Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 45

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 45
ástæöum ákvað ég aö slá til þegar mér bauðst hlutverkið. - Þú óttast ekkert aö fólk fari aö sjá þig fyrir sér sem brjáiæöing og giæpamarm og þú festist í hlutverki illmennis- ins. Nei, ég hef í rauninni leikið Ijúfa náunga í þremur af myndunum sem ég hef verið í og þó ég hafi verið slæmur í GoodFellas var ég ekki ýkja slæmur ef miðað er við hlut- verkin sem Joe og Bob léku. Ég var að mestu leyti áhorf- andi og dópaði mig bara á fullu. Ef þú skilur hvað ég er að fara þá eru vondu gæjarn- ir, sem ég hef leikið, miklu á- takameiri hlutverk og sitja þar af leiðandi fremur í vitund á- horfenda og varpa skugga á aðrar persónur sem ég hef túlkað. Það sama á sér stað með aðra leikara. Ef þú hugs- ar um DeNiro, hvernig sérð þú hann fyrir þér? Þú manst ekki eftir honum í hlutverkun- um sem hann lék í Stanley og Iris eða Awakenings heldur sérðu hann miklu frekar sem brjálæðing sem er að lemja einhvern í hausinn með hafnaboltakylfu. - Eru einhverjir ákveönir leikstjórar eöa leikarar sem þig langar til aö vinna meö? Já, þeir eru margir. Ég væri til í að gera aðra mynd með Martin Scorsese og það væri gaman aö fá tækifæri til að vinna með Coppola. Af leikur- um kemur mér fyrst í hug Ant- hony Hopkins og Jeremy Irons. Það væri „trip“ að gera eitthvað með þessum mönn- um en það eru líka margir fleiri. - Hefur þú áhuga á aö leik- stýra sjálfur. Margir leikarar virðast viija gera þaö? Nei, ég hef engan áhuga á því. Það er allt of erfitt og ég bý ekki yfir þekkingu á kvik- myndatækni; linsum og þess háttar. Stundum hef ég ekki hugmynd um hvernig mynda- vélin hreyfist eða hvort verið er að taka nærmynd eða eitt- hvað annaö. Lokaniðurstaðan getur því komið skemmtilega á óvart eins og raunin varð oft með GoodFellas. - Sumir leikarar kvarta einmitt yfir þessu - þegar myndirnar líta allt ööruvísi út en þeir ætluöu. Finnst þér þetta ekki vera neitt vanda- mál? Nei, sem betur fer hafa þeir leikstjórar sem ég hef unnið með vitað hvað þeir voru að gera og útkoman, ef eitthvað er, verið betri en ég hafði gert mér í hugarlund. Ég nenni ekki að spá í þessi tæknilegu atriði heldur kýs að einbeita mér að hlutverkinu sem ég er að leika. Það skiptir ekki máli hvert sjónarhorn myndavélar- innar er, karakterinn kemst alltaf til skila með þeim á- herslum sem ég legg í hlut- verkið. Þær breytingar sem verða frá hugmyndum manns um útkomuna eru bara hluti af þeim miðli sem kvikmyndin er og ég sætti mig fullkomlega við það. - Þú hefur sem sagt aldrei veriö ósáttur þegar þú hefur séö mynd sem þú varst aö enda viö aö leika í. Það er mjög erfitt að horfa á verk sín í upphafi á hlutlæg- an hátt, maður þarf að fjar- lægjast þau aðeins. Ég minn- ist þess til dæmis að þegar ég sá GoodFellas fyrst fannst mér eins og ég sæist ekkert í myndinni en í rauninni er ég í næstum hverjum einasta ramma. Stundum óska ég þess líka að ákveöin mynd- skeið hefðu fengið að vera lengri, þegar ég minnist ein- hvers í túlkun minni sem var mjög gott en síðan hefur verið klippt á áður en kom að því atriði. Þetta getur verið spurn- ing um eina litla hreyfingu eða eitthvað þess háttar. - Ertu ánægöari meö ein- hverja sérstaka mynd sem þú hefur leikiö í en aörar? Nei, þær hafa allar haft sín séreinkenni og vandamál til að yfirstíga. Eg er ánægður með framvinduna en ef ég ætti að nefna eina mynd þá væri það GoodFellas vegna þess úrvalsliðs sem var sam- ankomið þar. Ég held að þeg- ar fólk fer að horfa á þá mynd á myndbandi sjái það hana meira frá mínu sjónarhorni vegna þess að við fyrstu sýn eru hlutverk Joes og Bobs svo yfirþyrmandi. - GoodFellas er einmitt ein af uppáhaldskvikmyndunum mínum. Hvernig stóö á því aö þér bauöst hlutverkiö í mynd- inni? Úff, það hafði langan að- draganda sem ætlaði aldrei að taka enda. Ég held að það hafi liðið ár frá því að ég hitti Martin fyrst þangað til búið var að ganga frá samningum. Ég veit að Bob mælti með mér í hlutverkiö þegar þeir hittust í samkvæmi og þá þegar hafði Martin mig í huga. Við töluðum síðan saman tvisvar, held ég, og síðan vorum við báðir staddir mig við töffarahlutverkið í Something Wild - sem er alls ekki ég - og þarna hafi hann fengið tækifæri til að átta sig betur á mér. Framleiðendurnir hefðu hins vegar viljað nota Eddie ► Meö helstu mótleikurum sinum í Unlawful Entry, þeim Kurt Russell og Madeleine Stowe. ▼ Kvikmynda unnendur muna eftir Ray Liotta úr GoodFellas. f Unlawful Entry leikur hann illmenni, en segist ekki óttast aö fólk fari aó sjá hann sem glæpa- mann og brjálæóing. á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum, ég til aö kynna Domin- ick and Eugene og hann með The Last Temptation of Christ. Ég var ákveðinn í að tala betur við hann þar en hann hafði fengið fullt af morðhótunum út af myndinni og var alltaf umkringdur líf- vörðum. Ég áttaði mig ekkert á því, rauk á hann og kom líf- vöröunum í opna skjöldu. Þeir hugðust stökkva á mig en ég sagði: „Fyrirgefið þið, fyrirgefið þið, ég ætlaði bara að heilsa upp á Martin." Hann segir að á því augna- bliki hafi hann ákveðið að nota mig í myndina. Ég held að hann hafi þá ennþá tengt Murphy frekar en mig ef þeir hefðu fengið að ráða, bætir Ray við og gerir grín að gróðafíkn- inni sem ræður ríkjum í Holly- wood. - Hvaö er á dagskránni hjá þérnúna? Ég er frá Austurströndinni og ég er að hugsa um að fara þangað, kaupa mér hús og hitta vini mína. Þeir búa allir þar. Maður klikkast á að búa of lengi í Los Angeles og ég er búinn að fá minn skammt í bili. Ég get alveg eins skipulagt starfsferilinn þaðan en mig langar að nota meðbyrinn sem ég hef í augnablikinu og leika í nokkrum kvikmyndum í röð. Ég reikna ekki með að stíga á leikhúsfjalirnar í bili því leikari má ekki hverfa lengi frá hvíta tjaldinu fyrr en hann hef- ur tryggt sig vel f sessi. Ég er til i að leika hvað sem er, jafn- vel bróður Freds Flintstone, en ég vil helst ekki leika ill- menni á næstunni nema ef vera skyldi að Martin væri með einn góðan í handraðan- um, sagöi Ray Liotta að lok- um. □ 20.TBL. 1992 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.