Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 8

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 8
stjórnarformaður fyrirtækisins og er í ákveðnu mótunarstarfi sem á eftir að skila sér í því að hér gerist mjög góðir og spennandi hlutir á næstunni. Þó ég sé að taka við hennar starfi er ég ekki að taka við hennar hlutverki," segir Lissý og kveður fast að. lausnir geta verið orðnar úreltar viku síðar eða staðist tímans tönn en oft er um ákveðnar tískusveiflur að ræða í sambandi við útfærslur sem úreldast þá um leið og þeir straumar ganga yfir. Það getur úrelt auglýsingu fyrr en ella ef fylgt er tískusveiflum í litum og formum en oft þurfa auglýsingar heldur ekki að lifa nema rétt á meðan þær birtast." - Hvernig ferðu að því að framleiða auglýs- ingu sem selur? „Ef ég hefði lausnina á því alveg á reiðum höndum væri ég mikilvæg manneskja. í hverju tilviki fyrir sig er um sköpunarferli að ræða og mótun utan um hvern hlut fyrir sig. Þá er tekið mið af markmiðum og væntingum viðskiptavinar og hvort verið er að minna á vöruna eða koma nýjung á framfæri. Allar auglýsingar eiga þó sameiginlegt að þær verða að vekja eftirtekt og áhuga þeirra sem þær eiga að tala til og það er kannski eini út- gangspunkturinn í því að gera góða auglýs- ingu. Auglýsingafólki er oft ofarlega í huga orðatiltækið: Don’t give the client what he wants, give him what he needs. Við erum að aðstoða viðskiptavininn við að markaðssetja ákveðna vöru eða þjónustu. Hann getur gert sér góða grein fyrir kynningarþörfinni en vit- að minna um hvernig best er að standa að kynningunni. Oft vita viðskiptavinir hins veg- ar vel hvað þeir vilja og hvert þeir eru að fara.“ ÚLLEN-DÚLLEN-DOFF - Hvaðan færðu hugmyndir? „Alls staðar að. Úr skáldsögum, bíómynd- um, við að sjá manneskju úti á götu, úr sam- ræðum eða við að detta um sjálfa mig ein- hvers staðar. Oft reyni ég að setja mig í spor fólks, eins og þegar ég hannaði auglýsinguna fyrir Sjóvá-Almennar. Ég var að velta fyrir mér hvernig ég gæti myndskreytt þá tilfinningu að eiga eignir en hafa þær ótryggðar og það upplifði ég sem hreinasta úllen-dúllen-doff. Auglýsingin þótti frábrugðin öðrum en þar nota ég börn að leik: Ugla sat á kvisti, átti hús - og missti. Auglýsingin var sjokker- andi og átti að vera það vegna þess að það er óðs manns æði að eiga miklar eignir og vera ekki tryggð- ur. Þess vegna fannst mér allt í lagi að ýta hressilega við fólki og láta það spyrja sjálft sig sam- viskuspurninga. Sumum fannst auglýsingin kveikja í sér, öðrum fannst hún fráhrindandi en ég held að það sé alveg sama hvað maður gerir, það er aldrei hægt að gera öllum til Lissý meö írisi og Theó Daníel. Á Auglýsingastofu Kristfnar starfa átján manns og Lissý segir að nú sé fram undan starf með nýrri áhöfn í stjórnunarstörfum. Hörður Daníelsson framkvæmdastjóri hefur einnig falið starf sitt öðrum, Ríkharð Ottó Rík- harðssyni rekstrarhagfræðingi. Þorsteinn G. Gunnarsson er svo forstöðumaður markaðs- og þjónustudeildar. „Öll þrjú erum við um þrí- tugt og þetta er mjög góður hópur sem er að taka við hérna,“ segir Lissý. Þau koma líka til með að þurfa að standa sig vel til að halda í horfinu, á veggjum auglýsingastofunnar hanga rúmlega fimm tugir viðurkenningar- skjala og þá eru ótalin ÍMARK-gjallarhornin og Clio-stytturnar sem AUK hefur hreppt í gegnum árin. AUGLÝSING SEM SELUR - Hvert álítur þú mark- mið auglýsinga? „Auglýsingar eru fyrst og fremst upplýsinga- miðlun og þjónusta en það er ekki verra ef þær geta skemmt fólki líka,“ segir