Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 24

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 24
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON \ UÓSMBRAGIÞÓR JÓSEFSSON MÆ yndiklefinn hans Óskars er ekki kyndi- klefi. Hann er fyrrverandi trésmiðja. Og í þessu sem aldrei var kyndiklefi býr Óskar. Hann er Jónasson - listamaður. Við erum staddir inni í þessum frumlega inn- réttuðu híbýlum, þar er málningin eins og stödd fyrir tilviljun hér og þar, engin teppi en nokkrar mottur, óheflað mótatimbur umlykur salernisaðstöðuna og bak við skrítilegt skil- rúm húkir þreyttur Ijósabekkur. „Stundum...“ segir Óskar og lítur á húðina á sér þegar hann er spurður hvort hann fari þarna í Ijós. „En hann er voðalega þreyttur," bætir hann síðan við, glottandi enda er skinnið á Óskari með bjartara móti. Veggurinn milli stofu og eldhúss nær ofan úr tveggja metra hæð niður í fimmtíu sentímetra - hann er gulur, síðar nærbuxur. Hreinn þvottur á snúrunni. Og það eru engar lappir undir sófanum. Óskar er vinsamlegur náungi. Kvikmynda- gerðarmaður og leikstjóri, málari og handrita- höfundur. Listamaður. Hann er fyrrverandi pönkari og við komum að því, einu sinni spil- aði hann á saxófón en hætti og saxinn dó, saddur lífdaga á frumlegan hátt, við komum líka að þvf síðar. Og það virðist vera hægt að spyrja Óskar að öllu sem manni kemur í hug um hann sjálfan og hvað sem er án þess að koma honum úr jafnvægi. Hann veit að tré- smiðjan hans fyrrverandi hlýtur að koma mönnum spánskt fyrir sjónir. Og fyrsta spurn- ingin er svona: Býrðu svona af fúsum og frjálsum vilja? „Já. En þegar ég flutti hingað þá hélt ég að ég myndi nú ekki halda þetta lengi út en gerði samt tveggja ára leigusamning. Mér hefur hvergi liðið betur." Ha? „Mér hefur hvergi liðið betur af því að það sést svo lítið að það er ekkert búið að taka til, skilurðu, ekkert búið að þrífa - það þarf mikið að ganga á þangað til maður fer að sjá einhver óhreinindi hérna,“ segir Óskar sposkur og fjarlægir ryksuguna frá fótum skrásetjarans eins og hún eyðileggi ímyndina á einhvern hátt. ALLT Í SAGI Glært gólflakk og glært tréakrýl á veggjum. „Hér var allt í sagi þannig að það varð að ryk- binda vel,“ segir Óskar en hann flutti inn í október í fyrra þegar spýturnar og hamrarnir fluttu upp á Höfða. „Inni á klói var gat inn í jarðveginn til að hafa langa planka, nú er búið að múra í það.“ Engar mýs? „Nei, en köng- ullær. Þegar ég sé köngulló hleyp ég hana uppi með ryksugunni. Ég er viss um að það er komin heil borg inn í ryksuguna.“ Ljósalamp- inn? „Það gaf mér hann gömul kona sem hætti með snyrtistofu. En ég á ekkert sjón- varp. Bara sólarlampa." Ekkert sjónvarp? Þarf kvikmyndagerðarmaður ekki að eiga sjón- varp? „Nei, maður fer bara að líta niður á þennan miðil ef maður horfir mikið á hann.“ Óskar Jónasson er tuttugu og níu ára gam- all og hefur komið víða við. Hann er útlærður úr myndlistarskólanum sem málari úr nýlista- og málaradeild. I nýlistadeildinni kviknaöi kvikmyndaáhuginn. Síðan fór hann til London, líkaði stórilla við borgina en kláraði kvik- myndagerðarnám. Samtals hefur hann því tíu ára nám í þessum listgreinum á bakinu. En 24VIKAN 20.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.