Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 37

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 37
gleymdar upplýsingar sem leitt geta til þess að viö- komandi skyggnir blandi ómeðvitað þessum áður fengnu upplýsingum en honum þó gleymdu saman viö hugsanlega dulræna skynjun augnabliksins. Vafalaust upplifa engir tveir eins þegar móttekin er svona skynjun, aö öðru leyti en því að verið er að fiska eftir upplýsingum sem fengnar eru framhjá heföbundnum skilningarvitum. HLUTSKYGGNI NOTAST LÖGREGLUNNI Ýmist er þetta gert í augljósu tilgangsleysi eða - eins og gerst hefur á liðnum árum í þónokkrum mæli - til að auðvelda að bjóða með hlutskyggni upp á nýjar leiðir til lausnar á til dæmis óupplýstum sakamálum eöa mannshvörfum sem ekki hefur fengist nein venjuleg lausn eöa skynsamleg skýr- ing á. Þannig beiting hlutskyggninnar verður óneit- anlega að teljast tilgangsrík og jákvæður viðbótar- möguleiki viö það hefðbundna sem getur komið á óvart. Þetta getur til dæmis veriö heppilegt innlegg í löggæslu- og rannsóknarstörf, sé hægt að koma slíku við, ekki síst ef það nær svo tilgangi sínum. Það er þekkt staðreynd að fólk, sem hefur horfið nánast sporlaust og ekkert til þess spurst í langan tíma, hefur fundist lífs eða liðið með hjálp hlut- skyggns aðila. Um slíkt eru til mörg skráð dæmi sem vart verða álitin tengjast öðru en því yfirskilvit- lega í manninum, hæfileika sem óumdeilanlega tengist þvi sem almennt er kallaö sjötta skilningar- vitið. Eins hafa margar morðgátur verið leystar með þessum sérstæða hætti. Bandaríkjamenn eru frekar ófeimnir og litiö ragir við að nýta sér það yfirskilvitlega í þessum tilgangi enda finnast þar í landi þónokkrir einstaklingar af ýmsum þjóðum komnir með þessa sérstöku gáfu. Ég minnist til dæmis að hafa frétt af konu einni þar í landi sem sögð er gjörsamlega makalaus í þess- um efnum hlutskyggninnar og lögreglumenn viröa og dá mikið enda fengið drjúgan stuðning frá kerlu. Flestir hafa fimm skilningarvit en einstaka fólk hefur þaö sjötta, viðbótarskilningarvit sem alltaf er tengt því leyndardómsfulla og yfirskilvitlega í tilveru okkar. Þeir sem búa yfir sjötta skilningarvitinu þurfa ekki að hafa nákvæmlega eins hæfileika. Miklu fremur er um að ræða alls kyns ólíka eiginleika sem þó eru allir tengdir því þeir eru dulrænir á ein- hvern hátt og þar af leiðandi ekki endilega háöir hinum skilningarvitunum nema þá til að koma dul- rænum skilaboðum eða skynjunum á framfæri i gegnum þau. HLUTIR TAKA Í SIG ÁHRIF Ef við íhugum það sem mögulega gerist þegar hægt er með dulrænum hætti að afla ákveðinna upplýsinga og staðreynda um atburðarás, atvik, aðstæöur og fólk er ýmislegt sem getur komiö til greina hvað þaö varðar hvernig sá hlutskyggni verður þekkingar sinnar aðnjótandi. Dulvísinda- menn telja að ekki sé lengur hægt að ganga fram- hjá þeirri staöreynd aö hlutir virðast á mislöngum tíma taka í sig alls kyns áhrif sem sum hver aö minnsta kosti virðast mælanleg, meira að segja og eins og festast í efninu á einhvern óskiljanlegan máta. Þá er engu líkara en segulmögnuð orka, sem inniheldur vissan veruleika sem næmt fólk getur skynjað, eins og safnist upp í hlutnum og sendi frá sér einhvers konar skilaboð eða upplýs- ingar sem sá næmi síðan eins og finnur huglægan, rökrænan búning og segir öðrum og nálægum frá. FJARHRIF EÐA HUGSANALESTUR? Auðvitað eru þessar upplýsingar ekki endilega mjög ítarlegar og