Lissý. „í blöðum og tímaritum erum við bundin inn f ákveðið form en getum svo kom- ið með grafískar lausnir frá eigin brjósti. Þær „Llssý er bæði kraftmikil og fínleg í senn/'segir Kristín Þorkelsdóttir. „Hún er mjög metnaðarfull og hugmyndarik og afskaplega hittin. Hún er Bogmaður sem miðar og hittir í mark og það sýna ekki síst Clio-verðlaunin sem hún hefur fengið. Eitt er víst og það er að smekkvísin bregst henni aldrei." hæfis og það reyni ég heldur ekki. Ég reyni að ná til fjöldans og takist það held ég að maður sé í góðum málum.“ AUK er þekkt sem kröftug hönnunarstofa en Lissý og félagar ætla að gera átak í að kynna hana sem alhliða auglýsingastofu á næstunni. „Við hönnum firmamerki, hönnunarstaðla, gerðum peningaseðlana og mikið af merkjum enda hafa hönnuðir AUK unnið næstum hverja einustu merkjasamkeppni hér undan- farin tíu ár. Við gerum líka blaðaauglýsingar, bæklinga, tímarit, matreiðslubækur - hvað sem er. Nú viljum við leggja aukna áherslu á alhliða auglýsingagerð og markaðssetja okkur sem alhliða auglýsingastofu með sérþekkingu á umbúðum og hönnun.“ Sem lið í markaðssetningu AUK hefur stof- an nýverið sent frá sór glæsilegan bækling þar sem tíunduð eru þau verk sem stofan er hvað stoltust af og hafa jafnvel vakið alþjóð- lega athygli. Það eru ekki síst verk Lissýjar sem fengið hafa viðurkenningar. Hún er eini íslendingurinn sem hlotið hefur gullverðlaun Clio en Clio er stór auglýsingakeppni í Banda- ríkjunum. Þar að auki hlaut ein auglýsinga hennar, jólakveðja frá Flugleiðum, útnefningu í Clio sem ein af fimm bestu auglýsingunum um ferðamál og samgöngur. Fyrir þá sömu auglýsingu vann hún ÍMARK-verðlaunin fyrir athyglisverðustu blaðaauglýsingu ársins 1991. Sama ár vann Lissý til verðlauna fyrir at- hyglisverðasta dreifirit á íslandi fyrir jólabækl- ing Osta- og smjörsölunnar og í ár var hún út- nefnd til teiknaraverðlauna Norðurlanda á- samt Þresti Magnússyni sem teiknað hefur mörg íslensku frímerkjanna. Sú keppni fór fram 25. september en keppendur voru tíu teiknarar frá Norðurlöndunum fimm. „Þótt ég vinni ekki er alveg nægur heiður að fá útnefninguna," segir Lissý. „Ellefta sept- ember keppti svo sjónvarpsauglýsing sem ég gerði fyrir Sjóvá-Álmennar f Norðurlanda- keppninni Gyllti svanurinn." EINS OG AÐ STARFA AÐ ÁHUGAMÁLINU Við ræðum auglýsingaheiminn áfram; fyrir ut- anaðkomandi virðist hann litri'kur og spenn- andi en hvernig er hann í raun? „Þetta er harður bransi og getur verið of- boðslega kröfuharður og þreytandi. Hann er þó æðislega gefandi, þetta er svo mikil sköp- un. Þetta er nánast eins og að starfa að á- hugamáli sínu; maður er alltaf að skapa. Fólk þarf að vera mjög frjótt því sífellt er verið að takast á við eitthvað nýtt. Það er ætlast til þess af auglýsingafólki að það komi ævinlega með eitthvað nýtt og ferskt sem aldrei hefur sést áður. Auðvitað er það afar krefjandi en hafi maður metnaðinn er þetta ofsalega gam- an.“ - Hefur þú metnaðinn? „Ég er ofsalega metnaðargjörn, alveg rosa- lega - og ósérhlífin ef ég fæ þannig verk,“ segir Lissý með áhersluþunga. „Ástæðuna fyrir velgengni minni tel ég þó þá að það er sama hversu lítið verkið er, ég sé það alltaf sem verðugt viðfangsefni og reyni að gera það besta úr hverju verki fyrir sig. Hafi maður þann hugsunarhátt að gefa allt sem maður hefur hverju sinni getur manni gengið ofsa- lega vel. Eg gæti heldur ekki sagt með stolti að ég væri grafískur hönnuöur nema ég legði mig fram í starfi.“ —> 8 VIKAN 20.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.