Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 28

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 28
Atriöi úr mynd Óskars, Sódóma Reykjavík. Óskar dregur ekki dul á skoöanir sínar um leiksviö eöa hvít tjöld. Hér spjallar þessi fjölhæfi kvikmyndageröarmaöur um leikara og leikhús og þær erfiöu aöstæöur sem þeir sem þar starfa þurfa aö yfirstíga, oft á kostnaö gæöanna. Ljósmynd: Einar Ólafsson. myndir sem er bara hrúgaö saman í endinn og þaö er mjög bagalegt því hann skiptir oft mestu máli. Maður á ekki aö þurfa aö vinna myndirnar þannig. Það er hægt að æfa hlut- ina áöur en kemur aö tökum.“ Tökur á Sódómu? „Þær fóru ekki fram í tímaröð held- ur tvist og bast.“ LEIKMYND ÞRÚGNANNA Þaö er fleira sem þarf að huga aö, bæöi í kvikmyndum og í leikhúsum, til dæmis um- hverfi og öll umgjörö. Óskar geröi hina frægu leikmynd Þrúgna reiöinnar og tók þar nokkra áhættu því aö þaö sem hann hélt aö væri til- tölulega einfalt varð hið flóknasta mál. „Kjartan Ragnarsson leikstjóri hafði sam- band viö mig um vorið 1991 en þá var leikritið ekki til þýtt. Við hittumst um haustið og þá vantaöi töluvert upp á aö þýöingin væri tilbúin þannig aö viö settumst niöur og unnum aö þýðingunni og leikgeröinni sem ég held að hafi verið mjög hjálplegt. Aftur á móti varö tíminn til þess aö hanna leikmyndina ekkert alltof rúmur. Og út af þessu tímahraki ákváö- um viö aö leikmyndin yröi aö vera mjög ein- föld. Ég var bara svo lítið inni í leikhúsvinnu að ég hélt aö þetta væri einfalt. Þá var þetta eitthvað þaö flóknasta sem leikhúsiö hefur lent í. Þarna er bara svo gott tæknilið aö mál- in voru leyst og sýningin varö sem betur fer vinsæl annars heföi ég ekki veriö hátt skrifað- ur innan Borgarleikhússins," segir Óskar, svo- lítið púkalegur en þó greinilega stoltur af þessu afkvæmi sínu. Núna fær hann vinsamlegar móttökur þrátt fyrir aö hafa valdið miklum taugatitringi viö upphaf sýninga, þegar menn héldu að bíllinn myndi jafnvel steypast fram af sviöinu. „Já, þaö voru teknar burt fremstu tvær sætaraðirn- ar af því aö sumir héldu aö þetta yröi hættu- legt. Svo reyndist þó ekki vera og þeim var fljótlega hent inn aftur." VANDAMÁL LEIKARANNA Viö minntumst dálítiö á stööuna í íslensku leiklistarlífi og hér staldrar Óskar aöeins viö þá hlið mála. „Þaö pirraði mig svolítið aö mér fannst sýning- arnar á Þrúgum reiö- innar fletjast út með tímanum. Eiginlega var generalprufan, síðasta æfing í fullri lengd og búningum fyrir frumsýningu, langbest. Ég sá frum- sýninguna sem var eiginlega of snurðu- laus. Síöan sá ég tí- undu sýningu og þá síðustu. Strax í tí- undu sýningu var mér farið aö finnast aö þetta væri orðiö þannig að hjá leikur- um væru setningarn- ar farnar að jafnast, þaö sem hafði verið rólegt var fariö aö heröast og öfugt. Á síðustu sýningunni fannst mér þetta eins og bein lína. Ég held aö þetta sé algengt vandamál hjá leikurum og þeir veröi aö sþarka í rassinn á sjálfum sór,“ segir Óskar og finnur ýmislegt aö hlutdeild góðra sýninga í islenskum leik- húsum auk þess sem leikararnir lendi oft í því að vera dæmdir fyrir sakir leikstjóranna og handritahöfundanna. „Þaö horfa allir á leikar- ann sem andlit verksins og hann er kannski aö segja vonlausar setningar í atriöum sem hafa engan tilgang í verkinu. Þetta er alls ekki honum aö kenna nema hann sagöi já viö hlut- verkinu, þetta er hans vinna. Leikarar eru ekki í þeirri aöstööu aö geta neitað hlutverkum. Þeir eru margir fastráðnir og fáir hafa efni á aö neita fastráðningu. Mér finnst miklu væn- legra til árangurs aö velja inn í hvert verkefni ákveðinn hóp. Þá finnur fólk fyrir tilgangi frek- ar en aö fá þaö á tilfinninguna aö þaö sé sett í einhver hlutverk til þess aö vinna fyrir launun- um sínum, ekki öfugt. Þetta hlýtur aö koma niöur á gæöum leiksins og vera slæmt fyrir hvaða leikara sem er. Ég veit að þaö eru til leikhús í öörum löndum þar sem þeir einu sem eru fastráönir vinna á skrifstofunum, leik- ararnir eru síöan ráönir eftir hendinni," segir þessi ungi leikstjóri, leikmyndahönnuður, kvik- myndagerðarmaður og fleira og fleira. Þetta er þaö sem hann vill sjá gerast. HÆTTA FALSKS ÖRYGGIS Er þetta