Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 65

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 65
- Hvernig leist þér á að taka þátt í þessu með okkur? „Mér leist satt best að segja ekkert á það, sérstaklega út frá því að ég var nýbúin að taka þessa ákvörðun sem ég gat um áðan. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eins og allt hitt. Við nánari umhugsun komst ég þó að þeirri niðurstöðu að ég hefði í rauninni engu að tapa þannig að ég sló til. Þetta var í lok júní og gekk strax rosalega vel. Ég tek fimm skammta á dag eins og á að gera. Ef ég sleppi einum eða fleiri skömmtum af duftinu, sem ekki er mælt með, þá hefnir það sín daginn eftir því líkam- inn þarf á þeim næringarefn- um að halda sem í því eru og maður vaknar rosalega svang- ur. Það borgar sig því að taka alla þessa skammta og dreifa þeim yfir daginn." - Hvernig gekk þér að nota einingakerfið? „Það gekk mjög vel. Það sniðuga er meðal annars að sælkerinn ég steinhætti að borða sætindi. Kom það greinilega fram á bókhaldinu, sem ég hélt yfir það sem ég lét ofan í mig, að það var ekki ein einasta rauð eining á því fyrstu vikuna. Ósjálfrátt dettur maður í hollustuna, ávexti, grænmeti og því um líkt. Ég nota brauð mikið og náttúr- lega kjöt og fisk. Ég hef verið mikill sælkeri og notað mikið af sósum í gegnum tíðina. Ég leyfði mér það í grillveislu um daginn að fá mér sósu sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér en það var svo skrítið að mér fannst hún ekkert góð.“ ÚDADI i MIG SÚKKULAÐI „Ég hef einu sinni fallið, ef svo má segja. Þá greip mig eitt- hvað og ég úðaði f mig heilu stykki af Toblerone án þess að vita fyrirfram hversu marg- ar einingar það væru. Ég var viss um að það væri langt yfir það sem ég mætti borða en það kom í Ijós að það var ekki meira en nfu einingar þannig að ég átti eina einingu eftir. Ég borðaði því ekki mikið meira þann daginn. Það góða við NUPO-kúrinn er að maður getur notað ein- ingarnar, sem maður hefur til umráða hvern dag, að vild í það sem mann langar helst í. Ef mann langar í súkkulaði fær maður sér súkkulaði. Það kostar bara ákveðið margar einingar. Maður þarf ekkert að hugsa um bæti- eða snefilefni því þau fær maður í NUPO- duftinu og það einfaldar þetta mál gífurlega. Það var einhver sem ráð- lagði mér að taka inn vítamín með þessu, en ég gerði það ekki því ég vildi láta reyna á þetta og það hefur komið í Ijós að mér hefur ekki orðið misdægurt og er við hesta- heilsu." - Heldurðu stíft bókhald? „Ég gerði það fyrst en nú er ég búin að læra þetta nokkurn veginn utan að þannig að ég veit hversu margar einingar ég er að láta ofan í mig og er meðvituð um fjölda þeirra yfir daginn. Það er ekki mjög erfitt þar sem þær eru ekki fleiri en tfu. Ég er viss um að þetta kemur til með að sitja f hug- anum eftir að maður er hættur að taka duftið, þannig að þetta kennir manni hvernig á að borða hollan mat og í hófi.“ SKÍDIN FÁ EKKI FRIÐ „Ég fór til læknis áður en ég byrjaði á þessu og hann lagði mikið upp úr því við mig að reyna að fara ekki mikið niður fyrir 1000 kkal á dag, það er að segja að nota allar eining- arnar til þess að þetta yrðu ekki allt of miklar breytingar fyrir Ifkamann. Mér líður alltaf vel og óg er aldrei svöng. Mór finnst alger lúxus að þurfa ekkert að hugsa um hvers konar mat ég læt ofan í mig fyrir utan duftið. Það gerir þetta mjög þægi- legt. Maður borðar og drekkur það sama og hinir og það sem mann langar í en verður bara að vita hversu mikið. Það verður að segjast eins og er að þetta er allt annað líf. Þetta gengur vel, er lítið mál og tilhugsunin um það sem mig langar að gera þegar ég er búin að ná þessu af mér skemmir ekki. Það er alveg öruggt að skfðin mín fá ekki mikinn frið eftir áramót þegar vonandi verða tuttugu kíló far- in til viðbótar," segir Kristín að lokum. Vikan mun heimsækja Krist- ínu aftur og sjá hvernig geng- ur og munu þá lesendur fá að sjá árangurinn sem vafalaust verður mun meiri þrátt fyrir að munurinn sé auðsjáanlegur nú. Fylgist því með næstu tölublöðum Vikunnar og þar með Kristínu. Einnig munum við hafa samband við fleiri lesendur sem eru að gera það sama og hún. Vinnufélagar hennar og aðrir hafa spurt hana í þaula hvað hún hafi eiginlega gert og er það hér með upplýst. □ Weetabix ALLA MOR Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU. TREFJARIKT HOLLT OG GOTT ( EINNIG A SUNNUDÖGUM ) 20. TBL. 1992 VIKAN 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.