og reyndum að spila ofan í allt annað. Allt hallærislegt. Svo gekk Seli í hljómsveitina og hann kunni á hljóðfæri." Voruð þið þá farnir að sjá fram á að þið gætuð eitthvað þannig að þiö hættuð að vera lélegir? „Ja, það er bara svo leiðin- legt að vera lélegur til lengdar. Maður fer út í einhverja fágun,“ svarar Oskar og saxófónn- inn berst í tal. „Ég fékk hann lánaðan og síð- an þegar þetta var orðið alvarlegt mál keypti ég hann.“ Áttu hann ennþá? spyr gestur og lítur í kringum sig, myndi sjálfsagt ekki sjá saxann þótt hann héngi neðan úr loftinu yfir stólnum. Þarna hangir svo margt niður úr loft- inu. „Nei,“ svarar Óskar, „ég keyrði yfir hann á traktor! Við komum nefnilega einu sinni saman aft- ur eftir að við hættum. Það var árið 1986 í brúðkaupi vinkonu okkar og af því að ég ætl- aði ekki að spila meira endaöi ég þessa uppá- komu með því að setjast upp í nærliggjandi traktor og keyra yfir saxófóninn. Hann var al- veg marflatur eftir. Það var reyndar orðaleikur í kringum þetta því að lélegur saxófónn er kallaður flatur saxófónn. Svo gaf ég brúðinni hann í brúðargjöf og ég held að hann hangi uppi á vegg hjá henni,“ segir Óskar og þarna var fundinn formlegur endir á tónlistariðkun hans. í þessum töluðum orðum hringir síminn, einu sinni sem oftar. Meðan Óskar sinnir sím- talinu er bankað. Eins og skrásetjarinn búi þarna líka biður Óskar hann um að fara til dyra og athuga hver þar sé á ferð. Sem betur fór var það bara nágranninn að koma með Moggann - er ekki með ólfkindum hvað mað- ur er vandræðalegur fyrir innan annarra manna dyr þegar gesti ber að garði? En ekki hjá Óskari. Granninn virðist ekkert of undrandi á óþekktum dyraverði á þessum bæ enda allt með ofur frjálslegu móti heima hjá Skara feita sem var. I það minnsta meðan menn eru á annað borð velkomnir. Ekki orð um það meir, í bili. Förum til London með Óskari í kvik- myndagerð. TÆKIFÆRIN ERU HÉR „Það er hverjum manni hollt að fara til útlanda vegna þess að maður þarf aö fatta það sjálfur að það er erfiðara að komast af úti. Til dæmis held ég að ég hefði ekki fengið tækifæri strax til þess að gera bíómynd í fullri lengd ef ég hefði haldið áfram að búa úti. Mér finnst Eng- land líka frekar leiðinlegt land og fólkið hefur einhvern veginn minna sjálfstraust heldur en íslendingar enda er það frægt hvað við höfum mikið álit á sjálfum okkur. Það er líka gott, fólk trúir á sína þjóð og maður fyllist stolti þegar einhver íslendingur vinnur verðlaun í sundi fatlaðra á ólympíumóti. Bretum er alveg skít- sama hvað gerist svona út á við. Stoltiö birtist þar meira sem hroki. Þeir kynna sér ekki aðr- ar þjóðir, finnst þeir vera aðal og annað ann- ars flokks. Æ, ég nenni ekki að tala meira um þetta. Mér fannst þeir leiðinlegir." Hvað hafðirðu fyrir stafni. „Ég afgreiddi öll leikhús og listasöfn á fyrsta ári og ferðaðist mikið á mótorhjóli sem ég flutti heim með mér. Ég þarf að selja það... - sem sagt, það er til sölu mótorhjól..." segir Óskar og hækkar róminn, andlitiö er kímið meðan það nálgast upþtökutæki blaðamanns til þess að auglýs- ingin njóti sín til hins ýtrasta. Síöan ferðaðist hann um England með þáverandi unnustu sinni, Björk Guðmundsdóttur Sykurmola, en þau bjuggu saman ein fjögur ár, bæði úti og hér heima. Aftur í skólann. „Leikstjórnin byggist á skilningi á miðlinum, reynslu og viðhorfi. Maður þarf að geta sagt leikaranum eitthvað sem þeinir honum að á- kveðnu marki og hafa góðan skilning á því sem leikari þarf að gera, þó maður þurfi ekki 26 VIKAN 20. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.