Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 35

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 35
sem heild. Um leið og ég veit um hvað kvik- mynd fjallar veit ég hvort ég hef áhuga á að vinna við hana. Ég kann vel við það sem ég er að gera núna og lít ekkert frekar á mig sem íslending, frekar en Frakka eða Ameríkana. Ég hef átt erfitt með að skilja fólk sem fæðist á einhverj- um stað og er svo bara þar það sem eftir er. Það er í lagi ef fólk er ánægt og er að gera það sem það langar til en ef ekki held ég að fólk eigi hreinlega að leita þann stað uppi. Það geri ég alla vega. Ég horfi mikið á myndir og les handrit. Það fyndna er að ég hélt að ég hefði engan áhuga á „bisness". Annað hefur komið á daginn og þá rifjast upp fyrir mér að ég hef í rauninni alltaf verið markaðslega þenkjandi, alltaf að hugsa um hvað gengur og hvað ekki, þó svo að ég hafi kannski ekki gert mér grein fyrir því. í rauninni er þetta bara sölumennska og ég sölumaður. Út á það gengur kvikmynda- gerð, verið að selja fólki hugmyndir daginn út og daginn inn. Erfiðast er að sjálfsögðu að sannfæra fjárfestana því það eru miklu fleiri leikstjórar og leikarar en þær myndir sem eru framleiddar. Það eru að minnsta kosti tuttugu þúsund handrit í umferð, að vísu misgóð. Að- eins örlítið brot af þeim kemst nokkurn tíma í framleiðslu, hvað þá á hvíta tjaldið. Nær und- antekningalaust stranda þessi verkefni á sama vandamálinu, peningahliðin gekk ekki upp. Hún er það erfiðasta í þessu öllu. Byrjað er á því að búa til „pakka“ sem inni- heldur leikstjóra og leikara, „nöfn“ og helst lof- orð um dreifingu. Þá er að hafa samband við fjárfestinn og sannfæra hann um ágæti þess sem er á boðstólum. Erfiðast er að glíma við A „Ég kann vel við það sem ég er að gera núna og lít ekkert frekar á mig sem Islend- ing en Frakka eöa Ameríkana.“ þekkta leikara sem vilja fá ákveðna upphæð inn á ákveðinn bankareikning á ákveðnum tíma, annars eru þeir ekki með. Þetta setur að sjálfsögðu mikla tímapressu á framleiðand- ann. Svo er bara að hella sér út í þetta og sjá til. Það er það skemmtilega við þetta allt sam- an.“ Þetta er Hörður, hugsaði ég um leið og hann hafði lokið síðustu setningunni. Hann lif- ir lífinu lifandi, er sér meðvitandi um mátt sinn og umhverfisins. Hann er tilbúinn í slaginn, fullur af orku og lífsgleði og í hreinskilni sagt held ég að honum muni farnast vel. □ ▲ „Hugmyndafræði framleiðandans verður að vera í samræmi við kröfur markaðarins, því það er hann sem velur handrit, lagar það til og ræður leikstjóra og leikara." ▼ „Síðasta ár hef ég verið að finna sjálfan mig og átta mig á hvernig ég ætla að ná markmiðum mínum.“ 20.TBL. 1992 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.