Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 34

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 34
sjálfsögöu byrjað á því að framleiða kvik- myndir, finna handrit og leikstjóra og þar fram eftir götunum. Þetta er bara ekki svona auö- velt því það er mjög erfitt að komast að hérna. Þetta er lítill heimur, líkt og fjölmiðlabransinn heima. Maður kemst inn og vinnur ekki lengur en tvær vikur á sama staðnum þegar allir vita hver maður er. Þannig er það hér. Ég vil helst ekki vera meö miklar yfirlýsing- ar um hvað ég ætla að gera fyrr en ég hef framleitt eitthvað. Ég er ekki mikið fyrir að tala um hlutina fyrr en ég framkvæmi! EFTIR EINHVERJU AÐ SLÆGJAST - Hver er ástæöan fyrir því aö þú býrö erlend- is? „Ég hef ekki verið á íslandi í nokkur ár. Síð- an 1985 hef ég verið meira erlendis en heima. Það er allt í lagi að vera stór fiskur í litlum polli og mér gekk vel heima. Mér hafa borist at- vinnutilboð að heiman. Ég afþakkaði þau en þau urðu til þess að ég vissi að það hlaut að vera eftir einhverju að slægjast hér fyrst mig langaði ekki heim. Þar eru svo fáir sem hafa þaö gott og lifa góðu lífi. Hérna þarf ekki eins mikið til og þó svo ég verði aldrei stórfiskur hérna er betra aö synda hór. Ég get þénað vel ef mér gengur vel en ég hef líka veriö í verkefnum sem gefa ekki eins mikið." - Hvernig fannstu þig og hvaö langaöi þig aö gera? „Ég vann við eigið verktakafyrirtæki, þá ný- búinn með stúdentinn. Áður hafði ég unnið svolítið á Vikunni við að þýða greinar úr popp- tímaritum en fór svo að taka alvarlegri greinar og viðtöl. Ég vissi með öðrum orðum ekkert hvað ég vildi. Að vinna eitthvað með höndun- um var ágætt svo langt sem þaö náöi en svo kom að því að mig langaði að breyta til. Þannig æxlaöist að ég fór til Frakklands í frönskuskóla undir því yfirskini að fara í kvik- myndagerð. Það var eiginlega eingöngu af því að mér datt ekkert betra í hugl Ég hafði aldrei kynnst neinu í sambandi við kvik- myndagerð en hugsaði með sjálfum mér að þetta væri málið. Ég kynntist fólki frá Kanada, Belgíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum og fékk innsýn í þess heim. Hann vakti athygli mína á því að fara út fyrir landsteinana og gera eitt- hvað svo ég ákvaö bara að sækja um í kvik- myndagerð í flottasta, dýrasta og besta skóla í kvikmyndagerð í Frakklandi. Auövitað komst ég ekki inn því ég rétt náði frönskuprófinu og hafði engan bakgrunn. Ég var staurblankur og átti ekki fyrir mat, hvað þá farinu heim, en stoltið var svo mikið aö í stað þess aö fá lánað fyrir farinu ákvað ég að leita mér að einhverju til að gera. Ég fór því bara að vinna sem módel og gerði nokkrar auglýsingar fyrir sjónvarp og blöð sem ég sá nú reyndar aldrei. Það var ekkert brjálað aö gera hjá mér en ég hafði þó í mig og á og lék meðal annars í norskri mót- orhjólaauglýsingu sem var sýnd í kvikmynda- húsum. Þannig lærði ég og hafði gaman af á meðan á því stóö en samt heföi ég aldrei get- að lagt fyrir mig að verða módel. Ég kynntist svo þýskri konu og við bjuggum í hæðunum f Vence fyrir ofan Rivieruna. Ég vann sem garðyrkjumaður á milli þess sem ég var módel og málaði lystisnekkjur og fleira. Það var eini tíminn sem ég lærði virkilega frönsku," segir Hörður og hlær. „Svo ákváðum viö að flytja til Þýskalands og þar bjó ég í nokkra mánuði. Pabbi hennar átti auglýsinga- stofu og ég var að spá í að komast að í Ijós- myndun en svo slitnaði upp úr sambandinu. Ég var svo heppinn aö hafa verið sendibíl- stjóri í Frankfurt þannig að ég hafði loksins efni á að fara heim, reynslunni ríkari.