það sem leikararnir vilja sjá gerast? „Nei, þeir eru í svo erfiöri aðstööu og þetta er mjög erfitt starf. Ef ég væri leikari myndi ég sjálfsagt vilja vera fastráðinn en ég er aö tala um gæöi sýninganna og mér finnst vera slappt hlutfall og óhagstætt af góöum og lé- legum sýningum. Leikararnir veröa aö hafa þaö á tilfinningunni að þeir þurfi aö standa sig í hlutverki til aö fá annað en það er náttúrlega hörmulegt líf aö lifa viö þessa endalausu á- hættu. Ég held líka aö þaö þurfi að vera á- hætta í allri list til aö hún verði góö. Ef svo er ekki hrynur hún. Ég má kannski ekki segja þetta því aö auðvitað verður ríkið aö styrkja leikhús en falskt öryggi leikaranna verður til þess aö sumir fara aö slappa af. Mér sýnist hins vegar aö oftast sé um aö kenna slöppu handriti og leikstjórn. Til dæmis hefur maöur heyrt af vandamálum hjá sjón- varpinu en þegar ég var þar í sumar sem leiö aö vinna viö leikrit þá sá ég ákaflega margt mjög fært fólk. Þrátt fyrir þaö sér maður þessi sjónvarpsleikrit ár eftir ár sem eru hundleiöin- leg. Þaö er ekki leikurunum að kenna eöa tækniliðinu, alls ekki, heldur bara illa völdum verkum og leikstjórum. Sama gildir um leikhús þar sem ekki eru valin rétt saman þessi atriði og stundum jafnvel ekki róttir aöalleikarar," segir Óskar og það er ef til vill dæmigert fyrir persónuleika hans að hann bregður hvergi rómi eða svip meðan hann er aö tala um þetta, frekar en væri hann að tala um kaffibollann sinn og hlutverk hans á borðinu fyrir framan hann. En hann meinar þetta frá innstu rótum. Hann skrifar sjálfur handrit og leikstýrir. Er heppilegt að sami maður sinni báöum þess- um mikilvægu störfum? „Handrit er sko ekki endilega listaverk út af fyrir sig heldur lýsing á listaverki og ef maöur er þannig sem kvik- myndagerðarmaður aö maður sjái fyrir sér kvikmyndina þá er maður ekki bara leikstjóri heldur ennfremur kvikmyndagerðarmaður. Sumir sjá fyrir sér kvikmyndirnar en hafa ekki tæknilega reynslu eöa þekkingu til aö koma þeim yfir á tjaldiö. Þeir geta hins vegar komiö á tökustað og sagt þeim sem gerir myndina eða leikstjóranum hvað það er eöa var sem þeir sáu fyrir sér. Ef handritshöfundur hefur þessa þekkingu og reynslu sé ég ekkert at- hugavert viö aö hann geri hvort tveggja en síðan er þaö náttúrlega áhorfandans að vega þaö og meta hvort sá sem gerir myndina hef- ur eitthvað aö segja." TÍMI TIL YNGINGA Þaö fer aö líöa að lokum þessa spjalls og þá er rétt aö skyggnast aðeins inn í einkalifiö hjá Óskari sjálfum. Sofnar hann til dæmis yfir hugmyndum og kvikmyndum sem renna i gegnum höfuðið á honum á kvöldin. „Ég var svolítið þannig áöur aö ég gat ekki hugsaö svona nema rétt áöur en ég sofnaði en ég verö fljótt leiöur á vinnuaðferðum og núna er ég til dæmis mjög opinn fyrir hugmyndum annarra, til dæmis til aö kynnast fleiri sjónar- hornum sem eru ef til vill meira spennandi en mín. Núna langar mig bara ekkert til aö fá eig- in hugmyndir. Margir hafa gaukað aö mér handritum og ég er aö skoöa þau. Svo langar mig aö skrifa fyrir leikhús og hef þaö bak viö eyraö. Framtíöin er ekkert skipulögö en núna er ég að leikstýra í Nemendaleikhúsinu. Þau tóku áhættu með þvi aö fá mig til þess þar sem óg er ekki leikmenntaður. Þau þurftu samþykki fyrir þessu og þaö var svolítið maus og þaö kom gagnrýni frá leikstjórafélaginu þannig aö ég þurfti að verja höfuö mitt. Þaö tókst og ég er mjög feginn því. Þetta gengur mjög vel og mér finnst alveg kominn tími á aö þaö sé yngt upp í leikstjórafélaginu. Þaö er þó erfitt vegna þess aö þessar stööur eru um- setnar og passaðar en þaö er ekki nógu gott því þaö er til mjög margt fólk sem getur gert góða hluti. Þaö vantar í þetta ferskleika," segir hann, þessi fyrrum feiti maöur sem nú kann sér vel, einsamall í einkalífinu. „Ég gæti ekki staðið fyrir fjölskyldu. Ég reyni það ekki því ég er aldrei heima. Ég hef nokkrum sinnum reynt aö byrja aö mynda fjöl- skyldu en þaö hefur aldrei gengiö. Ætli ég dagi ekki uppi sem piparsveinn eöa gifti mig um sextugt. Ég vil bara alls ekki veröa háður einhverjum fyrirframgefnum áætlunum." □ 28 VIKAN 20.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.