kannski miklu fremur táknrænar. Þó eru þær oft á tíðum svo markvissar að hægt er fyrir kunnuga að raða þeim saman eins og púslu- spili og fá þannig á endanum ákveönar staðreyndir sem eru nothæfar eöa jafnvel hafa virkilegt sönn- unargildi fyrir þann sem hlutinn á eða haföi undir höndum áður en sá hlutskyggni fékk hann til skoð- unar eða öllu heldur skynjunar. í þínu tilviki virðist annars vegar vera að þú finnir þessi áhrif frá hlutum en jafnframt er ekki loku fyrir það skotið að þú kunnir í sumum tilvikum aö vera að upplifa einhvers konar fjarhrif, þó ekki veröi það fullyrt. Síður held ég að þetta sé hugsanalestur þó það geti alveg eins komiö til greina í mati á ein- hverjum tilvikum tengdum þér og þínum sérkenni- ,legu skynjunum. Það er nokkuð freistandi að draga að hluta til þannig ályktun einmitt af tilviki því sem tengdist fyrstu skynjun þinni. Það er augljóst að vinur þinn handfjatlaði visvit- andi krossinn þó ekki hafi hann beint átt von á að þú yröir þess áskynja sem þú varðst þarna um árið og reyndist tengjast frænda hans. Sennilega hefur frændinn verið mjög ofarlega í huga vinar þíns meöan hann var að handfjatla krossinn fyrir framan þig af því aö hann saknaði hans sárt og eins hélt hann á þessum sérstaka hlut honum tengdum. OF MIKIL UMHUGSUN ÓHEPPILEG Hvort þú átt að rækta þessa gáfu eöa ekki er erfitt að segja til um. Alla vega er engin ástæða til aö láta eins og þarna sé ekki á ferðinni eitthvað sem virkilega gæti reynst athyglisvert þó síðar yrði. Ég er þó ekki viss um aö þaö borgi sig fyrir þig aö hugsa svona mikið um dulræna þætti tilverunnar vegna þess aö of mikil umhugsun um þaö yfirskil- vitlega getur verið óheppileg fyrir þann sem er næmur, einfaldlega og ekki síst ef mikill metnaður í þessa sérstöku átt er líka í gangi. Satt best aö segja getur það verið varhugavert. Sennilega er ágætt að gæta aðhalds í allri um- hugsun um það leyndardómsfulla í tilverunni, ekki sist þegar maður er eins ungur og þú ert. Satt best að segja hefur mér sýnst að hinn gullni meðalvegur sé þrátt fyrir allt bestur og sá vegur sem hentar flestum til að feta nokkuð Ijúflega á hægri ferð, til dæmis dulrænt, til að firra okkur sem flestum vand- ræðum. Reyndar má segja aö engum henti aö fjötr- ast verulega af áhuga eöa spennu vegna þess sem auðveldlega má taka inn í hreinustu rólegheitum. Ekki síst á það við þegar kemur að því að fá aukinn áhuga á því yfirskilvitlega. NAUÐSYNLEGT AD VEUA SÉR LÍFSHLUTVERK Ef þú vilt rækta þennan hæfileika síðar meir er á- gætt að byrja nú þegar að rækta sjálfan sig sem manneskju og efla allt það jákvæða í eigin fari. Þannig verður þú heppilegri farvegur síðar fyrir það sem kann að vera dulrænt í fari þinu og persónu. Augljóslega verður þú líka að byggja upp mögu- leika á farsælli framtíö sjálfum þér til handa á hefð- bundinn hátt. Ég mæli með því að þú einfaldlega eyðir jafn- miklum ef ekki meiri tíma í umhugsun um skóla- bækurnar og það sem þeim viðkemur, jafnframt ööru sem kann að freista þín í tómstundum og hugðarefnum af ýmsum toga. Það er ekki verra aö mennta sig og ætla sér nógu snemma eitthvert á- kveðið lifshlutverk. Þú átt eins og annað ungt fólk að nota þau forréttindi sem flest íslensk ungmenni hafa; þaö er að þau hafa flest tækifæri gegnum Frh. á bls 40 20. TBL. 1992 VIKAN 37 JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LFSANDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.