“ REKINN OG ENDURRÁÐINN „Eftir heimkomuna fór ég að vinna í textagerð hjá GBB auglýsingaþjónustunni sem var og hét og vann þar með frábæru fólki sem kenndi mér mikið. Það var það sem ég þurfti; mér fannst ég allt í einu vita eitthvað um eitt- hvaö. Ég vann þar í tæp tvö ár en fór svo að vinna á næturvöktum á Bylgjunni. Ég varð strax hugfanginn af útvarpi og langaði að gera góða hluti þar en vissi þó lítið hvað ég var að gera og fékk litla leiösögn. Kannski tók ég ekki leiösögn svo auðveldlega því stærsta vandamál mitt er hroki. Undanfarið hef ég hugsað út í hvernig ég kem fram og hef verið að reyna að taka á því,“ segir hann og glottir. „Þetta endaði með því að ég var rekinn af Bylgjunni fyrir að ég vissi ekki hvað ég væri að gera. Ég stóð mig ekki í stykkinu. Eg hef aldrei verið hræddur við að reyna nýja hluti, sumt hefur gengið upp, annaö ekki. Ég tek þá afleiðingunum því það væri lítið gaman að vera til ef maður prófaði ekki eitthvað nýtt og tæki áhættu. Þetta varð þó til þess að ég settist niður og fór að hugsa í alvöru um hvernig ég ætti að ná markmiðum mínum. Ég byrjaði þá með Jóni Gústafssyni með laugardagsþátt á Bylgj- unni sem hét Einn, tveir og sextán. Seinna það ár var verkfall verslunarmanna og því lok- að á auglýsingastofunni. Það varö til þess að ég tók að mér verkfallsfréttir á Bylgjunni. Eftir það bauðst mér fullt starf þar sem ég átti að sjá um daglegan þátt og ég tók því. Það verð- ur að segjast alveg eins og er að ég var mjög taugatrekktur í upphafi en fór svo smám sam- an að finna mig og ganga betur. Ég var þó all- an tímann aö hugsa hvað mig langaði að gera. Það var svo um haustið 1988 sem ég fór út til að ná mér í B.A. próf. Ég vissi að best væri að læra fjölmiðlafræði í Bandaríkjunum og nokkrir vinir mínir bjuggu þar svo ég sló bara til. Ég var á Flórída í eitt ár, kom heim um sumarið og vann í útvarpi en fór svo aftur út og þá til Arizona, ásamt Onnu Þorláks. Við völdum þann stað þar sem við gætum bæði gert það sem okkur langaði til. Þetta gekk vel í fyrstu en svo slitnaði upp úr sambandinu. Eftir það bjó ég einn I nokkurn tíma og kláraði B.Á. prófið. Ég var þá þegar farinn að vinna með skólanum við aö klippa og „skjóta“ myndbönd.“ TUTTUGU DOLLARA, TAKK „í árslok 1990 kynntist ég svo Helen, konunni minni, og við ákváðum aö fljúga til Las Vegas og láta pússa okkur saman - létum engan vita og eyddum þarna góöum hveitibrauðs- dögum eins og margir fleiri. Vegas er vinsæll staður meðal Kana í skemmti- og giftingar- hugleiðingum og þarna eyða þeir hveiti- brauðsdögunum. Við vorum í besta yfirlæti, keyrðum um í limósínum, stunduðum fjár- hættuspil og drukkum kokkteila! Það skemmtilega við þetta var þó athöfnin sjálf sem var hjá fyrirtæki sem stundar það að gifta fólk - giftingar á færibandi! Við biðum á kokkteilbar og drukkum Margarita þar til við heyrðum einhvern í hátalarakerfinu kalla upp hr. og frú Arnarson. Þetta var þá tilkynningin um aö þeir væru tilbúnir í athöfnina. Ef við vildum eitthvað „extra“ eins og myndir, hrís- grjón eða brúðarslör urðum við bara að borga nokkra aukadollara fyrir! Jæja, þegar að gift- ingunni kom ruglaði presturinn saman nöfnun- um og allt eftir þessu en kórónaði svo allt saman með því að hætta í miðri athöfn og hvísla því að okkur að hann fengi yfirleitt tutt- ugu dollara í „tips“ fyrir sinn snúð. Svo hélt hann áfram uns við vorum gift. Þetta er ó- gleymanlegt og ég ráðlegg þeim sem vilja hafa brúðkaupið öðruvísi að fara og gifta sig í Vegas. Þetta hefur nú gengiö svo langt að nýverið var frumsýnd kvikmynd um þetta efni. Hún heitir einfaldlega Honeymoon in Vegas og rifj- ar ábyggilega upp sæludaga fyrir marga," segir Hörður og það er ekki laust við blik í augunum. „Ég hefði getað verið búinn að gifta mig þrisvar því ég átti nokkur alvarleg sam- bönd að baki en það bar allt að sama brunni. Maður verður að vita hvað maður vill. Loks var ég viss í minni sök og það er frábær til- finning. Við Helen hugsum á svipuðum nótum og erum ástfangin upp fyrir haus. Við útskrifuð- umst saman um þetta leyti og langaði að fara til Los Angeles og láta draumana rætast. Hennar draumur var að leika, minn aö vinna að kvikmyndagerð. Ég held að það hafi ekki verið nein tilviljun að ég notaði kvikmynda- gerðina sem yfirskin í Frakklandi. Það var það sem mig langaði alltaf að gera. Þá hafði ég bara ekki hugmynd um hvernig ég átti að snúa mér í því.“ - Hvernig kanntu viö þig? „Mér finnst Los Angeles æðisleg. Fyrst þegar viö komum var jarðskjálfti, þrem vikum síðar óeirðirnar miklu og svo annar stór jarð- skjálfti svo það hefur ekki verið lognmollunni fyrir að fara,“ segir hann og hlær. „Það sem ég kann best við er stærðin, Los Angeles er hrikalega stór og alltaf hægt að finna það sem mann langar til að gera. Ég hef alltaf gaman af að fara á ströndina, hér eru skemmtileg kvikmyndahús og frábærir veit- ingastaðir. Við Helen keyrum stundum inn í Hollywood og förum bara inn á þann veitinga- staö eða bar sem okkur líst best á í það skiptið, prófum bara. Það er það skemmti- lega, alltaf verið að prófa eitthvað nýtt. Gall- inn er auðvitað umferðin, vegalengdirnar eru rosalegar. Ef til stendur að hitta einhvern i hádegismat í hinum enda borgarinnar tekur það allan daginn að komast! Eg hef þó lært að leggja tímanlega af stað, þaö þýðir ekkert annað ef ætlunin er að halda geðheilsunni og því gef ég mér góðan tíma til að koma mér á milli staða.“ KRÖFUR MARKAÐARINS - Hvernig myndir ætlaröu aö gera? „Síöasta ár hef ég verið að finna sjálfan mig og átta mig á hvernig ég ætla að ná markmið- um mínum,“ segir hann íbygginn. „Ég er nú svo kaldrifjaður að ég held að ég geri kvik- myndir sem hala inn peninga. Eftir að hafa verið í fjárfestingabransanum veit ég að eng- inn gerir margar bíómyndir nema hagnast. Þaö er bláköld staðreynd. Því þarf á hverjum tíma aö huga að því hvaö markaðurinn vill innan þess ramma að ég geti horft í sþegil og verið ánægður með afraksturinn. Hugmynda- fræði framleiðandans verður aö vera í sam- ræmi viö kröfur markaöarins því það er hann sem velur handrit, lagar það til og ræður leik- stjóra og leikara. Hann veröur að hafa trú á því sem hann er að gera og sjá verkið fyrir sér 34 VIKAN 20. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.